Sjö ára fangelsi staðfest í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2020 15:29 Austin Mini bíllinn sem fíkniefnin fundust í. Landsréttur staðfesti í dag sjö ára fangelsisdóm yfir Þjóðverjanum Heinz Bernhard Sommer fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. Mennirnir voru handteknir laugardaginn 3. ágúst við komuna til landsins með Norrænu í ágúst í fyrra. Sommer áfrýjaði dómnum úr héraði ólíkt Victor Sorin Epifanov, rúmenskum samverkamanni, sem afplánar dóm sinn. Efnin voru flutt til Íslands með Norrænu.Vísir/JóiK Fíkniefnin voru falin í innanverðri farangursgeymslu bíls af gerðinni Austin Mini Cooper með þýsku skráningarnúmeri. Var bílnum ekið frá Þýskalandi til Danmerkur þar sem hann fór um borð í Norrænu. Var amfetamínið tæplega 70 prósent að styrkleika en kókaínið tæp 82 prósent. Um er að ræða eitt mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Verjandi Sommer tók sér frest til að meta hvort sótt yrði um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Þótti ekki grunsamlegt að fá fría ferð með uppihaldi og gistingu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í febrúar kom fram að Epifanov og Sommer hefðu ferðast til Íslands árið 2018 á sama bíl og þeir voru á þegar þeir voru handteknir á síðasta ári. Sommer sagðist þá hafa verið í fríi hér á landi og ekki þótt neitt undarlegt við það að Epifanov hafi greitt allt fyrir Sommer í ferðinni. Epifanov gaf þá skýringu á Íslandsförinni árið 2018 að þeim hafi verið boðið að fara til Íslands að sækja peninga. Eina útskýringin sem hann hafi fengið væri sú að einhver ætti að afhenda honum pening hér á landi því það væri svo dýrt að greiða Western Union þóknun fyrir senda peninga á milli landa. Hér má sjá hvernig fíkniefnin voru falin í bílnum, í leynihólfi fyrir neðan farangursgeymsluna. Aðspurður um tilgang ferðarinnar á síðasta ári sagðist hann hafa fengið símtal og hann beðinn um að fara til Íslands og sækja peninga hér á landi, eins og hann hafði gert árið áður. Sagðist hann ekki hafa grunað að tilgangur ferðarinnar væri að smygla eiturlyfjum en taldi þó líklegt að peningurinn sem hann hafði sótt væri ólöglegur. Ótrúverðugt að þeir hafi ekki vitað af fíkniefnunum Í dómi héraðsdóms var leynihólfinu einnig lýst nánar en þar sagði að hólfið hefði verið læst með raflokum sem voru tengdar við stýribúnað með þráðlausu aðgengi eða fjarstýringarbúnaði. Lögreglu var unnt að komast inn í hólfið með því að fjarlægja ytri afturstuðara og opna rennispjald sem búið var að koma fyrir á innri stuðara. Þessu til viðbótar reyndist staðsetningarbúnaður með hollensku símkorti vera falinn í mælaborði bifreiðarinnar. Í dómi héraðdóms sagði einnig að framburður mannanna tveggja yrði, í ljósi allra atvika, að teljast í meginatriðum ótrúverðugur um það að þeim hafi verið alls ókunnugt um raunverulegan tilgang fararinnar og að þeir hafi ekki vitað um fíkniefnin falin í leynihólfi bifreiðarinnar þegar þeir komu til landsins. Dómsmál Norræna Smygl Tengdar fréttir Með gríðarlegt magn fíkniefna falið í fjarstýrðu leynihólfi Rúmeninn Victor Sorin Epifanov gaf þá skýringu á Íslandsför hans og Þjóðverjans Heinz Bernhard Sommer að þeir hefðu verið að sækja peninga fyrir þriðja aðila, þar sem og dýrt væri að senda þá milli landa með peningamillifærslu Western Union. 10. febrúar 2020 21:56 Sjö ára fangelsi fyrir eitt mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar Þjóðverjinn Heinz Bernhard Sommer og Rúmeninn Victor Sorin Epifanov hafa verið dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 10. febrúar 2020 13:52 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag sjö ára fangelsisdóm yfir Þjóðverjanum Heinz Bernhard Sommer fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. Mennirnir voru handteknir laugardaginn 3. ágúst við komuna til landsins með Norrænu í ágúst í fyrra. Sommer áfrýjaði dómnum úr héraði ólíkt Victor Sorin Epifanov, rúmenskum samverkamanni, sem afplánar dóm sinn. Efnin voru flutt til Íslands með Norrænu.Vísir/JóiK Fíkniefnin voru falin í innanverðri farangursgeymslu bíls af gerðinni Austin Mini Cooper með þýsku skráningarnúmeri. Var bílnum ekið frá Þýskalandi til Danmerkur þar sem hann fór um borð í Norrænu. Var amfetamínið tæplega 70 prósent að styrkleika en kókaínið tæp 82 prósent. Um er að ræða eitt mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Verjandi Sommer tók sér frest til að meta hvort sótt yrði um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Þótti ekki grunsamlegt að fá fría ferð með uppihaldi og gistingu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í febrúar kom fram að Epifanov og Sommer hefðu ferðast til Íslands árið 2018 á sama bíl og þeir voru á þegar þeir voru handteknir á síðasta ári. Sommer sagðist þá hafa verið í fríi hér á landi og ekki þótt neitt undarlegt við það að Epifanov hafi greitt allt fyrir Sommer í ferðinni. Epifanov gaf þá skýringu á Íslandsförinni árið 2018 að þeim hafi verið boðið að fara til Íslands að sækja peninga. Eina útskýringin sem hann hafi fengið væri sú að einhver ætti að afhenda honum pening hér á landi því það væri svo dýrt að greiða Western Union þóknun fyrir senda peninga á milli landa. Hér má sjá hvernig fíkniefnin voru falin í bílnum, í leynihólfi fyrir neðan farangursgeymsluna. Aðspurður um tilgang ferðarinnar á síðasta ári sagðist hann hafa fengið símtal og hann beðinn um að fara til Íslands og sækja peninga hér á landi, eins og hann hafði gert árið áður. Sagðist hann ekki hafa grunað að tilgangur ferðarinnar væri að smygla eiturlyfjum en taldi þó líklegt að peningurinn sem hann hafði sótt væri ólöglegur. Ótrúverðugt að þeir hafi ekki vitað af fíkniefnunum Í dómi héraðsdóms var leynihólfinu einnig lýst nánar en þar sagði að hólfið hefði verið læst með raflokum sem voru tengdar við stýribúnað með þráðlausu aðgengi eða fjarstýringarbúnaði. Lögreglu var unnt að komast inn í hólfið með því að fjarlægja ytri afturstuðara og opna rennispjald sem búið var að koma fyrir á innri stuðara. Þessu til viðbótar reyndist staðsetningarbúnaður með hollensku símkorti vera falinn í mælaborði bifreiðarinnar. Í dómi héraðdóms sagði einnig að framburður mannanna tveggja yrði, í ljósi allra atvika, að teljast í meginatriðum ótrúverðugur um það að þeim hafi verið alls ókunnugt um raunverulegan tilgang fararinnar og að þeir hafi ekki vitað um fíkniefnin falin í leynihólfi bifreiðarinnar þegar þeir komu til landsins.
Dómsmál Norræna Smygl Tengdar fréttir Með gríðarlegt magn fíkniefna falið í fjarstýrðu leynihólfi Rúmeninn Victor Sorin Epifanov gaf þá skýringu á Íslandsför hans og Þjóðverjans Heinz Bernhard Sommer að þeir hefðu verið að sækja peninga fyrir þriðja aðila, þar sem og dýrt væri að senda þá milli landa með peningamillifærslu Western Union. 10. febrúar 2020 21:56 Sjö ára fangelsi fyrir eitt mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar Þjóðverjinn Heinz Bernhard Sommer og Rúmeninn Victor Sorin Epifanov hafa verið dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 10. febrúar 2020 13:52 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Með gríðarlegt magn fíkniefna falið í fjarstýrðu leynihólfi Rúmeninn Victor Sorin Epifanov gaf þá skýringu á Íslandsför hans og Þjóðverjans Heinz Bernhard Sommer að þeir hefðu verið að sækja peninga fyrir þriðja aðila, þar sem og dýrt væri að senda þá milli landa með peningamillifærslu Western Union. 10. febrúar 2020 21:56
Sjö ára fangelsi fyrir eitt mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar Þjóðverjinn Heinz Bernhard Sommer og Rúmeninn Victor Sorin Epifanov hafa verið dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 10. febrúar 2020 13:52