„Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2020 11:13 Sara Sweeney slökkviliðsmaður á vettvangi Gaupu-eldsins svokallaða sem nú logar í Angeles-þjóðgarðinum. Getty/David McNew/Stringer Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. Hvassir vindar og hár lofthiti gera slökkviliðsmönnum erfitt fyrir í baráttunni við eldana. Hátt í fimmtíu stiga hiti hefur mælst á svæðinu undanfarna daga en dagurinn í gær var „svalur“, að sögn kvikmyndatökumannsins, aðeins um þrjátíu stiga hiti. Gróðureldar loga nú víða á vesturströnd Bandaríkjanna. Rúmlega hálf milljón íbúar Oregonríkis hafa þurft að flýja heimili sín undan eldunum og þá er ástandið einnig afar slæmt í Washington og Kaliforníu. G. Magni Ágústsson kvikmyndatökumaður býr og starfar í Los Angeles. Hann lýsti því í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun að stór eldur hefði logað stjórnlaust norðan við borgina að undanförnu en nú væri búið að ná tökum á honum. Fleiri eldar loga þó í grennd við borgina, nánar tiltekið í fjöllunum í Angeles-þjóðgarðinum. Þá hefði hitabylgja gengið yfir Los Angeles um síðustu helgi, sem ekki hefði bætt ástandið. „Þar sem við búum var hátt í 50 gráðu hiti en það hefur verið svo mikill reykur yfir borginni að hitinn hefur lækkað og það var frekar svalt í dag, ekki nema þrjátíu og ein, tvær gráður, […9 Sólin sést bara sem gulur blettur. Birtan er frekar brún og það er reykur yfir öllu,“ sagði Magni. „Og af því að vindurinn kemur að norðan þá fáum við líka Norður-Kaliforníureykinn yfir okkur og alla öskuna og allt saman. Það snjóar stundum hálfgerðum púðursnjó.“ Þá lýsti Magni mikilli þurrkatíð á svæðinu sem einnig er til þess fallin að bæta í eldsmatinn. „Ég man ekki hvenær rigndi hjá okkur síðast. Ég held það hafi verið í maí, júní, þá rigndi í einhvern klukkutíma. Þannig að það rignir mjög lítið,“ sagði Magni. „Um helgina var meðalvindhraðinn svona 15 m/s og vindhviðurnar um 25 m/s, þannig að þetta er mjög öflugt.“ Rúmlega hundrað eldar loga nú í tólf ríkjum á vesturströnd Bandaríkjanna. Að minnsta kosti tíu hafa látist í Kaliforníu og eignatjón er gífurlegt. Alls hafa rúmlega fjórar milljónir ekra brunnið, svæði á stærð við Wales. Einn stærsti eldurinn, sem kallaður er Almeda-eldurinn, logar í grennd við landamæri Oregon að Kalíforníu. Grunur leikur á íkveikju í því tilfelli en að minnsta kosti tvö dauðsföll eru rakin til eldsins og hundruð húsa hafa orðið honum að bráð. Viðtalið við Magna í Bítinu má hlusta á í heild hér fyrir neðan. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14 Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. Hvassir vindar og hár lofthiti gera slökkviliðsmönnum erfitt fyrir í baráttunni við eldana. Hátt í fimmtíu stiga hiti hefur mælst á svæðinu undanfarna daga en dagurinn í gær var „svalur“, að sögn kvikmyndatökumannsins, aðeins um þrjátíu stiga hiti. Gróðureldar loga nú víða á vesturströnd Bandaríkjanna. Rúmlega hálf milljón íbúar Oregonríkis hafa þurft að flýja heimili sín undan eldunum og þá er ástandið einnig afar slæmt í Washington og Kaliforníu. G. Magni Ágústsson kvikmyndatökumaður býr og starfar í Los Angeles. Hann lýsti því í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun að stór eldur hefði logað stjórnlaust norðan við borgina að undanförnu en nú væri búið að ná tökum á honum. Fleiri eldar loga þó í grennd við borgina, nánar tiltekið í fjöllunum í Angeles-þjóðgarðinum. Þá hefði hitabylgja gengið yfir Los Angeles um síðustu helgi, sem ekki hefði bætt ástandið. „Þar sem við búum var hátt í 50 gráðu hiti en það hefur verið svo mikill reykur yfir borginni að hitinn hefur lækkað og það var frekar svalt í dag, ekki nema þrjátíu og ein, tvær gráður, […9 Sólin sést bara sem gulur blettur. Birtan er frekar brún og það er reykur yfir öllu,“ sagði Magni. „Og af því að vindurinn kemur að norðan þá fáum við líka Norður-Kaliforníureykinn yfir okkur og alla öskuna og allt saman. Það snjóar stundum hálfgerðum púðursnjó.“ Þá lýsti Magni mikilli þurrkatíð á svæðinu sem einnig er til þess fallin að bæta í eldsmatinn. „Ég man ekki hvenær rigndi hjá okkur síðast. Ég held það hafi verið í maí, júní, þá rigndi í einhvern klukkutíma. Þannig að það rignir mjög lítið,“ sagði Magni. „Um helgina var meðalvindhraðinn svona 15 m/s og vindhviðurnar um 25 m/s, þannig að þetta er mjög öflugt.“ Rúmlega hundrað eldar loga nú í tólf ríkjum á vesturströnd Bandaríkjanna. Að minnsta kosti tíu hafa látist í Kaliforníu og eignatjón er gífurlegt. Alls hafa rúmlega fjórar milljónir ekra brunnið, svæði á stærð við Wales. Einn stærsti eldurinn, sem kallaður er Almeda-eldurinn, logar í grennd við landamæri Oregon að Kalíforníu. Grunur leikur á íkveikju í því tilfelli en að minnsta kosti tvö dauðsföll eru rakin til eldsins og hundruð húsa hafa orðið honum að bráð. Viðtalið við Magna í Bítinu má hlusta á í heild hér fyrir neðan.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14 Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17
Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14
Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent