Sænskur landsliðsmaður í Stjörnuna: Leit alltaf upp til Hlyns og þekki Ægi Sindri Sverrisson skrifar 11. september 2020 18:50 Alexander Lindqvist segir skemmtilegt fyrir strákana sína að prófa að búa á Íslandi. mynd/stöð 2 Sænski landsliðsmaðurinn Alexander Lindqvist er fluttur til Íslands með fjölskyldu sinni og mun spila með deildarmeisturum Stjörnunnar á komandi körfuboltaleiktíð. „Ég talaði við nokkur sænsk félög en á síðustu stundu hringdi Stjarnan. Mér fannst þetta hljóma eins og skemmtileg reynsla, og að það yrði gaman að spila með leikmönnum sem ég mætti í Svíþjóð,“ sagði Alexander við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Alexander er 29 ára gamall framherji sem ætti að styrkja lið Stjörnunnar umtalsvert mikið. Hann hefur leikið hefur stærstan hluta ferilsins með toppliðum í sænsku úrvalsdeildinni, lengst af með Södertälje, en einnig í Grikklandi og Belgíu og síðasta vetur lék hann í næstefstu deild Spánar. Í Svíþóð hefur Alexander meðal annars leikið gegn Hlyni Bæringssyni og Ægi Þór Steinarssyni, nýjum samherjum sínum hjá Stjörnunni, sem og fleiri Íslendingum. „Hlynur var alltaf frábær í sænsku deildinni og einn af þeim sem að ég leit alltaf upp til. Það verður því mjög gaman að spila með honum. Við Ægir spiluðum raunar saman þegar við vorum yngri, í búðum í Frakklandi, svo ég þekki hann aðeins. Það verður gaman að spila með honum því hann spilar hratt og með mikilli orku,“ segir Alexander, sem á annars eftir að kynnast Dominos-deildinni betur: „Ég veit ekki margt, ef ég á að vera hreinskilinn. Ég veit að bestu liðin eiga að vera svipuð og í sænsku deildinni, en þau sem eru neðar eru kannski eitthvað lakari, en ég kom bara til að njóta þess að spila í besta liðinu og markmiðið okkar er að vinna. Við stefnum á titilinn,“ sagði Alexander. Strákarnir geta lært smá íslensku Alexander og fjölskylda hans hafa verið í sóttkví síðustu fimm daga eftir komuna til landsins en eru að koma sér vel fyrir: „Já, þetta verður skemmtileg reynsla fyrir þau líka. Strákarnir geta lært smá íslensku í leikskólanum,“ sagði Alexander, og sagði kórónuveirufaraldurinn ekki hafa neitt um það að segja að hann kæmi til Íslands: „Nei, í raun ekki. Ég ætlaði mér alltaf að spila, hvar sem það yrði í Evrópu. Ísland hefur tekist á við þetta með sínum hætti, sem ég hef trú á enda fáum við að spila fyrir framan áhorfendur.“ Stjarnan sækir vel skipað lið Vals heim í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar en tímabilið á að hefjast 1. október. Klippa: Sportpakkinn - Stjarnan fær sænskan landsliðsmann Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
Sænski landsliðsmaðurinn Alexander Lindqvist er fluttur til Íslands með fjölskyldu sinni og mun spila með deildarmeisturum Stjörnunnar á komandi körfuboltaleiktíð. „Ég talaði við nokkur sænsk félög en á síðustu stundu hringdi Stjarnan. Mér fannst þetta hljóma eins og skemmtileg reynsla, og að það yrði gaman að spila með leikmönnum sem ég mætti í Svíþjóð,“ sagði Alexander við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Alexander er 29 ára gamall framherji sem ætti að styrkja lið Stjörnunnar umtalsvert mikið. Hann hefur leikið hefur stærstan hluta ferilsins með toppliðum í sænsku úrvalsdeildinni, lengst af með Södertälje, en einnig í Grikklandi og Belgíu og síðasta vetur lék hann í næstefstu deild Spánar. Í Svíþóð hefur Alexander meðal annars leikið gegn Hlyni Bæringssyni og Ægi Þór Steinarssyni, nýjum samherjum sínum hjá Stjörnunni, sem og fleiri Íslendingum. „Hlynur var alltaf frábær í sænsku deildinni og einn af þeim sem að ég leit alltaf upp til. Það verður því mjög gaman að spila með honum. Við Ægir spiluðum raunar saman þegar við vorum yngri, í búðum í Frakklandi, svo ég þekki hann aðeins. Það verður gaman að spila með honum því hann spilar hratt og með mikilli orku,“ segir Alexander, sem á annars eftir að kynnast Dominos-deildinni betur: „Ég veit ekki margt, ef ég á að vera hreinskilinn. Ég veit að bestu liðin eiga að vera svipuð og í sænsku deildinni, en þau sem eru neðar eru kannski eitthvað lakari, en ég kom bara til að njóta þess að spila í besta liðinu og markmiðið okkar er að vinna. Við stefnum á titilinn,“ sagði Alexander. Strákarnir geta lært smá íslensku Alexander og fjölskylda hans hafa verið í sóttkví síðustu fimm daga eftir komuna til landsins en eru að koma sér vel fyrir: „Já, þetta verður skemmtileg reynsla fyrir þau líka. Strákarnir geta lært smá íslensku í leikskólanum,“ sagði Alexander, og sagði kórónuveirufaraldurinn ekki hafa neitt um það að segja að hann kæmi til Íslands: „Nei, í raun ekki. Ég ætlaði mér alltaf að spila, hvar sem það yrði í Evrópu. Ísland hefur tekist á við þetta með sínum hætti, sem ég hef trú á enda fáum við að spila fyrir framan áhorfendur.“ Stjarnan sækir vel skipað lið Vals heim í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar en tímabilið á að hefjast 1. október. Klippa: Sportpakkinn - Stjarnan fær sænskan landsliðsmann
Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira