Tími til aðgerða er núna! Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 17. september 2020 07:00 Núna upplifa margar fjölskyldur óvissu og jafnvel ótta um hvað framtíðin muni bera í skauti sínu. Áhrif Covid á atvinnulífið og þar með afkomu fjölskyldna eru meiri en vonast var til í vor og margir sjá fram á að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar, t.d. hvað varðar fasteignalán. Hjá fæstum stafar það af „óskynsemi“ eða „of-fjárfestingum“, heldur vegna ástands sem ekki var á valdi fjölskyldna að sjá fyrir eða bregðast við. Krafa Hagsmunasamtaka heimilanna er einföld: Enginn á að þurfa að missa heimili sitt vegna afleiðinga Covid-19! Reyndar á engin fjölskylda nokkurn tímann að þurfa að missa heimili sitt vegna tímabundinna vandkvæða, hvort sem þau eru persónuleg, þjóðarinnar allrar, eða alþjóðleg. Samkvæmt mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur skrifað undir og staðfest eru það mannréttindi að eiga heimili. Engu að síður hafa a.m.k. 15.000 fjölskyldur misst heimili sín vegna síðasta hruns, vegna þess að þeir sem fóru fyrir fjármálageiranum virtu hvorki lög né leikreglur, heldur litu á neytendur sem peð í sínum ljóta leik. Til að koma í veg fyrir að svipaðar hörmungar endurtaki sig, þarf að grípa til aðgerða NÚNA! Það er of seint þegar skaðinn er skeður! Þess vegna sendu Hagsmunsamtökin í vikunni áskorun/fréttatilkynningu á fjölmiðla og alla ráðherra ríkisstjórnarinnar til að minna á að þeir bera ALLIR ábyrgð á að verja heimili landsins og að þeim beri að setja hagsmuni þeirra ofar hagsmunum fjármálafyrirtækjanna. Það liggur fyrir að þrátt fyrir digurbarkaleg orð fjármálaráðherra og Seðlabankastjóra í vor, um að verðbólgu yrði haldið í skefjum, að þeir eru að missa tök á henni. Þar sem vextir hafa aldrei verið lægri á Íslandi í manna minnum, er kjörið tækifæri núna fyrir ríkisstjórnina að afnema verðtrygginguna á lánum heimilanna, og uppfylla með því sinn eigin stjórnarsáttmála. Það allra minnsta sem ríkisstjórnin getur gert er að setja þak á verðtrygginguna og tryggja þannig heimilin fyrir skelfilegum og langvinnum áhrifum hennar á afkomu þeirra og fjárhag. Þetta hefði að sjálfsögðu átt að gera í vor eins og Hagsmunasamtökin fóru ítrekað fram á enda sýna tölur um verðbólguvæntingar Seðlabanka Íslands að heimilin eru einu aðilarnir sem hafa reynst sannspáir um verðbólguvæntingar á þessu ári. Fyrirtæki, markaðsaðilar og markaðurinn sjálfur, vanmátu þær hins vegar. Andvaraleysi stjórnvalda gagnvart þeirri vá sem mörg heimili standa frammi fyrir er algjörlega óforsvaranlegt. Sporin hræða og það má ekki gerast aftur að heimilum landsins verði fórnað á altari fjármálafyrirtækja eins og gert var eftir síðasta hrun. Hagsmunasamtök heimilanna munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verja heimili landsins fyrir sterkum hagsmunaaðilum. Þetta er ójafn leikur því það er ekki nóg með að hagsmunasamtök fjármálafyrirtækja (SFF) séu með beinan aðgang að stjórnvöldum, heldur hafa þau líka aðgang að ómældu fjármagni til að kosta hagsmunabaráttu sína. Við þetta berjast Hagsmunasamtök heimilanna í sjálfboðavinnu. Fjármagnið er lítið sem ekkert, en réttlætið, lögin og Stjórnarskráin, eru svo sannarlega okkar megin, að ógleymdri hugsjóninni fyrir réttlátu Íslandi og eldmóðnum sem fleytir okkur langt. Hér er tengill á fréttatilkynningu okkar frá því í gær ÍTREKUN: Tryggjum heimilunum skjól undir öruggu þaki. Ef þú vilt leggja Hagsmunasamtökum heimilanna lið getur þú skráð þig í samtökin hér og greitt valfrjáls félagsgjöld kr. 4.900 á ári. Okkur munar um allan stuðning! Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mest lesið Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Sjá meira
Núna upplifa margar fjölskyldur óvissu og jafnvel ótta um hvað framtíðin muni bera í skauti sínu. Áhrif Covid á atvinnulífið og þar með afkomu fjölskyldna eru meiri en vonast var til í vor og margir sjá fram á að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar, t.d. hvað varðar fasteignalán. Hjá fæstum stafar það af „óskynsemi“ eða „of-fjárfestingum“, heldur vegna ástands sem ekki var á valdi fjölskyldna að sjá fyrir eða bregðast við. Krafa Hagsmunasamtaka heimilanna er einföld: Enginn á að þurfa að missa heimili sitt vegna afleiðinga Covid-19! Reyndar á engin fjölskylda nokkurn tímann að þurfa að missa heimili sitt vegna tímabundinna vandkvæða, hvort sem þau eru persónuleg, þjóðarinnar allrar, eða alþjóðleg. Samkvæmt mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur skrifað undir og staðfest eru það mannréttindi að eiga heimili. Engu að síður hafa a.m.k. 15.000 fjölskyldur misst heimili sín vegna síðasta hruns, vegna þess að þeir sem fóru fyrir fjármálageiranum virtu hvorki lög né leikreglur, heldur litu á neytendur sem peð í sínum ljóta leik. Til að koma í veg fyrir að svipaðar hörmungar endurtaki sig, þarf að grípa til aðgerða NÚNA! Það er of seint þegar skaðinn er skeður! Þess vegna sendu Hagsmunsamtökin í vikunni áskorun/fréttatilkynningu á fjölmiðla og alla ráðherra ríkisstjórnarinnar til að minna á að þeir bera ALLIR ábyrgð á að verja heimili landsins og að þeim beri að setja hagsmuni þeirra ofar hagsmunum fjármálafyrirtækjanna. Það liggur fyrir að þrátt fyrir digurbarkaleg orð fjármálaráðherra og Seðlabankastjóra í vor, um að verðbólgu yrði haldið í skefjum, að þeir eru að missa tök á henni. Þar sem vextir hafa aldrei verið lægri á Íslandi í manna minnum, er kjörið tækifæri núna fyrir ríkisstjórnina að afnema verðtrygginguna á lánum heimilanna, og uppfylla með því sinn eigin stjórnarsáttmála. Það allra minnsta sem ríkisstjórnin getur gert er að setja þak á verðtrygginguna og tryggja þannig heimilin fyrir skelfilegum og langvinnum áhrifum hennar á afkomu þeirra og fjárhag. Þetta hefði að sjálfsögðu átt að gera í vor eins og Hagsmunasamtökin fóru ítrekað fram á enda sýna tölur um verðbólguvæntingar Seðlabanka Íslands að heimilin eru einu aðilarnir sem hafa reynst sannspáir um verðbólguvæntingar á þessu ári. Fyrirtæki, markaðsaðilar og markaðurinn sjálfur, vanmátu þær hins vegar. Andvaraleysi stjórnvalda gagnvart þeirri vá sem mörg heimili standa frammi fyrir er algjörlega óforsvaranlegt. Sporin hræða og það má ekki gerast aftur að heimilum landsins verði fórnað á altari fjármálafyrirtækja eins og gert var eftir síðasta hrun. Hagsmunasamtök heimilanna munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verja heimili landsins fyrir sterkum hagsmunaaðilum. Þetta er ójafn leikur því það er ekki nóg með að hagsmunasamtök fjármálafyrirtækja (SFF) séu með beinan aðgang að stjórnvöldum, heldur hafa þau líka aðgang að ómældu fjármagni til að kosta hagsmunabaráttu sína. Við þetta berjast Hagsmunasamtök heimilanna í sjálfboðavinnu. Fjármagnið er lítið sem ekkert, en réttlætið, lögin og Stjórnarskráin, eru svo sannarlega okkar megin, að ógleymdri hugsjóninni fyrir réttlátu Íslandi og eldmóðnum sem fleytir okkur langt. Hér er tengill á fréttatilkynningu okkar frá því í gær ÍTREKUN: Tryggjum heimilunum skjól undir öruggu þaki. Ef þú vilt leggja Hagsmunasamtökum heimilanna lið getur þú skráð þig í samtökin hér og greitt valfrjáls félagsgjöld kr. 4.900 á ári. Okkur munar um allan stuðning! Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun