Egypsku fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2020 18:34 Kehdr-fjölskyldunni verður vísað úr landi í fyrramálið. Kærunefnd útlendingamála hafnaði öllum beiðnum fjölskyldunnar um endurupptöku málsins og frestun réttaráhrifa. Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni Ibrahim Kehdr og fjölskyldu um frestun réttaráhrifa í máli þeirra og hyggst ekki taka fyrir kröfur fjölskyldunnar um endurupptöku málsins áður en það á að vísa þeim úr landi. Þeim veður því vísað úr landi í fyrramálið. Þetta kom fram í viðtali við Magnús D. Norðdahl, lögmann fjölskyldunnar, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Nú fyrir stundu varð það ljóst að kærunefnd útlendingamála ætlar ekki að leysa þetta mál. Nefndin hafnaði kröfu um frestun réttaráhrifa og lýsti því yfir við mig að kröfur um endurupptöku málsins, sem eru tvær talsins, að þær yrðu ekki afgreiddar, áður en þessi fyrirhugaða brottvísun fer fram í fyrramálið. Þannig að það má segja sem svo að það sé fokið í öll skjól í þessu máli því eftir ríkisstjórnarfundinn í dag þá kom fram að stjórnmálamennirnir ætluðu ekki að stíga inn í og beita sér í þessum máli,“ sagði Magnús í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Þá var hann í ómyrkur í máli þegar hann ræddi um afstöðu Framsóknarflokksins og Vinstri grænna í málinu og sagði flokkana hafa svikið sitt bakland. „Við skulum orða þetta þannig að það að Áslaug Arna hafi tekið afstöðu með þeim hætti sem hún gerði sé í samræmi við það bakland sem hún kemur úr. En að Vinstri grænir, sem eru auðvitað hluti af þessari ríkisstjórn, og Áslaug Arna verður að átta sig á því að þetta er ein heild, að forsætisráðherra og svokallaður barnamálaráðherra hefðu átt að beita sér í þessu máli. Þau höfðu fullt tækifæri til þess og ég tel að þau hafi svikið sitt bakland og sína kjósendur allverulega og þessu verður ekki gleymt,“ sagði Magnús. Hann sagði niðurstöðu málsins gríðarlega mikil vonbrigði og svartan blett í sögu þjóðarinnar. Hundruð komu saman á Austurvelli í dag til að mótmæla brottvísun fjölskyldunnar. Tónlistarkonan Magga Stína flutti þar ljóð Braga Valdimars Skúlasonar og má sjá flutninginn í myndskeiðinu hér fyrir neðan. Mikið hefur verið fjallað um mál Kehdr-fjölskyldunnar undanfarið en hjónin Ibrahim og Dooa hafa dvalið hér í rúm tvö ár ásamt börnunum sínum fjórum. Þau sóttu um hæli hér á landi árið 2018 og segjast sæta ofsóknum í Egyptalandi vegna þátttöku fjölskylduföðurins í pólitísku starfi. Umsókn fjölskyldunnar um hæli var hafnað en kallað hefur verið eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Hefur verið á það bent að börnin hafi fest rætur hér á landi og það brjóti gegn stjórnarskrá að synja börnum um vernd. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segjast ekki munu beita sér í einstökum málum. Mat hafi verið lagt á hagsmuni barnanna og það liggi til grundvallar ákvörðun um brottvísun. Hundruð manns komu saman á Austurvelli síðdegis til að mótmæla brottvísun fjölskyldunnar og þá var einnig mótmælt við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Þúsundir rituðu einnig nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings fjölskyldunni og var listinn afhentur ráðherrum ríkisstjórnarinnar í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Egyptaland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni Ibrahim Kehdr og fjölskyldu um frestun réttaráhrifa í máli þeirra og hyggst ekki taka fyrir kröfur fjölskyldunnar um endurupptöku málsins áður en það á að vísa þeim úr landi. Þeim veður því vísað úr landi í fyrramálið. Þetta kom fram í viðtali við Magnús D. Norðdahl, lögmann fjölskyldunnar, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Nú fyrir stundu varð það ljóst að kærunefnd útlendingamála ætlar ekki að leysa þetta mál. Nefndin hafnaði kröfu um frestun réttaráhrifa og lýsti því yfir við mig að kröfur um endurupptöku málsins, sem eru tvær talsins, að þær yrðu ekki afgreiddar, áður en þessi fyrirhugaða brottvísun fer fram í fyrramálið. Þannig að það má segja sem svo að það sé fokið í öll skjól í þessu máli því eftir ríkisstjórnarfundinn í dag þá kom fram að stjórnmálamennirnir ætluðu ekki að stíga inn í og beita sér í þessum máli,“ sagði Magnús í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Þá var hann í ómyrkur í máli þegar hann ræddi um afstöðu Framsóknarflokksins og Vinstri grænna í málinu og sagði flokkana hafa svikið sitt bakland. „Við skulum orða þetta þannig að það að Áslaug Arna hafi tekið afstöðu með þeim hætti sem hún gerði sé í samræmi við það bakland sem hún kemur úr. En að Vinstri grænir, sem eru auðvitað hluti af þessari ríkisstjórn, og Áslaug Arna verður að átta sig á því að þetta er ein heild, að forsætisráðherra og svokallaður barnamálaráðherra hefðu átt að beita sér í þessu máli. Þau höfðu fullt tækifæri til þess og ég tel að þau hafi svikið sitt bakland og sína kjósendur allverulega og þessu verður ekki gleymt,“ sagði Magnús. Hann sagði niðurstöðu málsins gríðarlega mikil vonbrigði og svartan blett í sögu þjóðarinnar. Hundruð komu saman á Austurvelli í dag til að mótmæla brottvísun fjölskyldunnar. Tónlistarkonan Magga Stína flutti þar ljóð Braga Valdimars Skúlasonar og má sjá flutninginn í myndskeiðinu hér fyrir neðan. Mikið hefur verið fjallað um mál Kehdr-fjölskyldunnar undanfarið en hjónin Ibrahim og Dooa hafa dvalið hér í rúm tvö ár ásamt börnunum sínum fjórum. Þau sóttu um hæli hér á landi árið 2018 og segjast sæta ofsóknum í Egyptalandi vegna þátttöku fjölskylduföðurins í pólitísku starfi. Umsókn fjölskyldunnar um hæli var hafnað en kallað hefur verið eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Hefur verið á það bent að börnin hafi fest rætur hér á landi og það brjóti gegn stjórnarskrá að synja börnum um vernd. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segjast ekki munu beita sér í einstökum málum. Mat hafi verið lagt á hagsmuni barnanna og það liggi til grundvallar ákvörðun um brottvísun. Hundruð manns komu saman á Austurvelli síðdegis til að mótmæla brottvísun fjölskyldunnar og þá var einnig mótmælt við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Þúsundir rituðu einnig nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings fjölskyldunni og var listinn afhentur ráðherrum ríkisstjórnarinnar í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Egyptaland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58
Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24