Svekkjandi tap og KR úr leik í Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2020 18:30 KR er úr leik í Evrópu þetta árið. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar fóru fýluferð til Eistlands í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þrátt fyrir að betri frá upphafi til enda þá töpuðu Íslandsmeistararnir 2-1 gegn Floria Tallinn – toppliðinu í Eistlandi - og Evrópuævintýrum þeirra því lokið í sumar. Finnur Orri Margeirsson meiddist strax á 6. mínútu og í hans stað kom Pablo Punyed. El-Salvadorinn var ekki alveg í takt við leikinn eftir að hafa komið inn á og missti boltann skömmu síðar. Upp úr því kom fyrsta mark leiksins en það gerði Rauno Sappinen fyrir Floria Tallinn. Eftir það settu KR-ingar mikið púður í að jafna metin og tókst það en markið dæmt af vegna rangstöðu. Endursýningar sýndu að um kolrangan dóm var að ræða. Það var svo á 36. mínútu sem heimamenn tvöfölduðu forystu sína þökk sé marki Michael Lilander en hann átti þá skot af löngu færi sem fór fram hjá Beiti Ólafssyni í marki KR. Staðan 2-0 í hálfleik. Verkefni KR-inga varð enn erfiðara þegar Ægir Jarl Jónasson fékk sitt annað gula spjald á 58. mínútu fyrir litlar sakir. Tíu leikmönnum KR tókst þó að minnka muninn á 74. mínútu þegar Kristján Flóki Finnbogason skallaði knöttinn í netið Í kjölfarið gáfu KR-ingar allt sem þeir áttu og mögulega hefði Stefán Árni Geirsson átt að jafna metin í uppbótartíma þegar hann skallaði fyrirgjöf Kristins Jónssonar yfir. Algjört dauðafæri en Stefán Árni með mann í bakinu og færið mögulega erfiðara en það virtist í fyrstu sýn. Lokatölur 2-1 og gríðarlega svekkjandi tap KR-inga í Eistlandi staðreynd. Þar með missir Ísland eitt af fjórum sætum sínum í Evrópukeppnum. Mun það taka gildi sumarið 2022. Þá verður búið að setja upp nýja Evrópukeppni,Sambandsdeild [e. Conference League]. Fótbolti Evrópudeild UEFA KR Tengdar fréttir Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00 Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Sjá meira
KR-ingar fóru fýluferð til Eistlands í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þrátt fyrir að betri frá upphafi til enda þá töpuðu Íslandsmeistararnir 2-1 gegn Floria Tallinn – toppliðinu í Eistlandi - og Evrópuævintýrum þeirra því lokið í sumar. Finnur Orri Margeirsson meiddist strax á 6. mínútu og í hans stað kom Pablo Punyed. El-Salvadorinn var ekki alveg í takt við leikinn eftir að hafa komið inn á og missti boltann skömmu síðar. Upp úr því kom fyrsta mark leiksins en það gerði Rauno Sappinen fyrir Floria Tallinn. Eftir það settu KR-ingar mikið púður í að jafna metin og tókst það en markið dæmt af vegna rangstöðu. Endursýningar sýndu að um kolrangan dóm var að ræða. Það var svo á 36. mínútu sem heimamenn tvöfölduðu forystu sína þökk sé marki Michael Lilander en hann átti þá skot af löngu færi sem fór fram hjá Beiti Ólafssyni í marki KR. Staðan 2-0 í hálfleik. Verkefni KR-inga varð enn erfiðara þegar Ægir Jarl Jónasson fékk sitt annað gula spjald á 58. mínútu fyrir litlar sakir. Tíu leikmönnum KR tókst þó að minnka muninn á 74. mínútu þegar Kristján Flóki Finnbogason skallaði knöttinn í netið Í kjölfarið gáfu KR-ingar allt sem þeir áttu og mögulega hefði Stefán Árni Geirsson átt að jafna metin í uppbótartíma þegar hann skallaði fyrirgjöf Kristins Jónssonar yfir. Algjört dauðafæri en Stefán Árni með mann í bakinu og færið mögulega erfiðara en það virtist í fyrstu sýn. Lokatölur 2-1 og gríðarlega svekkjandi tap KR-inga í Eistlandi staðreynd. Þar með missir Ísland eitt af fjórum sætum sínum í Evrópukeppnum. Mun það taka gildi sumarið 2022. Þá verður búið að setja upp nýja Evrópukeppni,Sambandsdeild [e. Conference League].
Fótbolti Evrópudeild UEFA KR Tengdar fréttir Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00 Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Sjá meira
Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00
Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30