Erlent

Fjórir dæmdir eftir að 39 fundust látin í vöru­bíl

Atli Ísleifsson skrifar
Fólkið fannst í kælirými vörubílsins þann 23. október 2019 í Grays í Essex.
Fólkið fannst í kælirými vörubílsins þann 23. október 2019 í Grays í Essex. EPA

Dómstóll í Víetnam hefur dæmt fjóra einstaklinga til fangelsisvistar fyrir að hafa skipulagt ferð sem lauk með að 39 fundust látin í vörubíl á iðnaðarsvæði fyrir utan London á síðasta ári.

Hin dæmdu fengu fangelsisdóma á bilinu tvö og hálft ár og í sjö og hálft ár fyrir að hafa skipulagt ólöglegan flutning fólks úr landi.

Víetnamskir fjölmiðlar hafa eftir Nguyen Dinh Gia, sonur hvers dó í vörubílnum, telur ekki að rétt sé að fangelsa fólkið. Það hafi einungis reynt að aðstoða fólkið sem fórst.

„Hann var fullorðinn, tók sjálfstæða ákvörðun og lagði í ferðina með frjálsum og fúsum vilja með það að markmiði að bæta líf sitt. Að græða pening til að draga úr fátækt okkar,“ sagði hann um son sinn.

Margir handteknir

Hin látnu fundust í kælirými vörubílsins þann 23. október 2019 í Grays í Essex eftir að honum hafði verið komið til landsins í ferju frá Zeebrugge í Belgíu. Þau létust úr súrefnisskorti.

Búið er að handtaka fjölda manns vegna málsins, þar á meðal í Bretlandi, Frakklandi og Belgíu. Þannig hefur ökumaður vörubílsins játað aðild sína að málinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×