Breska pressan býður Láru og Nadíu Sif til London Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2020 13:56 Breska pressan fer nú hamförum vegna málsins. Þeim Láru og Nadíu Sif hefur verið boðið til London af enskum fjölmiðlum en að sögn Nadíu stendur ekkert slíkt til af þeirra hálfu, að fara slíka ferð. Síminn hefur ekki stoppað hjá þeim Láru Clausen og Nadíu Sif Líndal Gunnarsdóttur eftir að mál þeirra, sem snúa að fundi þeirra og ensku landsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu, komust í hámæli. Nadía segir, í samtali við Vísi, að afar mikið áreiti hafi fylgt í kjölfarið. Síminn og athugasemdir á samfélagsmiðlum stoppi ekki. Og blaðamenn hringi látlaust, innlendir sem erlendir. Fjallað hefur verið um þá sem hafa viljað smána þær Nadíu og Láru en þeir hafa verið kveðnir rækilega í kútinn á Íslandi. Öðru máli gegnir um breskar bullur sem lifa fyrir fótboltann og vilja kenna stúlkunum um það að Foden og Greenwood var vikið úr landsliðshópnum vegna brota á sóttvarnarreglum. Engin tilboð um háar peningagreiðslur Lesendur bresku tabloid-pressunnar eru einkum áhugasamir um kynlíf og íþróttir. Breska pressan er þekkt fyrir að svara þeirri eftirspurn og málið er þannig vaxið að það er sem sérhannað fyrir áherslur þar. Vísi hafa borist ábendingar um að Nadíu Sif og Láru hafi boðist gull og grænir skógar, jafnvel milljónir, fyrir einkaviðtal við The Sun, The Mirror eða Daily Mail. Nadía Sif segir þetta ekki rétt. Meðal þeirra sem eru farnir að fylgjast með Instagramreikningum stúlknanna er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þjóðarinnar.Vísir/Baldur „Við höfum ekki farið í nein viðtöl. Það er ekki inni í myndinni. Við erum að reyna að halda okkur frá þessu.“ Hún segir það ekki rétt að þeim hafi boðist háar greiðslur fyrir að mæta í viðtal og segja nánar af þessum fundi. „Nei, reyndar ekki. Það eina sem þeir eru búnir að gera er að bjóða okkur út til London og mæta í viðtal þar en við erum ekkert að fara að gera það.“ Móður Láru ekki kunnugt um neinar viðræður Móðir Láru, lögmaðurinn Halldóra Aðalsteinsdóttir, segist ekki ætla að tjá sig um þetta mál. Hún telur það skynsamlegast en hún segir þó að henni sé ekki kunnugt um neinar samningaviðræður um einkaviðtal við bresku slúðurpressuna. Móðir Nadíu, Bryndís Líndal, hefur tjáð sig með afgerandi hætti á Facebook-síðu sinni og fordæmt virka í athugasemdum, þá sem vilja stjaksetja stúlkurnar fyrir að hafa hitt ensku fótboltadrengina. Spurð tekur Halldóra tekur í sama streng þó hún vilji ekki tjá sig með beinum hætti um þetta tiltekna mál. En almennt telur hún fráleitt að vilja úthúða 19 og 20 ára stúlkum fyrir að hitta drengi á sama reki. Hún segir reyndar að fleiri hafi orðið til að taka þann pól í hæðina að lýsa yfir stuðningi við stúlkurnar. Og þó álagið sem þessu hafi fylgt sé mikið þýði ekkert annað en taka því sem hverju öðru hundsbiti. Stúlkurnar hafi bein í nefi. Þetta líði hjá þó það hafi teygst furðu lengi á þessu tiltekna máli. Það er líklega vegna áhuga hinnar alræmdu bresku pressu. Sagður hafa selt mynd til The Sun fyrir 540 þúsund krónur Í hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, var þetta mál til umfjöllunar. Hjörvar telur einsýnt að stúlkurnar eigi að gera sér mat úr þessu fjárhagslega. Gestur umrædds þáttarins er Hörður Snævar Jónsson ritstjóri fótboltavefsins. 433.is; maðurinn sem fyrstur greindi frá þessari heimsókn á Hótel Sögu sem heldur betur hefur verið í deiglunni síðan. Hörður Snævar Jónsson, blaðamaður 433.is.Vísir/Vilhelm „Ég heyrði að einn drengur hafi selt eina rassamynd, sem hann hafði einhvers staðar tekið screen-shot af. Fyrir þrjú þúsund pund,“ segir Hörður. Sem leggur sig á um 540 þúsund krónur íslenskar. Þannig að fyrir liggur að breska pressan neytir allra bragða til að verða sér úti um efni til að moða úr og seðja sína hungruðu lesendur. Því er haldið fram að þessi þynd, skjáskot þar sjá má hér, þar sem sést í ofanverða þjóhnappa Foden hafi íslenskur piltur selt The Sun fyrir rúma hálfa milljón króna. Það sem hér um ræðir er væntanlega þessi ítarlega umfjöllun sem birtist í The Sun. En víst er að breska pressan er á yfirsnúningi vegna málsins og sér vart fyrir endann á því. Forsætisráðherra fylgist með Fylgjendum stúlknanna beggja á Instagram hefur fjölgað verulega síðan málið kom upp. Lára er komin með tæplega 17 þúsund fylgjendur og Nadía Sif tæplega 30 þúsund. Langmest er um að ræða erlenda fylgjendur en þó eitthvað af Íslendingum. Líklega engan frægari en forsætisráðherrann sjálfan, Katrínu Jakobsdóttur, sem fylgist nú með því sem fram fer hjá stúlkunum tveimur á samfélagsmiðlinum. Fótbolti Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Bretland Tengdar fréttir Alls óvíst hvort stúlkurnar hafi brotið lög Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki enn rætt við konurnar tvær sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu til þess að skera úr um hvort þær hafi haft vitneskju um hvort landsliðsmennirnir væru í sóttkví. Það kann þó að fara svo að það muni ekki skipta máli. 9. september 2020 17:07 Segir ensku pressuna bulla og vísar því á bug að starfsmaður Hótel Sögu hafi fengið greitt fyrir að hleypa stúlkunum inn Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir ensku pressuna fara með staðlausa stafi. Hún segir trúnaðarmál hvernig stúlkurnar komust inn. 9. september 2020 10:25 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Síminn hefur ekki stoppað hjá þeim Láru Clausen og Nadíu Sif Líndal Gunnarsdóttur eftir að mál þeirra, sem snúa að fundi þeirra og ensku landsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu, komust í hámæli. Nadía segir, í samtali við Vísi, að afar mikið áreiti hafi fylgt í kjölfarið. Síminn og athugasemdir á samfélagsmiðlum stoppi ekki. Og blaðamenn hringi látlaust, innlendir sem erlendir. Fjallað hefur verið um þá sem hafa viljað smána þær Nadíu og Láru en þeir hafa verið kveðnir rækilega í kútinn á Íslandi. Öðru máli gegnir um breskar bullur sem lifa fyrir fótboltann og vilja kenna stúlkunum um það að Foden og Greenwood var vikið úr landsliðshópnum vegna brota á sóttvarnarreglum. Engin tilboð um háar peningagreiðslur Lesendur bresku tabloid-pressunnar eru einkum áhugasamir um kynlíf og íþróttir. Breska pressan er þekkt fyrir að svara þeirri eftirspurn og málið er þannig vaxið að það er sem sérhannað fyrir áherslur þar. Vísi hafa borist ábendingar um að Nadíu Sif og Láru hafi boðist gull og grænir skógar, jafnvel milljónir, fyrir einkaviðtal við The Sun, The Mirror eða Daily Mail. Nadía Sif segir þetta ekki rétt. Meðal þeirra sem eru farnir að fylgjast með Instagramreikningum stúlknanna er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þjóðarinnar.Vísir/Baldur „Við höfum ekki farið í nein viðtöl. Það er ekki inni í myndinni. Við erum að reyna að halda okkur frá þessu.“ Hún segir það ekki rétt að þeim hafi boðist háar greiðslur fyrir að mæta í viðtal og segja nánar af þessum fundi. „Nei, reyndar ekki. Það eina sem þeir eru búnir að gera er að bjóða okkur út til London og mæta í viðtal þar en við erum ekkert að fara að gera það.“ Móður Láru ekki kunnugt um neinar viðræður Móðir Láru, lögmaðurinn Halldóra Aðalsteinsdóttir, segist ekki ætla að tjá sig um þetta mál. Hún telur það skynsamlegast en hún segir þó að henni sé ekki kunnugt um neinar samningaviðræður um einkaviðtal við bresku slúðurpressuna. Móðir Nadíu, Bryndís Líndal, hefur tjáð sig með afgerandi hætti á Facebook-síðu sinni og fordæmt virka í athugasemdum, þá sem vilja stjaksetja stúlkurnar fyrir að hafa hitt ensku fótboltadrengina. Spurð tekur Halldóra tekur í sama streng þó hún vilji ekki tjá sig með beinum hætti um þetta tiltekna mál. En almennt telur hún fráleitt að vilja úthúða 19 og 20 ára stúlkum fyrir að hitta drengi á sama reki. Hún segir reyndar að fleiri hafi orðið til að taka þann pól í hæðina að lýsa yfir stuðningi við stúlkurnar. Og þó álagið sem þessu hafi fylgt sé mikið þýði ekkert annað en taka því sem hverju öðru hundsbiti. Stúlkurnar hafi bein í nefi. Þetta líði hjá þó það hafi teygst furðu lengi á þessu tiltekna máli. Það er líklega vegna áhuga hinnar alræmdu bresku pressu. Sagður hafa selt mynd til The Sun fyrir 540 þúsund krónur Í hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, var þetta mál til umfjöllunar. Hjörvar telur einsýnt að stúlkurnar eigi að gera sér mat úr þessu fjárhagslega. Gestur umrædds þáttarins er Hörður Snævar Jónsson ritstjóri fótboltavefsins. 433.is; maðurinn sem fyrstur greindi frá þessari heimsókn á Hótel Sögu sem heldur betur hefur verið í deiglunni síðan. Hörður Snævar Jónsson, blaðamaður 433.is.Vísir/Vilhelm „Ég heyrði að einn drengur hafi selt eina rassamynd, sem hann hafði einhvers staðar tekið screen-shot af. Fyrir þrjú þúsund pund,“ segir Hörður. Sem leggur sig á um 540 þúsund krónur íslenskar. Þannig að fyrir liggur að breska pressan neytir allra bragða til að verða sér úti um efni til að moða úr og seðja sína hungruðu lesendur. Því er haldið fram að þessi þynd, skjáskot þar sjá má hér, þar sem sést í ofanverða þjóhnappa Foden hafi íslenskur piltur selt The Sun fyrir rúma hálfa milljón króna. Það sem hér um ræðir er væntanlega þessi ítarlega umfjöllun sem birtist í The Sun. En víst er að breska pressan er á yfirsnúningi vegna málsins og sér vart fyrir endann á því. Forsætisráðherra fylgist með Fylgjendum stúlknanna beggja á Instagram hefur fjölgað verulega síðan málið kom upp. Lára er komin með tæplega 17 þúsund fylgjendur og Nadía Sif tæplega 30 þúsund. Langmest er um að ræða erlenda fylgjendur en þó eitthvað af Íslendingum. Líklega engan frægari en forsætisráðherrann sjálfan, Katrínu Jakobsdóttur, sem fylgist nú með því sem fram fer hjá stúlkunum tveimur á samfélagsmiðlinum.
Fótbolti Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Bretland Tengdar fréttir Alls óvíst hvort stúlkurnar hafi brotið lög Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki enn rætt við konurnar tvær sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu til þess að skera úr um hvort þær hafi haft vitneskju um hvort landsliðsmennirnir væru í sóttkví. Það kann þó að fara svo að það muni ekki skipta máli. 9. september 2020 17:07 Segir ensku pressuna bulla og vísar því á bug að starfsmaður Hótel Sögu hafi fengið greitt fyrir að hleypa stúlkunum inn Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir ensku pressuna fara með staðlausa stafi. Hún segir trúnaðarmál hvernig stúlkurnar komust inn. 9. september 2020 10:25 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Alls óvíst hvort stúlkurnar hafi brotið lög Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki enn rætt við konurnar tvær sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu til þess að skera úr um hvort þær hafi haft vitneskju um hvort landsliðsmennirnir væru í sóttkví. Það kann þó að fara svo að það muni ekki skipta máli. 9. september 2020 17:07
Segir ensku pressuna bulla og vísar því á bug að starfsmaður Hótel Sögu hafi fengið greitt fyrir að hleypa stúlkunum inn Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir ensku pressuna fara með staðlausa stafi. Hún segir trúnaðarmál hvernig stúlkurnar komust inn. 9. september 2020 10:25
Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56