Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir eru mættar til leiks á sviði hlaðvarpsins.
Sunneva er einn allra vinsælasti áhrifavaldur landsins og er hún með yfir 45 þúsund fylgjendur á Instagram. Birta er með yfir fimm þúsund fylgjendur.
Þær byrjuðu í gær með hlaðvarpið Teboðið og í fyrsta þættinum fóru þær yfir þau gleymd ástarsambönd í Hollywood.
Hér að neðan má horfa á þáttinn.