Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. september 2020 19:30 Ríkissjóður hefur greitt um átta milljarðar króna í launagreiðslur starfsmanna ferðaþjónustufyrirtækja á uppsagnarfresti. Vísir/Vilhelm Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. Í lögum um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar fyrirtækja á uppsagnafresti starfsfólks sem tóku gildi í júní á þessu ári kemur fram að stuðningur ríkisins geti að hámarki verið 85% af launakostnaði launamanns á uppsagnafresti þó að hámarki 633.000 á mánuði. Frá því lögin tóku gildi hafa 272 fyrirtæki nýtt sér úrræðið og hafa samtals fengið greitt um átta milljarða króna úr ríkissjóði. Foto: HÞ Icelandair hefur fengið langmesta stuðninginn eða tæpa 2,9 milljarða króna vegna um 1900 starfsmanna. Flugleiðahótel eru næst stærst með 452 milljónir króna vegna 480 starfsmanna, Þá hefur Bláa lónið hefur fengið 425 milljónir vegna 540 starfsmanna. Átta fyrirtæki hafa fengið 100-200 milljónir í uppsagnastyrki. Ef rýnt er í listann af handahófi sést að Flugfélag Íslands hefur fengið 70 milljónir króna, Guide to Iceland um 28 milljónir, Landnámsetrið 18 milljónir, Hótel Húsafell 7,5 milljónir, Grillmarkaðurinn 6,2 milljónir og Tix miðasala um 4,6 milljónir króna. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Uppsagnafrestur starfsfólks er ýmist liðinn eða lýkur um næstu eða þar næstu mánaðarmót en fram kom í hádegisfréttum hjá formanni Samtaka ferðaþjónustunnar að um 90% af starfsfólki í greininni verði horfið úr greininni á næstu mánuðum. Úrræði stjórnvalda dugi skammt. Kallar eftir frekari styrkjum Enn er kallað eftir aðgerðum til hjálpar ferðaþjónustunni. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikilvægt sé að halda lykilfólki áfram í starfi svo hægt sé að rétta ferðaþjónustuna við hraðar þegar hægt verður að fara aftur á fulla ferð. Hann segir mikilvægt að ferðaþjónustan fái sértæka styrki til að „halda loganum lifandi.“ „Þetta snýst allt um það að verja verðmætasköpunaraflið sem liggur í útflutningsatvinnugreinunum, þar er ferðaþjónustan líklegust til að vera kvikust á fæturna fram í tímann þannig að við þurfum að halda loganum lifandi,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kallar eftir því að ferðaþjónustan fái beina styrki frá ríkinu til að halda lykilstarfsmönnum í vinnu. Vísir/vilhelm „Að geta haldið fólkinu, lykilfólkinu sem er með þekkinguna, viðskiptasamböndin, sér um fasteignirnar og tækin, selur inn í næsta sumar til þess að við fáum það út úr greininni sem við getum fengið sem samfélag. Það lágmarkar þá kostnaðinn sem við tökum út á þeim enda. Í rauninni snýst þetta um að leggja minna fé núna fram til að viðhalda verðmætasköpunaraflinu til að fá meira út úr því þegar við komumst af stað aftur.“ Hann segir skynsamlegt að ferðaþjónustan fái beina styrki til að halda fólki í starfi. Hann eigi þá ekki við víðtæka styrki heldur styrki til að halda lykilfólki í starfi. „Við erum með kerfi í gegn um uppsagnarstyrkina sem kemur í veg fyrir misnotkun, það er hægt að nýta það áfram, og það þýðir að við eigum möguleika á að halda loganum lifandi hjá fyrirtækjum sem að skapa verðmæti fyrir okkur öll inn í næsta ár.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair mikilvægt í endurreisn Íslands Uppgangur í flugi og ferðaþjónustu síðasta áratuginn hefur gjörbylt efnahagslífi landsins, skapað verðmæti og störf, bætt lífskjör og haft góð áhrif á byggðaþróun. Samfara hröðum vexti hafa verðmæti innviða aukist til muna. 14. september 2020 17:30 „Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum. 14. september 2020 12:05 Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. Í lögum um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar fyrirtækja á uppsagnafresti starfsfólks sem tóku gildi í júní á þessu ári kemur fram að stuðningur ríkisins geti að hámarki verið 85% af launakostnaði launamanns á uppsagnafresti þó að hámarki 633.000 á mánuði. Frá því lögin tóku gildi hafa 272 fyrirtæki nýtt sér úrræðið og hafa samtals fengið greitt um átta milljarða króna úr ríkissjóði. Foto: HÞ Icelandair hefur fengið langmesta stuðninginn eða tæpa 2,9 milljarða króna vegna um 1900 starfsmanna. Flugleiðahótel eru næst stærst með 452 milljónir króna vegna 480 starfsmanna, Þá hefur Bláa lónið hefur fengið 425 milljónir vegna 540 starfsmanna. Átta fyrirtæki hafa fengið 100-200 milljónir í uppsagnastyrki. Ef rýnt er í listann af handahófi sést að Flugfélag Íslands hefur fengið 70 milljónir króna, Guide to Iceland um 28 milljónir, Landnámsetrið 18 milljónir, Hótel Húsafell 7,5 milljónir, Grillmarkaðurinn 6,2 milljónir og Tix miðasala um 4,6 milljónir króna. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Uppsagnafrestur starfsfólks er ýmist liðinn eða lýkur um næstu eða þar næstu mánaðarmót en fram kom í hádegisfréttum hjá formanni Samtaka ferðaþjónustunnar að um 90% af starfsfólki í greininni verði horfið úr greininni á næstu mánuðum. Úrræði stjórnvalda dugi skammt. Kallar eftir frekari styrkjum Enn er kallað eftir aðgerðum til hjálpar ferðaþjónustunni. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikilvægt sé að halda lykilfólki áfram í starfi svo hægt sé að rétta ferðaþjónustuna við hraðar þegar hægt verður að fara aftur á fulla ferð. Hann segir mikilvægt að ferðaþjónustan fái sértæka styrki til að „halda loganum lifandi.“ „Þetta snýst allt um það að verja verðmætasköpunaraflið sem liggur í útflutningsatvinnugreinunum, þar er ferðaþjónustan líklegust til að vera kvikust á fæturna fram í tímann þannig að við þurfum að halda loganum lifandi,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kallar eftir því að ferðaþjónustan fái beina styrki frá ríkinu til að halda lykilstarfsmönnum í vinnu. Vísir/vilhelm „Að geta haldið fólkinu, lykilfólkinu sem er með þekkinguna, viðskiptasamböndin, sér um fasteignirnar og tækin, selur inn í næsta sumar til þess að við fáum það út úr greininni sem við getum fengið sem samfélag. Það lágmarkar þá kostnaðinn sem við tökum út á þeim enda. Í rauninni snýst þetta um að leggja minna fé núna fram til að viðhalda verðmætasköpunaraflinu til að fá meira út úr því þegar við komumst af stað aftur.“ Hann segir skynsamlegt að ferðaþjónustan fái beina styrki til að halda fólki í starfi. Hann eigi þá ekki við víðtæka styrki heldur styrki til að halda lykilfólki í starfi. „Við erum með kerfi í gegn um uppsagnarstyrkina sem kemur í veg fyrir misnotkun, það er hægt að nýta það áfram, og það þýðir að við eigum möguleika á að halda loganum lifandi hjá fyrirtækjum sem að skapa verðmæti fyrir okkur öll inn í næsta ár.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair mikilvægt í endurreisn Íslands Uppgangur í flugi og ferðaþjónustu síðasta áratuginn hefur gjörbylt efnahagslífi landsins, skapað verðmæti og störf, bætt lífskjör og haft góð áhrif á byggðaþróun. Samfara hröðum vexti hafa verðmæti innviða aukist til muna. 14. september 2020 17:30 „Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum. 14. september 2020 12:05 Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Icelandair mikilvægt í endurreisn Íslands Uppgangur í flugi og ferðaþjónustu síðasta áratuginn hefur gjörbylt efnahagslífi landsins, skapað verðmæti og störf, bætt lífskjör og haft góð áhrif á byggðaþróun. Samfara hröðum vexti hafa verðmæti innviða aukist til muna. 14. september 2020 17:30
„Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum. 14. september 2020 12:05
Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30