Öxlum ábyrgð á alþjóðavettvangi Sóley Tómasdóttir skrifar 15. september 2020 12:45 Allar framfarir í þágu mannréttinda í heiminum hafa byggt á vitundarvakningu um reynsluheim fólks, þar sem bent hefur verið á það sem betur má fara. Kynbundið ofbeldi var tabú þar til hugrakkar konur tóku sig saman, sögðu frá, leituðu stuðnings og kröfðust aðgerða. Allar aðrar kynhneigðir en gagnkynhneigð voru tabú framundir lok síðustu aldar, transfólk gat ekki verið það sjálft, fatlað fólk var lokað inni á stofnunum, útlendingar héldu sig í útlöndum að mestu og fátækt fólk gat sjálfu sér um kennt. Skilgreiningarvaldið liggur hjá þolendum Eftir því sem þekking og skilningur jókst aukist á reynslu og upplifunum ólíkra hópa fór samfélagið að taka breytingum. Þó enn sé langt í land, er almennt samþykkt að skilgreining á útilokun, einelti, áreitni og ofbeldi verði að byggja á upplifun þolanda hverju sinni. Fólki er kennt að þekkja og virða eigin mörk og annarra. Í úrlausn erfiðra mála á vinnustöðum, þar sem brjóta þarf upp óviðeigandi eða útilokandi hegðun skiptir máli að fólk leggi sig fram um að skilja upplifanir þeirra sem útilokunin nær til. Á námskeiðum um jafnrétti og fjölbreytileika á vinnustöðum fer ég yfir mikilvægi þess að við leggjum okkar eigin skilgreiningar á því sem er samþykkt og viðeigandi til hliðar og hlustum þegar fólk tjáir sig um útilokun, mismunun eða misrétti. Ef ég hef val um að taka kvörtun trúanlega eða ekki er líklegt að ég hafi aldrei upplifað sambærilega mismunun eða útilokun. Í slíkum aðstæðum er ástæða til að hlusta, læra og breyta, í stað þess að efast eða verjast með réttlætingu eða útskýringu á því sem átt hefur sér stað. Skilgreiningarvaldið á heimsmælikvarða Á morgun stendur til að vísa sex manna fjölskyldu úr landi. Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2018, enda óttuðust þau að vera handtekin af ríkjandi stjórnvöldum í Egyptalandi og börnin yrðu látin reka á reiðanum. Tveimur árum síðar hafa íslensk stjórnvöld komist að því að fjölskyldan uppfylli ekki skilyrði um alþjóðlega vernd og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa látið að því liggja að fólkið sé hingað komið í leit að betra lífi en ekki vegna raunverulegrar hættu eða ógnar. Í því samhengi hefur verið nefnt að rýmka þurfi möguleika fólks utan EES til atvinnuleyfis. Engin spurningamerki hafa þó verið sett við skilgreininguna á ógn eða hættu. Hver skilgreinir ógnina? Í samfélagi þar sem fólk hefur frelsi til að tjá pólítískar skoðanir og andmæla ríkjandi valdi hvers tíma er erfitt að ímynda sér upplifanir eða reynslu fólks sem ekki býr við slíkt. Ef marka má fjölmiðlaumfjöllun um málið, virðist vera auðveldara að bregðast við með réttlætingum og útskýringum, að kerfið sé nú bara svona og málsmeðferð verði að vera einhvern veginn og að lög og reglur og viðmið og samningar leyfi einfaldlega ekki að allt fólk fái hér skjól. Mannréttindasáttmálinn varð til eftir síðari heimstyrjöld. Hann tók mið af þeim veruleika sem þá var við lýði og gerir enn, þrátt fyrir að fátt hafi þróast jafnmikið og viðhorf fólks til mannréttinda undanfarin 70 ár. Hann tekur ekki á kynbundnu ofbeldi, ofsóknum vegna kynhneigðar og eða afleiðinga loftslagsbreytinga. Sama gildir um flóttamannasáttmálann. Það er löngu tímabært að uppfæra viðmiðin um neyð, ógn og ótta í samræmi við reynslu og upplifanir þess fólks sem er á flótta í heiminum í dag. Ef egypska fjölskyldan á ekki rétt á alþjóðlegri vernd á Íslandi, þá er skilgreiningin á þeim aðstæðum sem slíkt nær til einfaldlega of þröng. Hún tekur ekki mið af reynslu þolenda, hún tekur ekki mið af stöðu heimsmála í dag og hún tekur ekki mið af getu íslensks samfélags til að axla ábyrgð í heimi þar sem mannréttindabrot eru allt of algeng. Lærum og breytum Ég hvet íslensk stjórnvöld til að leggja eigin skilgreiningar á því sem er samþykkt og viðeigandi til hliðar, hlusta á það fólk sem óskar eftir alþjóðlegri vernd, læra hvernig hægt er að mæta því og breyta því sem þarf. Horfumst í augu við ósanngirni heimsins og þær skyldur sem íslenskt samfélag hefur gagnvart fólkinu sem í honum býr. Ekkert okkar myndi vilja vera í sporum egypsku fjölskyldunnar í dag, enda er hún óbærileg. Stöðvum þetta ferli. Veitum þeim alþjóðlega vernd. Stuðlum að öryggi og friði í heiminum. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Allar framfarir í þágu mannréttinda í heiminum hafa byggt á vitundarvakningu um reynsluheim fólks, þar sem bent hefur verið á það sem betur má fara. Kynbundið ofbeldi var tabú þar til hugrakkar konur tóku sig saman, sögðu frá, leituðu stuðnings og kröfðust aðgerða. Allar aðrar kynhneigðir en gagnkynhneigð voru tabú framundir lok síðustu aldar, transfólk gat ekki verið það sjálft, fatlað fólk var lokað inni á stofnunum, útlendingar héldu sig í útlöndum að mestu og fátækt fólk gat sjálfu sér um kennt. Skilgreiningarvaldið liggur hjá þolendum Eftir því sem þekking og skilningur jókst aukist á reynslu og upplifunum ólíkra hópa fór samfélagið að taka breytingum. Þó enn sé langt í land, er almennt samþykkt að skilgreining á útilokun, einelti, áreitni og ofbeldi verði að byggja á upplifun þolanda hverju sinni. Fólki er kennt að þekkja og virða eigin mörk og annarra. Í úrlausn erfiðra mála á vinnustöðum, þar sem brjóta þarf upp óviðeigandi eða útilokandi hegðun skiptir máli að fólk leggi sig fram um að skilja upplifanir þeirra sem útilokunin nær til. Á námskeiðum um jafnrétti og fjölbreytileika á vinnustöðum fer ég yfir mikilvægi þess að við leggjum okkar eigin skilgreiningar á því sem er samþykkt og viðeigandi til hliðar og hlustum þegar fólk tjáir sig um útilokun, mismunun eða misrétti. Ef ég hef val um að taka kvörtun trúanlega eða ekki er líklegt að ég hafi aldrei upplifað sambærilega mismunun eða útilokun. Í slíkum aðstæðum er ástæða til að hlusta, læra og breyta, í stað þess að efast eða verjast með réttlætingu eða útskýringu á því sem átt hefur sér stað. Skilgreiningarvaldið á heimsmælikvarða Á morgun stendur til að vísa sex manna fjölskyldu úr landi. Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2018, enda óttuðust þau að vera handtekin af ríkjandi stjórnvöldum í Egyptalandi og börnin yrðu látin reka á reiðanum. Tveimur árum síðar hafa íslensk stjórnvöld komist að því að fjölskyldan uppfylli ekki skilyrði um alþjóðlega vernd og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa látið að því liggja að fólkið sé hingað komið í leit að betra lífi en ekki vegna raunverulegrar hættu eða ógnar. Í því samhengi hefur verið nefnt að rýmka þurfi möguleika fólks utan EES til atvinnuleyfis. Engin spurningamerki hafa þó verið sett við skilgreininguna á ógn eða hættu. Hver skilgreinir ógnina? Í samfélagi þar sem fólk hefur frelsi til að tjá pólítískar skoðanir og andmæla ríkjandi valdi hvers tíma er erfitt að ímynda sér upplifanir eða reynslu fólks sem ekki býr við slíkt. Ef marka má fjölmiðlaumfjöllun um málið, virðist vera auðveldara að bregðast við með réttlætingum og útskýringum, að kerfið sé nú bara svona og málsmeðferð verði að vera einhvern veginn og að lög og reglur og viðmið og samningar leyfi einfaldlega ekki að allt fólk fái hér skjól. Mannréttindasáttmálinn varð til eftir síðari heimstyrjöld. Hann tók mið af þeim veruleika sem þá var við lýði og gerir enn, þrátt fyrir að fátt hafi þróast jafnmikið og viðhorf fólks til mannréttinda undanfarin 70 ár. Hann tekur ekki á kynbundnu ofbeldi, ofsóknum vegna kynhneigðar og eða afleiðinga loftslagsbreytinga. Sama gildir um flóttamannasáttmálann. Það er löngu tímabært að uppfæra viðmiðin um neyð, ógn og ótta í samræmi við reynslu og upplifanir þess fólks sem er á flótta í heiminum í dag. Ef egypska fjölskyldan á ekki rétt á alþjóðlegri vernd á Íslandi, þá er skilgreiningin á þeim aðstæðum sem slíkt nær til einfaldlega of þröng. Hún tekur ekki mið af reynslu þolenda, hún tekur ekki mið af stöðu heimsmála í dag og hún tekur ekki mið af getu íslensks samfélags til að axla ábyrgð í heimi þar sem mannréttindabrot eru allt of algeng. Lærum og breytum Ég hvet íslensk stjórnvöld til að leggja eigin skilgreiningar á því sem er samþykkt og viðeigandi til hliðar, hlusta á það fólk sem óskar eftir alþjóðlegri vernd, læra hvernig hægt er að mæta því og breyta því sem þarf. Horfumst í augu við ósanngirni heimsins og þær skyldur sem íslenskt samfélag hefur gagnvart fólkinu sem í honum býr. Ekkert okkar myndi vilja vera í sporum egypsku fjölskyldunnar í dag, enda er hún óbærileg. Stöðvum þetta ferli. Veitum þeim alþjóðlega vernd. Stuðlum að öryggi og friði í heiminum. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun