Skoska leiðin tekur flugið Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 11. september 2020 11:30 Í vikunni var Loftbrúin kynnt á sama tíma og hún tók gildi en fram til þessa hefur hún gjarnan verið kennd við skosku leiðina Loftbrúin veitir afsláttarkjör á flugi til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni. Forsaga verkefnisins nær til sumarsins 2017 þegar Jón Gunnarsson, þáverandi samgönguráðherra stofnaði starfshóp sem átti að skoða hvaða valkostir væru í stöðunni til að efla innanlandsflugið og flugvallakerfi landsins. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leiddi vinnu hópsins sem skilaði af sér viðamikilli skýrslu í lok árs 2018. Meðal tillagna hópsins var að: „Skilgreind verði svæði landsins þar sem íbúar sem ferðast í einkaerindum njóta 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum til og frá svæðinu, þó að hámarki órar ferðir (8 leggir) á hvern einstakling á meðan reynsla er að komast á kerfið.“ Niðurstaðan var að skoska leiðin yrði farin og innanlandsflugið yrði hluti af almenningssamgöngum landsins. Í útfærslunni sem var kynnt í flugstöðinni á Egilsstaðarflugvelli er gert ráð fyrir 40% afslætti af flugmiðanum og þrjár ferðir á ári (sex flugvellir). Svona gerast hlutirnir og við á landsbyggðinni uppskerum. Við fögnum því þessum tímamótum sem munu jafna aðstöðumun okkar sem búum fjarri höfuðborginni. Hver verða svo þau áhrif sem loftbrúin mun hafa í för með sér. Hún hefur án efa áhrif á val fólks um að taka loks skrefið og flytja út á land, þannig losnar um þann flöskuháls sem hefur verið við lýði hjá landsbyggðinni að fjölskyldur hafa veigrað sér við því að flytja austur á land vegna þess hve dýrt innanlandsflugið hefur verið. Kostnaðurinn hefur jafnast á við að einstaklingur frá Reykjavík skelli sér erlendis í borgarferð með gistingu en einstaklingur á landsbyggðinni hefur einungis komist suður fyrir sömu fjárhæð og ef til vill dýrara í flestum tilvikum. Við hvetjum því fólk um allt land til að kynna sér kjör loftbrúarinnar og bjóðum þau velkomin í nýtt sameinað sveitarfélag. Horfum fram í tímann og tökum á móti þeim fjölskyldum sem munu nú kjósa að flytja austur á land. Nóg framboð verður að vera á íbúðarhúsnæði, góðri grunnþjónustu, nægum leikskólaplássum og fjölbreyttum atvinnutækifærum. Sjálfstæðisflokkurinn í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi veit hversu mikilvægt er að hafa þessa grunnþætti í lagi og munum leggja mikla áherslu á að vinna að þeim hratt og örugglega í öllum þeim byggðakjörnum sem nú sameinast undir einni sveitarstjórn. Verið velkomin í nýtt sameiginlegt sveitarfélag á Austurlandi. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Djúpivogur Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni var Loftbrúin kynnt á sama tíma og hún tók gildi en fram til þessa hefur hún gjarnan verið kennd við skosku leiðina Loftbrúin veitir afsláttarkjör á flugi til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni. Forsaga verkefnisins nær til sumarsins 2017 þegar Jón Gunnarsson, þáverandi samgönguráðherra stofnaði starfshóp sem átti að skoða hvaða valkostir væru í stöðunni til að efla innanlandsflugið og flugvallakerfi landsins. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leiddi vinnu hópsins sem skilaði af sér viðamikilli skýrslu í lok árs 2018. Meðal tillagna hópsins var að: „Skilgreind verði svæði landsins þar sem íbúar sem ferðast í einkaerindum njóta 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum til og frá svæðinu, þó að hámarki órar ferðir (8 leggir) á hvern einstakling á meðan reynsla er að komast á kerfið.“ Niðurstaðan var að skoska leiðin yrði farin og innanlandsflugið yrði hluti af almenningssamgöngum landsins. Í útfærslunni sem var kynnt í flugstöðinni á Egilsstaðarflugvelli er gert ráð fyrir 40% afslætti af flugmiðanum og þrjár ferðir á ári (sex flugvellir). Svona gerast hlutirnir og við á landsbyggðinni uppskerum. Við fögnum því þessum tímamótum sem munu jafna aðstöðumun okkar sem búum fjarri höfuðborginni. Hver verða svo þau áhrif sem loftbrúin mun hafa í för með sér. Hún hefur án efa áhrif á val fólks um að taka loks skrefið og flytja út á land, þannig losnar um þann flöskuháls sem hefur verið við lýði hjá landsbyggðinni að fjölskyldur hafa veigrað sér við því að flytja austur á land vegna þess hve dýrt innanlandsflugið hefur verið. Kostnaðurinn hefur jafnast á við að einstaklingur frá Reykjavík skelli sér erlendis í borgarferð með gistingu en einstaklingur á landsbyggðinni hefur einungis komist suður fyrir sömu fjárhæð og ef til vill dýrara í flestum tilvikum. Við hvetjum því fólk um allt land til að kynna sér kjör loftbrúarinnar og bjóðum þau velkomin í nýtt sameinað sveitarfélag. Horfum fram í tímann og tökum á móti þeim fjölskyldum sem munu nú kjósa að flytja austur á land. Nóg framboð verður að vera á íbúðarhúsnæði, góðri grunnþjónustu, nægum leikskólaplássum og fjölbreyttum atvinnutækifærum. Sjálfstæðisflokkurinn í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi veit hversu mikilvægt er að hafa þessa grunnþætti í lagi og munum leggja mikla áherslu á að vinna að þeim hratt og örugglega í öllum þeim byggðakjörnum sem nú sameinast undir einni sveitarstjórn. Verið velkomin í nýtt sameiginlegt sveitarfélag á Austurlandi. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar