Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2020 11:18 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Af þeim þrjátíu og tveimur sem hafa greinst með kórónuveiruna síðastliðna tvo sólarhringa má rekja þriðjung þeirra smita til vínveitingastaðar í miðborg Reykjavíkur. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Af þeim þrettán sem greindust á þriðjudag var aðeins einn í sóttkví. Af þeim nítján sem greindust í gær voru tólf ekki í sóttkví. 24 af 32 smituðum síðustu daga hafa því verið utan sóttkvíar. Sjónir beindust að háskólasamfélaginu í gær því nemendur og starfsfólk háskólanna höfðu greinst með veiruna. Þórólfur segir í dag að ekki séu óyggjandi merki fyrir því, eins og staðan er núna, að þessi hópsýkingin sé innan skólanna heldur virðist hún vera að koma annars staðar frá. Vínveitingastaðir og skemmtistaðir hafa mátt hafa opið til klukkan 23 á kvöldin undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm „Það virðist vera að stóran hluta sé hægt að rekja til skemmtistaðar eða vínveitingastaðar í bænum sem við erum að skoða aðeins betur,“ segir Þórólfur og bætir við: „Síðastliðna tvo sólarhringa höfum við verið að greina rúmlega þrjátíu einstaklinga og um það bil þriðjunginn má rekja til þessara staðar. Það er síðasta helgi sem að er til skoðunar og það er verið að reyna að hafa upp á sem flestum sem hafa verið á þessum stað á þeim tíma,“ segir Þórólfur. Er þá verið að horfa til tímabilsins frá 11. september. Hann segir að nú sé að skoða að grípa til staðbundinna hertra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu til að ná utan um þessa hópsýkingu. Aðgerðirnar verði eins lítið íþyngjandi og hægt er en þó markvissar. „Það er bara verið að skoða hvað af því muni skila sem bestum árangri,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Af þeim þrjátíu og tveimur sem hafa greinst með kórónuveiruna síðastliðna tvo sólarhringa má rekja þriðjung þeirra smita til vínveitingastaðar í miðborg Reykjavíkur. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Af þeim þrettán sem greindust á þriðjudag var aðeins einn í sóttkví. Af þeim nítján sem greindust í gær voru tólf ekki í sóttkví. 24 af 32 smituðum síðustu daga hafa því verið utan sóttkvíar. Sjónir beindust að háskólasamfélaginu í gær því nemendur og starfsfólk háskólanna höfðu greinst með veiruna. Þórólfur segir í dag að ekki séu óyggjandi merki fyrir því, eins og staðan er núna, að þessi hópsýkingin sé innan skólanna heldur virðist hún vera að koma annars staðar frá. Vínveitingastaðir og skemmtistaðir hafa mátt hafa opið til klukkan 23 á kvöldin undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm „Það virðist vera að stóran hluta sé hægt að rekja til skemmtistaðar eða vínveitingastaðar í bænum sem við erum að skoða aðeins betur,“ segir Þórólfur og bætir við: „Síðastliðna tvo sólarhringa höfum við verið að greina rúmlega þrjátíu einstaklinga og um það bil þriðjunginn má rekja til þessara staðar. Það er síðasta helgi sem að er til skoðunar og það er verið að reyna að hafa upp á sem flestum sem hafa verið á þessum stað á þeim tíma,“ segir Þórólfur. Er þá verið að horfa til tímabilsins frá 11. september. Hann segir að nú sé að skoða að grípa til staðbundinna hertra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu til að ná utan um þessa hópsýkingu. Aðgerðirnar verði eins lítið íþyngjandi og hægt er en þó markvissar. „Það er bara verið að skoða hvað af því muni skila sem bestum árangri,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira