Sóknin mikið betri með Dóru Maríu og Gunnhildur Yrsa svolítið villt Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2020 22:45 Dóra María Lárusdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir urðu Íslandsmeistarar með Val á síðustu leiktíð. vísir/daníel Sérfræðingarnir í Pepsi Max mörkunum eru sammála um að Valsliðið sé hættulegra fram á við með Dóru Maríu Lárusdóttur innanborðs. Valskonur unnu Stjörnuna á útivelli á sunnudaginn, 3-0, þar sem Hlín Eiríksdóttir, Elín Metta Jensen og Mist Edvardsdóttir skoruðu mörkin. Valur er því með eins stigs forskot á Breiðabliki sem á leik til góða, í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Dóra María var aftur að spila á miðjunni og það kemur svo mikil ró og gæði með henni. Ef þið viljið læra að verða góðir miðjumenn, fylgist þá með hvernig hún spilar,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir í Pepsi Max mörkunum. Innslagið má sjá hér neðst í fréttinni. Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom til Vals í síðasta mánuði og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er aftast á miðjunni hjá liðinu. Óljósara er hver er fremst á miðjunni og á vinstri kantinum í besta byrjunarliði þjálfara Vals. Málfríður, Ásgerður og Gunnhildur líkir leikmenn „Eins og Kristín hefur bent á þá finnst mér sóknarflæðið mikið, mikið betra þegar Dóra María er í liðinu. Malla [Málfríður Anna Eiríksdóttir], Adda [Ásgerður] og Gunný [Gunnhildur] eru allar rosalega svipaðir leikmenn, og þannig lagað séð varnarsinnaðar. Dóra er blússandi sóknarþenkjandi miðjumaður. Mér finnst lykilatriði að hún sé klár. Hún var reyndar ekki góð í síðasta leik gegn Blikum, en mér finnst himinn og haf á spilinu í liðinu á milli þess hvort hún er eða ekki,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „En það vantar ennþá að einhver eigni sér þessa vinstri kantstöðu sem Fanndís [Friðriksdóttir] er búin að eiga síðustu ár [Fanndís er ólétt]. Mér finnst sóknarflæðið ekki orðið upp á tíu. Það er hægt inni á milli og vandræði á síðasta þriðjungnum. En ég held að þeir [þjálfarar Vals] þurfi bara að fara að taka ákvörðun um hver sé þeirra vinstri kantmaður og hver sé þeirra sóknarþenkjandi miðjumaður,“ sagði Bára. Gunnhildur passi hlaupin sín betur Ásdís Karen Halldórsdóttir og Diljá Ýr Zomers hafa fengið tækifæri á vinstri kantinum eftir brotthvarf Fanndísar. „Úr því sem þeir hafa finnst mér þeir hafa gert rétt með því að hafa Ásdísi og Diljá til skiptis. En núna held ég að þeir þurfi að taka ákvörðun fyrir næstu leiki, og ná samfellu í liðinu til að fá upp sóknarspilið,“ sagði Bára, og bætti við: „Annað í þessu er að Gunnhildur Yrsa er svolítið villt. Hún hleypur mikið ofan í hinn djúpa miðjumanninn, og mikið út á vængina að verjast, sem er svo sem gott en mér finnst hún aðeins þurfa að passa hlaupin sín betur. Þá getur hún komið með í sóknarleikinn því að Adda vill sitja til baka. Ég held að það þurfi bara fínstillingar hér og þar til að þær eigi sóknarlega séns í Blikana.“ Kristín svaraði því einnig hverja hún myndi vilja sjá á vinstri kantinum: „Miðað við þann hóp sem þær hafa myndi ég hafa Ásdísi þar. Ég held að það sé ágætt að hafa Gunný svona villta því það er ekki mikil yfirferð á Öddu og Dóru. Hún tekur hlaupin sem að Dóra er ekki að taka og þess vegna lítur Dóra kannski betur út,“ sagði Kristín. Klippa: Pepsi Max mörkin - Miðjan hjá Val Valur Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir „Ég bíð og bíð eftir þessum leik“ Breiðablik og Valur berjast annað árið í röð um Íslandsmeistaratitilinn. Baráttan er áfram mjög jöfn en liðin haga skipt um hlutverk þegar kemur að sóknarleiknum. 16. september 2020 15:00 Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Sérfræðingarnir í Pepsi Max mörkunum eru sammála um að Valsliðið sé hættulegra fram á við með Dóru Maríu Lárusdóttur innanborðs. Valskonur unnu Stjörnuna á útivelli á sunnudaginn, 3-0, þar sem Hlín Eiríksdóttir, Elín Metta Jensen og Mist Edvardsdóttir skoruðu mörkin. Valur er því með eins stigs forskot á Breiðabliki sem á leik til góða, í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Dóra María var aftur að spila á miðjunni og það kemur svo mikil ró og gæði með henni. Ef þið viljið læra að verða góðir miðjumenn, fylgist þá með hvernig hún spilar,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir í Pepsi Max mörkunum. Innslagið má sjá hér neðst í fréttinni. Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom til Vals í síðasta mánuði og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er aftast á miðjunni hjá liðinu. Óljósara er hver er fremst á miðjunni og á vinstri kantinum í besta byrjunarliði þjálfara Vals. Málfríður, Ásgerður og Gunnhildur líkir leikmenn „Eins og Kristín hefur bent á þá finnst mér sóknarflæðið mikið, mikið betra þegar Dóra María er í liðinu. Malla [Málfríður Anna Eiríksdóttir], Adda [Ásgerður] og Gunný [Gunnhildur] eru allar rosalega svipaðir leikmenn, og þannig lagað séð varnarsinnaðar. Dóra er blússandi sóknarþenkjandi miðjumaður. Mér finnst lykilatriði að hún sé klár. Hún var reyndar ekki góð í síðasta leik gegn Blikum, en mér finnst himinn og haf á spilinu í liðinu á milli þess hvort hún er eða ekki,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „En það vantar ennþá að einhver eigni sér þessa vinstri kantstöðu sem Fanndís [Friðriksdóttir] er búin að eiga síðustu ár [Fanndís er ólétt]. Mér finnst sóknarflæðið ekki orðið upp á tíu. Það er hægt inni á milli og vandræði á síðasta þriðjungnum. En ég held að þeir [þjálfarar Vals] þurfi bara að fara að taka ákvörðun um hver sé þeirra vinstri kantmaður og hver sé þeirra sóknarþenkjandi miðjumaður,“ sagði Bára. Gunnhildur passi hlaupin sín betur Ásdís Karen Halldórsdóttir og Diljá Ýr Zomers hafa fengið tækifæri á vinstri kantinum eftir brotthvarf Fanndísar. „Úr því sem þeir hafa finnst mér þeir hafa gert rétt með því að hafa Ásdísi og Diljá til skiptis. En núna held ég að þeir þurfi að taka ákvörðun fyrir næstu leiki, og ná samfellu í liðinu til að fá upp sóknarspilið,“ sagði Bára, og bætti við: „Annað í þessu er að Gunnhildur Yrsa er svolítið villt. Hún hleypur mikið ofan í hinn djúpa miðjumanninn, og mikið út á vængina að verjast, sem er svo sem gott en mér finnst hún aðeins þurfa að passa hlaupin sín betur. Þá getur hún komið með í sóknarleikinn því að Adda vill sitja til baka. Ég held að það þurfi bara fínstillingar hér og þar til að þær eigi sóknarlega séns í Blikana.“ Kristín svaraði því einnig hverja hún myndi vilja sjá á vinstri kantinum: „Miðað við þann hóp sem þær hafa myndi ég hafa Ásdísi þar. Ég held að það sé ágætt að hafa Gunný svona villta því það er ekki mikil yfirferð á Öddu og Dóru. Hún tekur hlaupin sem að Dóra er ekki að taka og þess vegna lítur Dóra kannski betur út,“ sagði Kristín. Klippa: Pepsi Max mörkin - Miðjan hjá Val
Valur Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir „Ég bíð og bíð eftir þessum leik“ Breiðablik og Valur berjast annað árið í röð um Íslandsmeistaratitilinn. Baráttan er áfram mjög jöfn en liðin haga skipt um hlutverk þegar kemur að sóknarleiknum. 16. september 2020 15:00 Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
„Ég bíð og bíð eftir þessum leik“ Breiðablik og Valur berjast annað árið í röð um Íslandsmeistaratitilinn. Baráttan er áfram mjög jöfn en liðin haga skipt um hlutverk þegar kemur að sóknarleiknum. 16. september 2020 15:00
Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30