Áttatíu börn farið í skýrslutöku í ár vegna gruns um líkamlegt ofbeldi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. september 2020 20:00 Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. VÍSIR/VILHELM Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 um 15,6 prósent miðað við árið á undan og um 24,2 prósent ef miðað er við fyrstu sex mánuði ársins 2018. „Þetta eru tilkynningar um allt mögulegt en það sem við sjáum er að tilkynningar um ofbeldi og vanrækslu virðast vera yfir meðaltali marga mánuði í röð og nánast viðvarandi síðan Covid hófst,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fjöldi tilkynninga á fyrstu sjö mánuðum ársins 2020 var 7.325 tilkynningar. Flestar tilkynningar voru vegna vanrækslu eða 43,4 prósent og voru 29,4 prósent vegna ofbeldis. „Þegar það er álag á heimilunum, eins og var í vor og er kannski að einhverju leyti áfram, þá eykst ofbeldi og þá eykst vanræksla og drykkja foreldra og annað slíkt og þessar tölur eru að endurspegla þennan veruleika,“ segir Heiða og bætir við að fleiri tilkynningar berist nú en áður vegna vanrækslu foreldra sem séu í einhvers konar neyslu. Þá hafi aldrei verið teknar fleiri skýrslur í Barnahúsi. „Þær voru yfir 130 í byrjun september og þar af eru á milli 70 til 80 mál vegna líkamlegs ofbeldis og það eru hærri tölur en við höfum áður séð á Íslandi. Allt árið í fyrra bárust um 150 mál í skýrslutökur í Barnahúsi vegna ofbeldis, en það virðist vera að það verði miklu hærri tölur í ár og árið í fyrra var þó metár,“ segir Heiða. Málin séu misjöfn. „Stundum er þetta alvarlegt ofbeldi sem verður til þess að börnin eru fjarlægð af heimilinu. Í öðrum tilfellum er þetta ekki eins alvarlegt og þá eru börnin áfram inni á heimili sínu en þá er það hlutverk barnaverndarnefndanna að veita stuðning og aðstoð til að bæta aðstæður þessara barna,“ segir Heiða Björg Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 um 15,6 prósent miðað við árið á undan og um 24,2 prósent ef miðað er við fyrstu sex mánuði ársins 2018. „Þetta eru tilkynningar um allt mögulegt en það sem við sjáum er að tilkynningar um ofbeldi og vanrækslu virðast vera yfir meðaltali marga mánuði í röð og nánast viðvarandi síðan Covid hófst,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fjöldi tilkynninga á fyrstu sjö mánuðum ársins 2020 var 7.325 tilkynningar. Flestar tilkynningar voru vegna vanrækslu eða 43,4 prósent og voru 29,4 prósent vegna ofbeldis. „Þegar það er álag á heimilunum, eins og var í vor og er kannski að einhverju leyti áfram, þá eykst ofbeldi og þá eykst vanræksla og drykkja foreldra og annað slíkt og þessar tölur eru að endurspegla þennan veruleika,“ segir Heiða og bætir við að fleiri tilkynningar berist nú en áður vegna vanrækslu foreldra sem séu í einhvers konar neyslu. Þá hafi aldrei verið teknar fleiri skýrslur í Barnahúsi. „Þær voru yfir 130 í byrjun september og þar af eru á milli 70 til 80 mál vegna líkamlegs ofbeldis og það eru hærri tölur en við höfum áður séð á Íslandi. Allt árið í fyrra bárust um 150 mál í skýrslutökur í Barnahúsi vegna ofbeldis, en það virðist vera að það verði miklu hærri tölur í ár og árið í fyrra var þó metár,“ segir Heiða. Málin séu misjöfn. „Stundum er þetta alvarlegt ofbeldi sem verður til þess að börnin eru fjarlægð af heimilinu. Í öðrum tilfellum er þetta ekki eins alvarlegt og þá eru börnin áfram inni á heimili sínu en þá er það hlutverk barnaverndarnefndanna að veita stuðning og aðstoð til að bæta aðstæður þessara barna,“ segir Heiða Björg
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira