Gareth Bale á leiðinni inn hjá Tottenham en Dele Alli líklega á leiðinni út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 09:00 Gareth Bale varð að stórstjörnu hjá Tottenham en hér fagnar hann marki á gamla White Hart Lane. EPA/ANDY RAIN Tottenham stendur í stórræðum þessa dagana með því að reyna að endurheimta fyrrum dýrasta leikmann heims. Guardian, BBC og fleiri enskir miðlar segja frá því að Gareth Bale sé mjög nálægt því að snúa aftur til Tottenham. Það eru margir spenntir að sjá Gareth Bale aftur í ensku úrvalsdeildinni og ekki síst að sjá þennan öfluga leikmenn spila fótbolta eftir alla bekkjarsetuna hjá Real Madrid að undanförnu. Gareth Bale is on the verge of agreeing a deal with Tottenham!Full story: https://t.co/mu94vHVzgR pic.twitter.com/kDKTVQzbik— BBC Sport (@BBCSport) September 17, 2020 Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, talaði um það við fjölmiðla í gærkvöldi að þeir væru nálægt því að ganga frá samningi og hlutirnir gætu gengið hratt fyrir sig á næstunni. Tottenham fær Gareth Bale þá á láni frá spænska stórliðinu en knattspyrnustjórinn Zinedine Zidane hjá Real Madrid telur sig ekki geta notað einn besta knattspyrnumann heims. Gareth Bale hefur ekki viljað fara frá Real Madrid undanfarin ár þrátt fyrir að félagið vilji augljóslega losna við hann. Það spilar mest inn í launin sem Gareth Bale er að fá hjá Real Madrid. Hann vill ekki missa þau enda með einn besta samnniginn í knattspyrnuheiminum. Tottenham close to re-signing Gareth Bale on loan from Real Madrid. By @DaveHytner https://t.co/QSGpb6yNwe pic.twitter.com/eLf3vE5QOw— Guardian sport (@guardian_sport) September 17, 2020 Gareth Bale er að fá um 600 þúsund pund í laun á viku eða meira en 106 milljónir íslenskra króna. Það er ljóst að Tottenham mun taka á sig hluta af þessum launum og samningaviðræðurnar snúast væntanlega um það hversu mikinn hluta Tottenham menn borga. Gareth Bale hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2013 þegar Real keypti hann fyrir metfé frá Tottenham. Bale lék með Tottenham frá 2007 til 2013 og varð að heimsklassa leikmanni hjá félaginu. Gareth Bale er enn bara 31 árs gamall og ætti því að vera enn á toppnum sem knattspyrnumaður. With Gareth Bale an option for Spurs this transfer window, Dele Alli may find himself leaving the club, being left out of the Europa league squad. Exclusive by @Matt_Law_DT and @SamWallaceTel https://t.co/Bvz674yZds— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 17, 2020 Á sama tíma og Gareth Bale er út í kuldanum hjá Zidane þá virðist Jose Mourinho, knattspynustjóri Tottenham, ekki hafa not fyrir enska landsliðsmanninn Dele Alli. Ensku miðlarnir telja að Dele Alli sé á leiðinni frá Tottenham en hann er ekki í leikmannahópi liðsins í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Dele Alli er ekki meiddur en Jose Mouringo hefur gagnrýnt hann fyrir leti á æfingum og það lítur út fyrir að Alli sé enn ein stórstjarnan sem kemst upp á kant við Mourinho. Jose tók hann af velli í hálfleik á fyrsta leik Tottenham á tímaiblinu. Tottenham mætir í kvöld Lokomotiv Plovdiv í Búlgaríu í forkeppni Evrópudeildarinnar og kannski skýrast þessi mál ekki endanlega fyrr en eftir þann leik. Enski boltinn Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira
Tottenham stendur í stórræðum þessa dagana með því að reyna að endurheimta fyrrum dýrasta leikmann heims. Guardian, BBC og fleiri enskir miðlar segja frá því að Gareth Bale sé mjög nálægt því að snúa aftur til Tottenham. Það eru margir spenntir að sjá Gareth Bale aftur í ensku úrvalsdeildinni og ekki síst að sjá þennan öfluga leikmenn spila fótbolta eftir alla bekkjarsetuna hjá Real Madrid að undanförnu. Gareth Bale is on the verge of agreeing a deal with Tottenham!Full story: https://t.co/mu94vHVzgR pic.twitter.com/kDKTVQzbik— BBC Sport (@BBCSport) September 17, 2020 Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, talaði um það við fjölmiðla í gærkvöldi að þeir væru nálægt því að ganga frá samningi og hlutirnir gætu gengið hratt fyrir sig á næstunni. Tottenham fær Gareth Bale þá á láni frá spænska stórliðinu en knattspyrnustjórinn Zinedine Zidane hjá Real Madrid telur sig ekki geta notað einn besta knattspyrnumann heims. Gareth Bale hefur ekki viljað fara frá Real Madrid undanfarin ár þrátt fyrir að félagið vilji augljóslega losna við hann. Það spilar mest inn í launin sem Gareth Bale er að fá hjá Real Madrid. Hann vill ekki missa þau enda með einn besta samnniginn í knattspyrnuheiminum. Tottenham close to re-signing Gareth Bale on loan from Real Madrid. By @DaveHytner https://t.co/QSGpb6yNwe pic.twitter.com/eLf3vE5QOw— Guardian sport (@guardian_sport) September 17, 2020 Gareth Bale er að fá um 600 þúsund pund í laun á viku eða meira en 106 milljónir íslenskra króna. Það er ljóst að Tottenham mun taka á sig hluta af þessum launum og samningaviðræðurnar snúast væntanlega um það hversu mikinn hluta Tottenham menn borga. Gareth Bale hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2013 þegar Real keypti hann fyrir metfé frá Tottenham. Bale lék með Tottenham frá 2007 til 2013 og varð að heimsklassa leikmanni hjá félaginu. Gareth Bale er enn bara 31 árs gamall og ætti því að vera enn á toppnum sem knattspyrnumaður. With Gareth Bale an option for Spurs this transfer window, Dele Alli may find himself leaving the club, being left out of the Europa league squad. Exclusive by @Matt_Law_DT and @SamWallaceTel https://t.co/Bvz674yZds— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 17, 2020 Á sama tíma og Gareth Bale er út í kuldanum hjá Zidane þá virðist Jose Mourinho, knattspynustjóri Tottenham, ekki hafa not fyrir enska landsliðsmanninn Dele Alli. Ensku miðlarnir telja að Dele Alli sé á leiðinni frá Tottenham en hann er ekki í leikmannahópi liðsins í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Dele Alli er ekki meiddur en Jose Mouringo hefur gagnrýnt hann fyrir leti á æfingum og það lítur út fyrir að Alli sé enn ein stórstjarnan sem kemst upp á kant við Mourinho. Jose tók hann af velli í hálfleik á fyrsta leik Tottenham á tímaiblinu. Tottenham mætir í kvöld Lokomotiv Plovdiv í Búlgaríu í forkeppni Evrópudeildarinnar og kannski skýrast þessi mál ekki endanlega fyrr en eftir þann leik.
Enski boltinn Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Sjá meira