Arnar Daði sendi skilaboð í Hafnarfjörðinn: Þurfa að gera talsvert betur Andri Már Eggertsson skrifar 10. september 2020 21:59 Arnar Daði Arnarsson kom Gróttu upp í efstu deild í fyrstu tilraun sem aðalþjálfari í meistaraflokksbolta. vísir/s2s Það var háspennuleikur á Seltjarnarnesi þar sem nýliðar Gróttu sýndu mikinn karakter og gáfu Haukum alvöru leik sem endaði með 19-20 sigri gestanna. „Það er ekkert spurt um það hvort úrslitin hafi verið sanngjörn það er öllum skítsama um það því við fengum ekkert úr þessu nema það að við sýndum góða frammistöðu og það sem við lögðum í leikinn þar sem erfitt er að biðja um meira nema að skora tvö mörk í viðbót,” sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, og bætti við að hans lið hefði svarað mörgum spekingum í kvöld. Gróttumenn mættu vel gíraðir til leiks og byrjuðu leikinn af miklum krafti þar sem þeir komust í stöðuna 4-1 snemma sem setti Haukana undir mikla pressu. „Það er mikilvægt í svona leikjum við vorum að mæta einu af bestu liðum landsins og á móti þeim gengur ekki að vera að lenda nokkrum mörkum undir, það mun ekki skipta neinu máli á móti hverju við spilum í vetur við þurfum alltaf að eiga svona leik,” sagði Arnar Daði. Án þriggja manna og Hannes sá rautt „Það sem vantaði upp á var bara ég við erum með óreyndan þjálfara samkvæmt spekingum út í bæ, nei ég veit það ekki, við skorum bara 19 mörk en það vantar Japanann okkar, Daníel Griffin, Jóhann Reyni og síðan fær Hannes Grimm rautt þegar 15 mínútur eru eftir af leiknum,” sagði Arnar Daði sem telur að liðið sitt þurfi að æfa meira. Arnar Daða fannst hans lið svara vel þegar Hannes Grimm fór af velli, þeir settu Haukana í mikil vandræði og segir hann að Haukarnir þurfi að gera talsvert betur en þetta og sendir hann kveðjur í Hafnarfjörðinn. Það voru tveir kaflar hjá Gróttu sem reyndist þeim afar dýrkeyptir. Þeir skoruðu fyrsta mark sitt í seinni hálfleik eftir 9 mínútur og síðan skoruðu þeir aðeins eitt mark á síðustu sjö mínútum leiksins. „Kom mér á óvart að hann skyldi hætta“ „Ég tek markið sem Haukar skoruðu í lok fyrri hálfleiks á mig þar sem ég er ungur og graður þjálfari sem vill skora og tek markmanninn útaf í lokasókninni, við áttum síðan bara tvö skot á fyrstu 10 mínútum leiksins það er hluti sem við þurfum bara að læra,” sagði Arnar Daði og bætti hann við að liðið á eftir að bæta sig talsvert. Grótta fékk til sín Japanann Satoru Goto fyrir tímabil en hann var ekki kominn með leikheimild fyrir leikinn í dag. „Ég er búinn að bíða í tvo mánuði og hef ég ekki hugmynd hvenær það má gera ráð fyrir honum. Það næst ekkert í Utanríkisráðurneytið og gæti ég þurft að hringja í Áslaugu Örnu frænku mína.” Það vakti athygli að Bergur Elí Rúnarsson hætti óvænt skömmu fyrir mót og ætlar ekki að taka slaginn með Gróttu í vetur sem hann hafði skrifað undir hjá fyrir tímabilið. „Það kom mér á óvart að hann skyldi hætta, það gerir það alltaf þegar leikmenn hætta 2-3 vikum fyrir mótið en þetta er hans ákvörðun sem hann þarf að eiga við sig,” sagði Arnar Daði að lokum. Olís-deild karla Grótta Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 22:00 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Sjá meira
Það var háspennuleikur á Seltjarnarnesi þar sem nýliðar Gróttu sýndu mikinn karakter og gáfu Haukum alvöru leik sem endaði með 19-20 sigri gestanna. „Það er ekkert spurt um það hvort úrslitin hafi verið sanngjörn það er öllum skítsama um það því við fengum ekkert úr þessu nema það að við sýndum góða frammistöðu og það sem við lögðum í leikinn þar sem erfitt er að biðja um meira nema að skora tvö mörk í viðbót,” sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, og bætti við að hans lið hefði svarað mörgum spekingum í kvöld. Gróttumenn mættu vel gíraðir til leiks og byrjuðu leikinn af miklum krafti þar sem þeir komust í stöðuna 4-1 snemma sem setti Haukana undir mikla pressu. „Það er mikilvægt í svona leikjum við vorum að mæta einu af bestu liðum landsins og á móti þeim gengur ekki að vera að lenda nokkrum mörkum undir, það mun ekki skipta neinu máli á móti hverju við spilum í vetur við þurfum alltaf að eiga svona leik,” sagði Arnar Daði. Án þriggja manna og Hannes sá rautt „Það sem vantaði upp á var bara ég við erum með óreyndan þjálfara samkvæmt spekingum út í bæ, nei ég veit það ekki, við skorum bara 19 mörk en það vantar Japanann okkar, Daníel Griffin, Jóhann Reyni og síðan fær Hannes Grimm rautt þegar 15 mínútur eru eftir af leiknum,” sagði Arnar Daði sem telur að liðið sitt þurfi að æfa meira. Arnar Daða fannst hans lið svara vel þegar Hannes Grimm fór af velli, þeir settu Haukana í mikil vandræði og segir hann að Haukarnir þurfi að gera talsvert betur en þetta og sendir hann kveðjur í Hafnarfjörðinn. Það voru tveir kaflar hjá Gróttu sem reyndist þeim afar dýrkeyptir. Þeir skoruðu fyrsta mark sitt í seinni hálfleik eftir 9 mínútur og síðan skoruðu þeir aðeins eitt mark á síðustu sjö mínútum leiksins. „Kom mér á óvart að hann skyldi hætta“ „Ég tek markið sem Haukar skoruðu í lok fyrri hálfleiks á mig þar sem ég er ungur og graður þjálfari sem vill skora og tek markmanninn útaf í lokasókninni, við áttum síðan bara tvö skot á fyrstu 10 mínútum leiksins það er hluti sem við þurfum bara að læra,” sagði Arnar Daði og bætti hann við að liðið á eftir að bæta sig talsvert. Grótta fékk til sín Japanann Satoru Goto fyrir tímabil en hann var ekki kominn með leikheimild fyrir leikinn í dag. „Ég er búinn að bíða í tvo mánuði og hef ég ekki hugmynd hvenær það má gera ráð fyrir honum. Það næst ekkert í Utanríkisráðurneytið og gæti ég þurft að hringja í Áslaugu Örnu frænku mína.” Það vakti athygli að Bergur Elí Rúnarsson hætti óvænt skömmu fyrir mót og ætlar ekki að taka slaginn með Gróttu í vetur sem hann hafði skrifað undir hjá fyrir tímabilið. „Það kom mér á óvart að hann skyldi hætta, það gerir það alltaf þegar leikmenn hætta 2-3 vikum fyrir mótið en þetta er hans ákvörðun sem hann þarf að eiga við sig,” sagði Arnar Daði að lokum.
Olís-deild karla Grótta Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 22:00 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 22:00
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti