WHO varar við að sóttkví sé stytt Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2020 15:29 Merki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem legst gegn ákvörðunum sumra Evrópuríkja um að stytta sóttkví fyrir þá sem hafa verið útsettir fyrir kórónuveirusmiti. AP/Laurent Gillieron/Keystone Evrópuþjóðir verða að halda fast við sóttkvíarreglur vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi fjölgunar smitaðra um alla álfuna undanfarið, að mati yfirmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu. Fjölgunin ætti að vera álfunni vakning. Fleiri en 300.000 manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í 53 Evrópulöndum síðustu vikuna. Smituðum hefur fjölgað um meira en 10% í meira en helmingi Evrópuríkjanna undanfarnar tvær vikur. Í sjö ríkjum fjölgaði smituðum tvöfalt. Þrátt fyrir þetta hafa sum ríki, þar á meðal Ísland, ákveðið að slaka á reglum um hversu lengi fólk sem er talið hafa verið útsett fyrir nýju afbrigði kórónuveiru þarf að vera í sóttkví. Hér á landi er nú aðeins gerð krafa um sjö daga sóttkví í stað fjórtán daga áður ef fólk er einkennalaust og sýni er neikvætt. Frönsk stjórnvöld styttu sóttkví einnig um helming í síðustu viku og vísuðu til þess að margir virtu hvort eð er ekki kröfuna um tvær vikur. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, varar við því að jafnvel þó að sóttkvíartíminn verði aðeins styttur lítillega gæti það haft veruleg áhrif á útbreiðslu veirunnar. Hækkandi tölur smitaðra í þessum mánuði hafi vakið fólk af værum blundi, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Tilmæli WHO um fjórtán daga sóttkví byggja á þekkingu á meðgöngutíma veirunnar og smitleiðum. Katie Smallwood, sérfræðingur hjá WHO, segir að stofnunin myndi aðeins breyta þeim tilmælum á grundvelli skilnings hennar á vísindunum að baki. „Það er enn sem komið er ekki tilfellið,“ sagði hún á blaðamannafundi með Kluge sem fór fram með fjarfundarbúnaði í dag. Kluge viðurkenndi að þreytu væri byrjað að gæta á meðal almennings og jafnvel andstöðu við sóttvarnaraðgerðir. Lýsti hann engu að síður trú sinni á að Evrópulöndum tækist að bæla veiruna niður aftur. „Í vor og snemma í sumar gátum við séð áhrif strangra takmarkana. Aðgerðir okkar, fórnir okkar, borguðu sig. Í júní voru aldrei færri smitaðir. Tölurnar um fjölda smitaðra í september ættu aftur á móti að vera okkur öllum vakning,“ sagði Kluge. Tæplega fjörutíu manns hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni á Íslandi undanfarna þrjá sólarhringa. Aðeins ellefu þeirra voru í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir. Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boðar hertar aðgerðir á vínveitingastöðum borgarinnar Heimsóknir á slíka staði eigi stóran þátt í þeirri bylgju sem nú virðist vera að ganga yfir. 17. september 2020 14:20 Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Evrópuþjóðir verða að halda fast við sóttkvíarreglur vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi fjölgunar smitaðra um alla álfuna undanfarið, að mati yfirmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu. Fjölgunin ætti að vera álfunni vakning. Fleiri en 300.000 manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í 53 Evrópulöndum síðustu vikuna. Smituðum hefur fjölgað um meira en 10% í meira en helmingi Evrópuríkjanna undanfarnar tvær vikur. Í sjö ríkjum fjölgaði smituðum tvöfalt. Þrátt fyrir þetta hafa sum ríki, þar á meðal Ísland, ákveðið að slaka á reglum um hversu lengi fólk sem er talið hafa verið útsett fyrir nýju afbrigði kórónuveiru þarf að vera í sóttkví. Hér á landi er nú aðeins gerð krafa um sjö daga sóttkví í stað fjórtán daga áður ef fólk er einkennalaust og sýni er neikvætt. Frönsk stjórnvöld styttu sóttkví einnig um helming í síðustu viku og vísuðu til þess að margir virtu hvort eð er ekki kröfuna um tvær vikur. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, varar við því að jafnvel þó að sóttkvíartíminn verði aðeins styttur lítillega gæti það haft veruleg áhrif á útbreiðslu veirunnar. Hækkandi tölur smitaðra í þessum mánuði hafi vakið fólk af værum blundi, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Tilmæli WHO um fjórtán daga sóttkví byggja á þekkingu á meðgöngutíma veirunnar og smitleiðum. Katie Smallwood, sérfræðingur hjá WHO, segir að stofnunin myndi aðeins breyta þeim tilmælum á grundvelli skilnings hennar á vísindunum að baki. „Það er enn sem komið er ekki tilfellið,“ sagði hún á blaðamannafundi með Kluge sem fór fram með fjarfundarbúnaði í dag. Kluge viðurkenndi að þreytu væri byrjað að gæta á meðal almennings og jafnvel andstöðu við sóttvarnaraðgerðir. Lýsti hann engu að síður trú sinni á að Evrópulöndum tækist að bæla veiruna niður aftur. „Í vor og snemma í sumar gátum við séð áhrif strangra takmarkana. Aðgerðir okkar, fórnir okkar, borguðu sig. Í júní voru aldrei færri smitaðir. Tölurnar um fjölda smitaðra í september ættu aftur á móti að vera okkur öllum vakning,“ sagði Kluge. Tæplega fjörutíu manns hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni á Íslandi undanfarna þrjá sólarhringa. Aðeins ellefu þeirra voru í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir.
Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boðar hertar aðgerðir á vínveitingastöðum borgarinnar Heimsóknir á slíka staði eigi stóran þátt í þeirri bylgju sem nú virðist vera að ganga yfir. 17. september 2020 14:20 Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Boðar hertar aðgerðir á vínveitingastöðum borgarinnar Heimsóknir á slíka staði eigi stóran þátt í þeirri bylgju sem nú virðist vera að ganga yfir. 17. september 2020 14:20
Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent