Netöryggissveitir í viðbragðsstöðu vegna alvarlegra hótana Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. september 2020 12:11 Getty Netöryggissveitir eru í viðbragðsstöðu vegna hótana um að alvarlegar tölvuárásir verði gerðar í dag og næstu daga, greiði fyrirtæki ekki lausnargjald. Óvissustigi fjarskiptageirans var lýst yfir í gær, í fyrsta sinn hér á landi. Um er að ræða svokallaða DDos netárás, þar sem netumferð er beint inn á netlæga innviði fyrirtækis til að skerða afkastagetu. Það verður til þess að netbúnaður hefur ekki undan við að svara henni og þá rofnar þjónusta til notenda. Fyrsta árásin var gerð nýverið en henni var fylgt eftir með fjárkúgunarpósti, þar sem lausnargjalds var krafist. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að netöryggissveitir mæli gegn því að lausnargjald sé greitt en getur ekki upplýst um hvort til standi að greiða það. Hann segir að allt kapp sé lagt á koma í veg fyrir árásina. „Annars vegar er það með því að miðla upplýsingum til allra aðila þannig að þeir séu undirbúnir undir ef árásin verður gerð. Hvað varðar DDos árásir þá er hægt að setja upp ákveðnar varnir til að verjast DDos árásum, svokölluð scrubbing þjónusta og flestir þeir aðilar sem við tölum við eða nær allir eru með varnir hvað það varðar að einhverju marki og menn hafa þá væntanlega farið yfir þær varnir og hert upp ef kostur er. Þannig að þetta er eins og þegar það er lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóða eða annars. Menn fara yfir sínar áætlanir og fara yfir sínar varnir og eru þá tilbúnir undir það með sín varaplön ef eitthvað kemur upp á." En þetta hlýtur að vera nokkuð alvarlegt þar sem þetta er í fyrsta skipti sem þið lýsið yfir þessu óvissustigi? Það kemur til af því að fyrsta lagi var gerð minni árás mjög nýlega, sem olli nokkrum truflunum. Og síðan var hótað mun stærri árás og við höfum heimildir fyrir því í gegnum okkar tengslanet að þessi aðili sem setur upp þessa hótun hefur talsvert miklu meiri árásargetu en hann sýndi í fyrri árás. Er hætta á að trúnaðarupplýsingar leki út? Ekki beinlínis út af þessari DDos árás því hún er fyrst og fremst þannig útfærð að hún á að valda truflunum og sambandsleysi en ekki beinlínis verið að brjótast inn í kerfi til að stela upplýsingum. Þá vill hann ekki upplýsa hvaða fyrirtæki um ræðir. Þetta er stór aðili á þessum stafræna markaði. Vil ekki fara nánar út í það hver þetta er. Netöryggi Netglæpir Fjarskipti Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Netöryggissveitir eru í viðbragðsstöðu vegna hótana um að alvarlegar tölvuárásir verði gerðar í dag og næstu daga, greiði fyrirtæki ekki lausnargjald. Óvissustigi fjarskiptageirans var lýst yfir í gær, í fyrsta sinn hér á landi. Um er að ræða svokallaða DDos netárás, þar sem netumferð er beint inn á netlæga innviði fyrirtækis til að skerða afkastagetu. Það verður til þess að netbúnaður hefur ekki undan við að svara henni og þá rofnar þjónusta til notenda. Fyrsta árásin var gerð nýverið en henni var fylgt eftir með fjárkúgunarpósti, þar sem lausnargjalds var krafist. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að netöryggissveitir mæli gegn því að lausnargjald sé greitt en getur ekki upplýst um hvort til standi að greiða það. Hann segir að allt kapp sé lagt á koma í veg fyrir árásina. „Annars vegar er það með því að miðla upplýsingum til allra aðila þannig að þeir séu undirbúnir undir ef árásin verður gerð. Hvað varðar DDos árásir þá er hægt að setja upp ákveðnar varnir til að verjast DDos árásum, svokölluð scrubbing þjónusta og flestir þeir aðilar sem við tölum við eða nær allir eru með varnir hvað það varðar að einhverju marki og menn hafa þá væntanlega farið yfir þær varnir og hert upp ef kostur er. Þannig að þetta er eins og þegar það er lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóða eða annars. Menn fara yfir sínar áætlanir og fara yfir sínar varnir og eru þá tilbúnir undir það með sín varaplön ef eitthvað kemur upp á." En þetta hlýtur að vera nokkuð alvarlegt þar sem þetta er í fyrsta skipti sem þið lýsið yfir þessu óvissustigi? Það kemur til af því að fyrsta lagi var gerð minni árás mjög nýlega, sem olli nokkrum truflunum. Og síðan var hótað mun stærri árás og við höfum heimildir fyrir því í gegnum okkar tengslanet að þessi aðili sem setur upp þessa hótun hefur talsvert miklu meiri árásargetu en hann sýndi í fyrri árás. Er hætta á að trúnaðarupplýsingar leki út? Ekki beinlínis út af þessari DDos árás því hún er fyrst og fremst þannig útfærð að hún á að valda truflunum og sambandsleysi en ekki beinlínis verið að brjótast inn í kerfi til að stela upplýsingum. Þá vill hann ekki upplýsa hvaða fyrirtæki um ræðir. Þetta er stór aðili á þessum stafræna markaði. Vil ekki fara nánar út í það hver þetta er.
Netöryggi Netglæpir Fjarskipti Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira