Innlent

Einn smitaður í Melaskóla

Birgir Olgeirsson skrifar
Melaskóli
Melaskóli

Nemandi í sjöunda bekk í Melaskóla greindist með Covid-19 í gær. Þetta kemur fram í póst sem skólastjóri Melaskóla, Björgvin Þór Þórhallsson, sendi foreldrum og forráðamönnum nemenda í gær.

Allur bekkurinn sem nemandinn er í hefur verið sendur í sjö daga sóttkví frá og með gærdeginum, sem endar með sýnatökum. Einnig var umsjónarkennarinn sendur í sóttkví auk fjögurra annarra kennara.

Skólastjórinn bendir á að þetta sé einungis fyrsta skrefið, smitrakning gæti kallað á frekari aðgerðir.

Tekið er fram að einungis þeir sem voru nálægt viðkomandi nemanda, innan við tvo metra og í fimmtán mínútur eða meira, þurfa að fara í sóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×