Brostin loforð við flóttafólk Andrés Ingi Jónsson skrifar 16. september 2020 16:15 „Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, haldinn í Reykjavík 6. – 8. október 2017, vill stórbæta aðbúnað umsækjanda um alþjóðlega vernd og veita fleiri stöðu flóttafólks. Sem einni ríkustu þjóð í heimi ber okkur að taka betur á móti þeim sem hingað leita með ósk um alþjóðlega vernd og taka mál fleiri einstaklinga til efnislegar meðferðar, veita fleirum stöðu flóttafólks og senda færri úr landi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.“ Svona hófst ályktun landsfundar Vinstri grænna um stöðu umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólk fyrir síðustu kosningar. Stuttu áður hafði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, náð að skapa (næstum því) þverpólitíska samstöðu um frumvarp til að bregðast við máli flóttastúlknanna Haniye og Mary. Þau okkar sem höfðum lengi barist fyrir mannúðlegri útlendingastefnu töldum okkur hafa ástæðu til að vera bjartsýn. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og fátt breyst í átt til batnaðar. Sjálfstæðisflokkurinn snéri baki við flóttabörnum Í aðdraganda kosninga 2017 var mál flóttastúlknanna Haniye og Mary í fréttum sem biðu brottvísunar eftir að hafa verið synjað um vernd hér á landi. Málið vakti eðlilega hörð viðbrögð almennings. Í tómarúminu sem skapaðist eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk, myndaðist samstaða á Alþingi um að koma systrunum í skjól með tímabundinni breytingu á útlendingalögum. Það gagnaðist ekki bara þeim tveimur heldur allt að 80 börnum í sömu stöðu. Katrín Jakobsdóttir var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem skaut skjóli yfir Haniye og Mary, en þegar upp var staðið naut málið stuðnings allra þingflokka nema eins. Sjálfstæðisflokkurinn snéri á síðustu stundu baki við samkomulagi um þinglok og greiddi atkvæði gegn því að rýmka útlendingalögin í þágu barna. Þrátt fyrir þetta ákvað forysta Vinstri grænna að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, aðeins tveimur mánuðum seinna. Þó þessi harðneskjulega afstaða hafi ekki verið fyrirstaða hjá forystunni vó hún þungt í afstöðu margra okkar sem studdum ekki samstarf flokkanna í ríkisstjórn. Uppgjöf í stjórnarsáttmála Sáttmáli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur býður misskýra sýn á ólíka málaflokka. Þegar það sem snýr að útlendingamálum er lesið er eins og fólk hafi strax gefist upp á að ná sameiginlegri sýn þeirra gjörólíku flokka og sátu við borðið. Í staðinn var það sett í hendur þverpólitískrar þingmannanefndar, sem var falið að „meta framkvæmd útlendingalaga og eftir atvikum endurskoða þau“. Þessi nefnd hefur engu getað skilað af sér. Fyrri hluta kjörtímabilsins að mestu vegna þess að Sigríður Andersen stóð sem dómsmálaráðherra gegn nefndinni og enn hefur hún engu skilað, þrátt fyrir að hafa verið endurvakin fyrir ári síðan með skýrara umboði. Stærsta lexían af þeirri nefnd ætti að vera að ef þrír stjórnarflokkar geta ekki komið sér saman um stefnu, þá er enn ólíklegra að sú stefna spretti fram með því að útvista stefnumörkuninni til átta flokka þingmannanefndar. Nema það hafi einmitt verið markmiðið, hver veit? Á meðan pattstaða ríkir á milli ríkisstjórnarflokkanna í útlendingamálum hafa þrír dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins ítrekað lagt fram sama hræðilega frumvarpið sem snýst um að draga verulega úr vernd hælisleitenda, allt í nafni skilvirkni kerfisins. Þannig birtast þær breytingar sem líklegastar eru til að koma á frá þessari ríkisstjórn, því Sjálfstæðisflokkurinn er nefnilega með skýra sýn á málaflokkinn þótt ríkisstjórnin hafi enga. Samdauna stjórnarflokkar Síðan lögum var breytt vegna Haniye og Mary hafa sambærileg mál ítrekað komið upp sem hafa opnað augu fólks og leitt til breyttra reglna. Enda er það leiðin til að koma til móts við þarfir fólks á flótta – fólks sem býr við síbreytilegar aðstæður sem eru nánast óskiljanlegar fyrir okkur sem njótum þeirra forréttinda að búa við frið og lýðræði. Þangað til í dag. Í dag hafa markmið útlendingalaga um skilvirkni endanlega náð að trompa markmiðið um mannúð. Undir forystu Vinstri grænna bergmálar um allt stjórnarheimilið að mannúðlegasta kerfið fyrir hælisleitendur sé að vera bara nógu fljót að synja þeim. Það er ansi fjarri landsfundarályktun Vinstri grænna sem kallaði eftir bættum aðbúnaði, aukinni vernd og meiri mannúð – en minntist ekki orði á að þyrfti að hraða fólki í gegnum kerfi til að hægt væri að vísa því úr landi. Sú von sem við áttum til að breyta kerfinu haustið 2017 er orðin að litlu meðan Sjálfstæðisflokkurinn fær að halda sinni stefnu óbreyttri í dómsmálaráðuneytinu. Og fyrir okkur sem eitt sinn áttum heimili í Vinstri grænum er þyngra en tárum taki að sú staða sé í boði okkar gamla flokks. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
„Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, haldinn í Reykjavík 6. – 8. október 2017, vill stórbæta aðbúnað umsækjanda um alþjóðlega vernd og veita fleiri stöðu flóttafólks. Sem einni ríkustu þjóð í heimi ber okkur að taka betur á móti þeim sem hingað leita með ósk um alþjóðlega vernd og taka mál fleiri einstaklinga til efnislegar meðferðar, veita fleirum stöðu flóttafólks og senda færri úr landi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.“ Svona hófst ályktun landsfundar Vinstri grænna um stöðu umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólk fyrir síðustu kosningar. Stuttu áður hafði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, náð að skapa (næstum því) þverpólitíska samstöðu um frumvarp til að bregðast við máli flóttastúlknanna Haniye og Mary. Þau okkar sem höfðum lengi barist fyrir mannúðlegri útlendingastefnu töldum okkur hafa ástæðu til að vera bjartsýn. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og fátt breyst í átt til batnaðar. Sjálfstæðisflokkurinn snéri baki við flóttabörnum Í aðdraganda kosninga 2017 var mál flóttastúlknanna Haniye og Mary í fréttum sem biðu brottvísunar eftir að hafa verið synjað um vernd hér á landi. Málið vakti eðlilega hörð viðbrögð almennings. Í tómarúminu sem skapaðist eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk, myndaðist samstaða á Alþingi um að koma systrunum í skjól með tímabundinni breytingu á útlendingalögum. Það gagnaðist ekki bara þeim tveimur heldur allt að 80 börnum í sömu stöðu. Katrín Jakobsdóttir var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem skaut skjóli yfir Haniye og Mary, en þegar upp var staðið naut málið stuðnings allra þingflokka nema eins. Sjálfstæðisflokkurinn snéri á síðustu stundu baki við samkomulagi um þinglok og greiddi atkvæði gegn því að rýmka útlendingalögin í þágu barna. Þrátt fyrir þetta ákvað forysta Vinstri grænna að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, aðeins tveimur mánuðum seinna. Þó þessi harðneskjulega afstaða hafi ekki verið fyrirstaða hjá forystunni vó hún þungt í afstöðu margra okkar sem studdum ekki samstarf flokkanna í ríkisstjórn. Uppgjöf í stjórnarsáttmála Sáttmáli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur býður misskýra sýn á ólíka málaflokka. Þegar það sem snýr að útlendingamálum er lesið er eins og fólk hafi strax gefist upp á að ná sameiginlegri sýn þeirra gjörólíku flokka og sátu við borðið. Í staðinn var það sett í hendur þverpólitískrar þingmannanefndar, sem var falið að „meta framkvæmd útlendingalaga og eftir atvikum endurskoða þau“. Þessi nefnd hefur engu getað skilað af sér. Fyrri hluta kjörtímabilsins að mestu vegna þess að Sigríður Andersen stóð sem dómsmálaráðherra gegn nefndinni og enn hefur hún engu skilað, þrátt fyrir að hafa verið endurvakin fyrir ári síðan með skýrara umboði. Stærsta lexían af þeirri nefnd ætti að vera að ef þrír stjórnarflokkar geta ekki komið sér saman um stefnu, þá er enn ólíklegra að sú stefna spretti fram með því að útvista stefnumörkuninni til átta flokka þingmannanefndar. Nema það hafi einmitt verið markmiðið, hver veit? Á meðan pattstaða ríkir á milli ríkisstjórnarflokkanna í útlendingamálum hafa þrír dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins ítrekað lagt fram sama hræðilega frumvarpið sem snýst um að draga verulega úr vernd hælisleitenda, allt í nafni skilvirkni kerfisins. Þannig birtast þær breytingar sem líklegastar eru til að koma á frá þessari ríkisstjórn, því Sjálfstæðisflokkurinn er nefnilega með skýra sýn á málaflokkinn þótt ríkisstjórnin hafi enga. Samdauna stjórnarflokkar Síðan lögum var breytt vegna Haniye og Mary hafa sambærileg mál ítrekað komið upp sem hafa opnað augu fólks og leitt til breyttra reglna. Enda er það leiðin til að koma til móts við þarfir fólks á flótta – fólks sem býr við síbreytilegar aðstæður sem eru nánast óskiljanlegar fyrir okkur sem njótum þeirra forréttinda að búa við frið og lýðræði. Þangað til í dag. Í dag hafa markmið útlendingalaga um skilvirkni endanlega náð að trompa markmiðið um mannúð. Undir forystu Vinstri grænna bergmálar um allt stjórnarheimilið að mannúðlegasta kerfið fyrir hælisleitendur sé að vera bara nógu fljót að synja þeim. Það er ansi fjarri landsfundarályktun Vinstri grænna sem kallaði eftir bættum aðbúnaði, aukinni vernd og meiri mannúð – en minntist ekki orði á að þyrfti að hraða fólki í gegnum kerfi til að hægt væri að vísa því úr landi. Sú von sem við áttum til að breyta kerfinu haustið 2017 er orðin að litlu meðan Sjálfstæðisflokkurinn fær að halda sinni stefnu óbreyttri í dómsmálaráðuneytinu. Og fyrir okkur sem eitt sinn áttum heimili í Vinstri grænum er þyngra en tárum taki að sú staða sé í boði okkar gamla flokks. Höfundur er alþingismaður.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun