Dreymir um að komast út á völl og spila handbolta að nýju Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Grétarsdóttir skrifa 16. september 2020 20:00 Hafdís fagnar í leik með Fram á síðustu leiktíð. Vísir/Bára Landsliðsmarkvörðurinn og leikmaður fram í Olís-deild kvenna í handbolta, Hafdís Renötudóttir, hefur oft fengið skot í höfuðið. Í sumar fékk hún höfuðhögg sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Skömmu eftir að hún hóf æfingar að nýju fékk hún annað högg og hefur ekki enn náð sér. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hina 23 ára gömlu Hafdísi í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Fyrsta höggið fæ ég á landsliðsæfingu í sumar og er frá í þrjár vikur. Svo fæ ég annað högg og í seinna skiptið var ég sjúklega hrædd, stressuð og fékk pirringskast yfir því að hafa fengið annað högg því nú var ég hrædd við boltann. Hrædd við að fá heilahristing. Það er hættulegt að fá högg á höfuðið. Sama hvort þetta sé bolti, líkamspartur eða hvað sem er,“ sagði Hafdís. Hafdís í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Vilhelm „Mig langar að setja pressu á þjálfara að leyfa ekki leikmönnum að ákveða sjálfir hvort þeir verði áfram inn á eða ekki heldur taka þá út af og bíða eftir niðurstöðum hvort þeir hafi fengið heilahristing eða ekki.“ Bataferlið hefur verið langt og strangt. Hafdís er enn að fá einkenni en er þó á lokaskrefum bataferlisins eins og hún orðar það. „Ég ætla að sníða markmannshreyfingar mínar þannig að ég geti varið andlitið á mér og höfuðið,“ sagði Hafdís um hvernig þetta mun hafa áhrif á hana í framtíðinni. Að lokum ræðir Hafdís það að þurfa leggja skóna á hilluna alltof snemma líkt og margur markvörðurinn hefur þurft að gera undanfarin ár vegna höfuðmeiðsla. Hafdís hefur á ferli sínum leikið með Fram og Stjörnunni hér heima ásamt því að leika með SønderjyskE í Danmörku og HK Sola í Noregi. Alls hefur hún leikið 26 landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið. Klippa: Vill ekki þurfa að leggja skóna á hilluna vegna höfuðhögga Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Fram Sportpakkinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn og leikmaður fram í Olís-deild kvenna í handbolta, Hafdís Renötudóttir, hefur oft fengið skot í höfuðið. Í sumar fékk hún höfuðhögg sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Skömmu eftir að hún hóf æfingar að nýju fékk hún annað högg og hefur ekki enn náð sér. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hina 23 ára gömlu Hafdísi í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Fyrsta höggið fæ ég á landsliðsæfingu í sumar og er frá í þrjár vikur. Svo fæ ég annað högg og í seinna skiptið var ég sjúklega hrædd, stressuð og fékk pirringskast yfir því að hafa fengið annað högg því nú var ég hrædd við boltann. Hrædd við að fá heilahristing. Það er hættulegt að fá högg á höfuðið. Sama hvort þetta sé bolti, líkamspartur eða hvað sem er,“ sagði Hafdís. Hafdís í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Vilhelm „Mig langar að setja pressu á þjálfara að leyfa ekki leikmönnum að ákveða sjálfir hvort þeir verði áfram inn á eða ekki heldur taka þá út af og bíða eftir niðurstöðum hvort þeir hafi fengið heilahristing eða ekki.“ Bataferlið hefur verið langt og strangt. Hafdís er enn að fá einkenni en er þó á lokaskrefum bataferlisins eins og hún orðar það. „Ég ætla að sníða markmannshreyfingar mínar þannig að ég geti varið andlitið á mér og höfuðið,“ sagði Hafdís um hvernig þetta mun hafa áhrif á hana í framtíðinni. Að lokum ræðir Hafdís það að þurfa leggja skóna á hilluna alltof snemma líkt og margur markvörðurinn hefur þurft að gera undanfarin ár vegna höfuðmeiðsla. Hafdís hefur á ferli sínum leikið með Fram og Stjörnunni hér heima ásamt því að leika með SønderjyskE í Danmörku og HK Sola í Noregi. Alls hefur hún leikið 26 landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið. Klippa: Vill ekki þurfa að leggja skóna á hilluna vegna höfuðhögga
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Fram Sportpakkinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni