Upplýsa þurfi konur af erlendum uppruna um tilvist Kvennaathvarfsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2020 11:24 Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu. Vísir Átta af tíu konum af erlendum uppruna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu og tóku þátt í rannsókn á vegum athvarfsins vissu ekki af tilvist þess eða að þær gætu leitað þangað vegna heimilisofbeldis. Verkefnastýra athvarfsins segir það alvarlegt og telur að upplýsa þurfi fólk af erlendum uppruna um athvarfið við komuna hingað til lands. „Þær vissu ekki að það væri athvarf og þær vissu ekki að þær gætu komið. Í einhverjum tilfellum var gerandinn búinn að segja þeim að Kvennaathvarfið væri bara fyrir konur í neyslu og konur sem væru geðveikar og nýttu sér þannig þekkingarleysi kvennanna,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, í samtali við fréttastofu. Í rannsókninni var talað við tíu konur af erlendum uppruna sem dvalið höfðu í kvennaathvarfinu á tímabilinu 1. ágúst 2019 til 29. febrúar 2020. Níu þeirra voru beittar andlegum ofbeldi, átta líkamlegu ofbeldi og sjö fjárhagslegu ofbeldi. Sex þeirra áttu börn og sögðu þrjár mæðranna að ofbeldið hafi beinst beint eða óbeint að börnunum. Öll börn þessara kvenna voru með í dvöl í athvarfinu. Helmingur ofbeldismanna erlendra kvenna íslenskir Þrjár kvennanna höfðu fengið morðhótun, fjórar verið beittar kynferðislegu ofbeldi, þrjár höfðu verið teknar kyrkingartaki, þrjár orðið fyrir stafrænu ofbeldi og ein hafði upplifað eltihrelli. Allir gerendurnir voru karlar og í tilfellum sex kvennanna var gerandi núverandi eiginmaður. Einn var kærasti, einn fyrrverandi kærasti, einn sambýlismaður og einn var fyrrverandi sambýlismaður. Fimm gerendanna voru af íslenskum uppruna og fimm af erlendum. „Af hverju er ekki hægt að hafa eitthvað kerfi þegar fólk kemur hingað til lands að það þurfi að fræðast um úrræðin sem eru í boði og hvað megi og megi ekki hér á landi. Þetta væri svo mikil forvörn,“ segir Drífa. Hún segir eðlilegt að upplýsa fólk af erlendum uppruna um það sem tíðkast hér á landi. Það sé ekki sjálfgefið að fólk viti hvað megi og megi ekki hér. „Fólk af erlendum uppruna hefur sína menningu og viðhorf og það verður að taka tillit til þess þegar fólk kemur hingað og segja þeim að hér séu mögulega önnur viðhorf.“ Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stór hluti barna af erlendum uppruna orðið fyrir ofbeldi alla ævi Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. 11. september 2020 21:30 Afhentu Kvennaathvarfinu yfir 1,4 milljón til baráttunnar gegn heimilisofbeldi 10. júní 2020 15:00 Opna kvennaathvarf á Akureyri síðar í mánuðinum Athvarf fyrir konur og börn þeirra sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis og mun opna á Akureyri síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 12:54 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Blótaði minnihlutaþingmönnum og rauk á dyr Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Sjá meira
Átta af tíu konum af erlendum uppruna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu og tóku þátt í rannsókn á vegum athvarfsins vissu ekki af tilvist þess eða að þær gætu leitað þangað vegna heimilisofbeldis. Verkefnastýra athvarfsins segir það alvarlegt og telur að upplýsa þurfi fólk af erlendum uppruna um athvarfið við komuna hingað til lands. „Þær vissu ekki að það væri athvarf og þær vissu ekki að þær gætu komið. Í einhverjum tilfellum var gerandinn búinn að segja þeim að Kvennaathvarfið væri bara fyrir konur í neyslu og konur sem væru geðveikar og nýttu sér þannig þekkingarleysi kvennanna,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, í samtali við fréttastofu. Í rannsókninni var talað við tíu konur af erlendum uppruna sem dvalið höfðu í kvennaathvarfinu á tímabilinu 1. ágúst 2019 til 29. febrúar 2020. Níu þeirra voru beittar andlegum ofbeldi, átta líkamlegu ofbeldi og sjö fjárhagslegu ofbeldi. Sex þeirra áttu börn og sögðu þrjár mæðranna að ofbeldið hafi beinst beint eða óbeint að börnunum. Öll börn þessara kvenna voru með í dvöl í athvarfinu. Helmingur ofbeldismanna erlendra kvenna íslenskir Þrjár kvennanna höfðu fengið morðhótun, fjórar verið beittar kynferðislegu ofbeldi, þrjár höfðu verið teknar kyrkingartaki, þrjár orðið fyrir stafrænu ofbeldi og ein hafði upplifað eltihrelli. Allir gerendurnir voru karlar og í tilfellum sex kvennanna var gerandi núverandi eiginmaður. Einn var kærasti, einn fyrrverandi kærasti, einn sambýlismaður og einn var fyrrverandi sambýlismaður. Fimm gerendanna voru af íslenskum uppruna og fimm af erlendum. „Af hverju er ekki hægt að hafa eitthvað kerfi þegar fólk kemur hingað til lands að það þurfi að fræðast um úrræðin sem eru í boði og hvað megi og megi ekki hér á landi. Þetta væri svo mikil forvörn,“ segir Drífa. Hún segir eðlilegt að upplýsa fólk af erlendum uppruna um það sem tíðkast hér á landi. Það sé ekki sjálfgefið að fólk viti hvað megi og megi ekki hér. „Fólk af erlendum uppruna hefur sína menningu og viðhorf og það verður að taka tillit til þess þegar fólk kemur hingað og segja þeim að hér séu mögulega önnur viðhorf.“
Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stór hluti barna af erlendum uppruna orðið fyrir ofbeldi alla ævi Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. 11. september 2020 21:30 Afhentu Kvennaathvarfinu yfir 1,4 milljón til baráttunnar gegn heimilisofbeldi 10. júní 2020 15:00 Opna kvennaathvarf á Akureyri síðar í mánuðinum Athvarf fyrir konur og börn þeirra sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis og mun opna á Akureyri síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 12:54 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Blótaði minnihlutaþingmönnum og rauk á dyr Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Sjá meira
Stór hluti barna af erlendum uppruna orðið fyrir ofbeldi alla ævi Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. 11. september 2020 21:30
Opna kvennaathvarf á Akureyri síðar í mánuðinum Athvarf fyrir konur og börn þeirra sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis og mun opna á Akureyri síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 12:54