Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2020 14:45 Ekki sást til sólar í gegnum appelsínugulan himininn yfir Gullríkisbrúnni við San Francisco í gærmorgun. Myndin var tekin klukkan 9:47 um morgun að staðartíma. AP/Eric Risberg Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. Eldarnir í Kaliforníu í ár eru þeir mestu sem sögur fara af en þeir kviknuðu í methita, þurrki og hvassviðri. AP-fréttastofan segir að á þriðja tug gróðurelda brenni nú í ríkinu, þar á meðal þrír af þeim fimm stærstu í sögu þess. Frá miðjum ágúst hafa ellefu manns farist í eldunum í Kaliforníu og um 3.600 byggingar orðið honum að bráð. Þúsundir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sína vegna eldanna. Yfirvöld í norðanverðri Kaliforníu segja að þrír hafi farist í Bear-eldinum svonefnda þar í gær. Einn þeirra látnu fannst í bíl og virðist hafa reynt að flýja undan eldinum. Eldurinn stefnir nú suðvestur í átt að Butte-sýslu, þar á meðal bænum Paradís sem eyðilagðist nánast algerlega í gróðureldum árið 2018 og 85 manns fórust. Í Washington-ríki norðar á vesturströnd Bandaríkjanna hefur stærra landsvæði brunnið á einum degi en slökkviliðsmenn þar sjá venjulega á heilu ári. Íbúar í Oregon og Idaho hafa einnig þurft að flýja heimili sín. Fólk lét ekki dumbunginn vegna gróðureldanna kom í veg fyrir að það sæti úti á Alamo-torgi í San Francisco í gær.Vísir/EPA Sögulega hröð útbreiðsla Eldurinn breiðir úr sér á ógnarhraða í skraufþurru gróðurlendi. Daniel Swain, loftslagsvísindamaður við Kaliforníuháskóla, segir við AP-fréttastofuna að varlega áætlað hafi meira en þúsund ferkílómetrar lands brunnið á einum sólarhring. „Ótrúlegur hraði útbreiðslunnar sem við sjáum í þessum eldum er sögulega fordæmalaus,“ tísti Swain. Reykurinn yfir stórum hluta Kaliforníu var svo þykkur í gær að appelsínugul slikja vofði yfir himninum sem sólin náði aðeins af veikum mætti í gegnum. Ökumenn í San Francisco og víðar hafa þurft að kveikja á þokuljósum til að sjá fram fyrir sig í mistrinu. Los Angeles Times segir að loftgæði í ríkinu hafi verið sjaldan verið eins slæm. Í Yosemite-dalnum, einum vinsælasta þjóðgarði ríkisins, mældist svifryksmengun sexfalt verri en í Los Angeles. „Um helmingur íbúa ríkisins hafa orðið fyrir áhrifum af magni reyks frá gróðureldunum sem fer yfir loftgæðaviðmið,“ segir Melanie Turner, talskona Loftgæðastofnunar Kaliforníu, við blaðið. Sums staðar í sunnanverðri Kaliforníu féll sót af himni eins og snjór. Gefnar voru út viðvaranir vegna loftgæða í Los Angeles-, San Bernardino-, Riverside- og Orange-sýslum. Reykurinn er svo þykkur að dregið hefur hita miðað við veðurspár í kringum San Francisco. Það hefur hjálpað til við að halda reyknum ofar í loftinu og forðað fólki frá enn verri loftmengun. Logar frá Bear-eldinum við Oroville í Kaliforníu. Þrír fundust látnir eftir eldinn í norðanverðu ríkinu í gær.AP/Noah Berger Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51 Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24 Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. Eldarnir í Kaliforníu í ár eru þeir mestu sem sögur fara af en þeir kviknuðu í methita, þurrki og hvassviðri. AP-fréttastofan segir að á þriðja tug gróðurelda brenni nú í ríkinu, þar á meðal þrír af þeim fimm stærstu í sögu þess. Frá miðjum ágúst hafa ellefu manns farist í eldunum í Kaliforníu og um 3.600 byggingar orðið honum að bráð. Þúsundir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sína vegna eldanna. Yfirvöld í norðanverðri Kaliforníu segja að þrír hafi farist í Bear-eldinum svonefnda þar í gær. Einn þeirra látnu fannst í bíl og virðist hafa reynt að flýja undan eldinum. Eldurinn stefnir nú suðvestur í átt að Butte-sýslu, þar á meðal bænum Paradís sem eyðilagðist nánast algerlega í gróðureldum árið 2018 og 85 manns fórust. Í Washington-ríki norðar á vesturströnd Bandaríkjanna hefur stærra landsvæði brunnið á einum degi en slökkviliðsmenn þar sjá venjulega á heilu ári. Íbúar í Oregon og Idaho hafa einnig þurft að flýja heimili sín. Fólk lét ekki dumbunginn vegna gróðureldanna kom í veg fyrir að það sæti úti á Alamo-torgi í San Francisco í gær.Vísir/EPA Sögulega hröð útbreiðsla Eldurinn breiðir úr sér á ógnarhraða í skraufþurru gróðurlendi. Daniel Swain, loftslagsvísindamaður við Kaliforníuháskóla, segir við AP-fréttastofuna að varlega áætlað hafi meira en þúsund ferkílómetrar lands brunnið á einum sólarhring. „Ótrúlegur hraði útbreiðslunnar sem við sjáum í þessum eldum er sögulega fordæmalaus,“ tísti Swain. Reykurinn yfir stórum hluta Kaliforníu var svo þykkur í gær að appelsínugul slikja vofði yfir himninum sem sólin náði aðeins af veikum mætti í gegnum. Ökumenn í San Francisco og víðar hafa þurft að kveikja á þokuljósum til að sjá fram fyrir sig í mistrinu. Los Angeles Times segir að loftgæði í ríkinu hafi verið sjaldan verið eins slæm. Í Yosemite-dalnum, einum vinsælasta þjóðgarði ríkisins, mældist svifryksmengun sexfalt verri en í Los Angeles. „Um helmingur íbúa ríkisins hafa orðið fyrir áhrifum af magni reyks frá gróðureldunum sem fer yfir loftgæðaviðmið,“ segir Melanie Turner, talskona Loftgæðastofnunar Kaliforníu, við blaðið. Sums staðar í sunnanverðri Kaliforníu féll sót af himni eins og snjór. Gefnar voru út viðvaranir vegna loftgæða í Los Angeles-, San Bernardino-, Riverside- og Orange-sýslum. Reykurinn er svo þykkur að dregið hefur hita miðað við veðurspár í kringum San Francisco. Það hefur hjálpað til við að halda reyknum ofar í loftinu og forðað fólki frá enn verri loftmengun. Logar frá Bear-eldinum við Oroville í Kaliforníu. Þrír fundust látnir eftir eldinn í norðanverðu ríkinu í gær.AP/Noah Berger
Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51 Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24 Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51
Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24
Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00