Brostin loforð við flóttafólk Andrés Ingi Jónsson skrifar 16. september 2020 16:15 „Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, haldinn í Reykjavík 6. – 8. október 2017, vill stórbæta aðbúnað umsækjanda um alþjóðlega vernd og veita fleiri stöðu flóttafólks. Sem einni ríkustu þjóð í heimi ber okkur að taka betur á móti þeim sem hingað leita með ósk um alþjóðlega vernd og taka mál fleiri einstaklinga til efnislegar meðferðar, veita fleirum stöðu flóttafólks og senda færri úr landi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.“ Svona hófst ályktun landsfundar Vinstri grænna um stöðu umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólk fyrir síðustu kosningar. Stuttu áður hafði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, náð að skapa (næstum því) þverpólitíska samstöðu um frumvarp til að bregðast við máli flóttastúlknanna Haniye og Mary. Þau okkar sem höfðum lengi barist fyrir mannúðlegri útlendingastefnu töldum okkur hafa ástæðu til að vera bjartsýn. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og fátt breyst í átt til batnaðar. Sjálfstæðisflokkurinn snéri baki við flóttabörnum Í aðdraganda kosninga 2017 var mál flóttastúlknanna Haniye og Mary í fréttum sem biðu brottvísunar eftir að hafa verið synjað um vernd hér á landi. Málið vakti eðlilega hörð viðbrögð almennings. Í tómarúminu sem skapaðist eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk, myndaðist samstaða á Alþingi um að koma systrunum í skjól með tímabundinni breytingu á útlendingalögum. Það gagnaðist ekki bara þeim tveimur heldur allt að 80 börnum í sömu stöðu. Katrín Jakobsdóttir var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem skaut skjóli yfir Haniye og Mary, en þegar upp var staðið naut málið stuðnings allra þingflokka nema eins. Sjálfstæðisflokkurinn snéri á síðustu stundu baki við samkomulagi um þinglok og greiddi atkvæði gegn því að rýmka útlendingalögin í þágu barna. Þrátt fyrir þetta ákvað forysta Vinstri grænna að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, aðeins tveimur mánuðum seinna. Þó þessi harðneskjulega afstaða hafi ekki verið fyrirstaða hjá forystunni vó hún þungt í afstöðu margra okkar sem studdum ekki samstarf flokkanna í ríkisstjórn. Uppgjöf í stjórnarsáttmála Sáttmáli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur býður misskýra sýn á ólíka málaflokka. Þegar það sem snýr að útlendingamálum er lesið er eins og fólk hafi strax gefist upp á að ná sameiginlegri sýn þeirra gjörólíku flokka og sátu við borðið. Í staðinn var það sett í hendur þverpólitískrar þingmannanefndar, sem var falið að „meta framkvæmd útlendingalaga og eftir atvikum endurskoða þau“. Þessi nefnd hefur engu getað skilað af sér. Fyrri hluta kjörtímabilsins að mestu vegna þess að Sigríður Andersen stóð sem dómsmálaráðherra gegn nefndinni og enn hefur hún engu skilað, þrátt fyrir að hafa verið endurvakin fyrir ári síðan með skýrara umboði. Stærsta lexían af þeirri nefnd ætti að vera að ef þrír stjórnarflokkar geta ekki komið sér saman um stefnu, þá er enn ólíklegra að sú stefna spretti fram með því að útvista stefnumörkuninni til átta flokka þingmannanefndar. Nema það hafi einmitt verið markmiðið, hver veit? Á meðan pattstaða ríkir á milli ríkisstjórnarflokkanna í útlendingamálum hafa þrír dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins ítrekað lagt fram sama hræðilega frumvarpið sem snýst um að draga verulega úr vernd hælisleitenda, allt í nafni skilvirkni kerfisins. Þannig birtast þær breytingar sem líklegastar eru til að koma á frá þessari ríkisstjórn, því Sjálfstæðisflokkurinn er nefnilega með skýra sýn á málaflokkinn þótt ríkisstjórnin hafi enga. Samdauna stjórnarflokkar Síðan lögum var breytt vegna Haniye og Mary hafa sambærileg mál ítrekað komið upp sem hafa opnað augu fólks og leitt til breyttra reglna. Enda er það leiðin til að koma til móts við þarfir fólks á flótta – fólks sem býr við síbreytilegar aðstæður sem eru nánast óskiljanlegar fyrir okkur sem njótum þeirra forréttinda að búa við frið og lýðræði. Þangað til í dag. Í dag hafa markmið útlendingalaga um skilvirkni endanlega náð að trompa markmiðið um mannúð. Undir forystu Vinstri grænna bergmálar um allt stjórnarheimilið að mannúðlegasta kerfið fyrir hælisleitendur sé að vera bara nógu fljót að synja þeim. Það er ansi fjarri landsfundarályktun Vinstri grænna sem kallaði eftir bættum aðbúnaði, aukinni vernd og meiri mannúð – en minntist ekki orði á að þyrfti að hraða fólki í gegnum kerfi til að hægt væri að vísa því úr landi. Sú von sem við áttum til að breyta kerfinu haustið 2017 er orðin að litlu meðan Sjálfstæðisflokkurinn fær að halda sinni stefnu óbreyttri í dómsmálaráðuneytinu. Og fyrir okkur sem eitt sinn áttum heimili í Vinstri grænum er þyngra en tárum taki að sú staða sé í boði okkar gamla flokks. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
„Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, haldinn í Reykjavík 6. – 8. október 2017, vill stórbæta aðbúnað umsækjanda um alþjóðlega vernd og veita fleiri stöðu flóttafólks. Sem einni ríkustu þjóð í heimi ber okkur að taka betur á móti þeim sem hingað leita með ósk um alþjóðlega vernd og taka mál fleiri einstaklinga til efnislegar meðferðar, veita fleirum stöðu flóttafólks og senda færri úr landi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.“ Svona hófst ályktun landsfundar Vinstri grænna um stöðu umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólk fyrir síðustu kosningar. Stuttu áður hafði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, náð að skapa (næstum því) þverpólitíska samstöðu um frumvarp til að bregðast við máli flóttastúlknanna Haniye og Mary. Þau okkar sem höfðum lengi barist fyrir mannúðlegri útlendingastefnu töldum okkur hafa ástæðu til að vera bjartsýn. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og fátt breyst í átt til batnaðar. Sjálfstæðisflokkurinn snéri baki við flóttabörnum Í aðdraganda kosninga 2017 var mál flóttastúlknanna Haniye og Mary í fréttum sem biðu brottvísunar eftir að hafa verið synjað um vernd hér á landi. Málið vakti eðlilega hörð viðbrögð almennings. Í tómarúminu sem skapaðist eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk, myndaðist samstaða á Alþingi um að koma systrunum í skjól með tímabundinni breytingu á útlendingalögum. Það gagnaðist ekki bara þeim tveimur heldur allt að 80 börnum í sömu stöðu. Katrín Jakobsdóttir var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem skaut skjóli yfir Haniye og Mary, en þegar upp var staðið naut málið stuðnings allra þingflokka nema eins. Sjálfstæðisflokkurinn snéri á síðustu stundu baki við samkomulagi um þinglok og greiddi atkvæði gegn því að rýmka útlendingalögin í þágu barna. Þrátt fyrir þetta ákvað forysta Vinstri grænna að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, aðeins tveimur mánuðum seinna. Þó þessi harðneskjulega afstaða hafi ekki verið fyrirstaða hjá forystunni vó hún þungt í afstöðu margra okkar sem studdum ekki samstarf flokkanna í ríkisstjórn. Uppgjöf í stjórnarsáttmála Sáttmáli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur býður misskýra sýn á ólíka málaflokka. Þegar það sem snýr að útlendingamálum er lesið er eins og fólk hafi strax gefist upp á að ná sameiginlegri sýn þeirra gjörólíku flokka og sátu við borðið. Í staðinn var það sett í hendur þverpólitískrar þingmannanefndar, sem var falið að „meta framkvæmd útlendingalaga og eftir atvikum endurskoða þau“. Þessi nefnd hefur engu getað skilað af sér. Fyrri hluta kjörtímabilsins að mestu vegna þess að Sigríður Andersen stóð sem dómsmálaráðherra gegn nefndinni og enn hefur hún engu skilað, þrátt fyrir að hafa verið endurvakin fyrir ári síðan með skýrara umboði. Stærsta lexían af þeirri nefnd ætti að vera að ef þrír stjórnarflokkar geta ekki komið sér saman um stefnu, þá er enn ólíklegra að sú stefna spretti fram með því að útvista stefnumörkuninni til átta flokka þingmannanefndar. Nema það hafi einmitt verið markmiðið, hver veit? Á meðan pattstaða ríkir á milli ríkisstjórnarflokkanna í útlendingamálum hafa þrír dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins ítrekað lagt fram sama hræðilega frumvarpið sem snýst um að draga verulega úr vernd hælisleitenda, allt í nafni skilvirkni kerfisins. Þannig birtast þær breytingar sem líklegastar eru til að koma á frá þessari ríkisstjórn, því Sjálfstæðisflokkurinn er nefnilega með skýra sýn á málaflokkinn þótt ríkisstjórnin hafi enga. Samdauna stjórnarflokkar Síðan lögum var breytt vegna Haniye og Mary hafa sambærileg mál ítrekað komið upp sem hafa opnað augu fólks og leitt til breyttra reglna. Enda er það leiðin til að koma til móts við þarfir fólks á flótta – fólks sem býr við síbreytilegar aðstæður sem eru nánast óskiljanlegar fyrir okkur sem njótum þeirra forréttinda að búa við frið og lýðræði. Þangað til í dag. Í dag hafa markmið útlendingalaga um skilvirkni endanlega náð að trompa markmiðið um mannúð. Undir forystu Vinstri grænna bergmálar um allt stjórnarheimilið að mannúðlegasta kerfið fyrir hælisleitendur sé að vera bara nógu fljót að synja þeim. Það er ansi fjarri landsfundarályktun Vinstri grænna sem kallaði eftir bættum aðbúnaði, aukinni vernd og meiri mannúð – en minntist ekki orði á að þyrfti að hraða fólki í gegnum kerfi til að hægt væri að vísa því úr landi. Sú von sem við áttum til að breyta kerfinu haustið 2017 er orðin að litlu meðan Sjálfstæðisflokkurinn fær að halda sinni stefnu óbreyttri í dómsmálaráðuneytinu. Og fyrir okkur sem eitt sinn áttum heimili í Vinstri grænum er þyngra en tárum taki að sú staða sé í boði okkar gamla flokks. Höfundur er alþingismaður.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun