Vonbrigði fyrir Ballarin að „drífa ekki alla leið“ Sylvía Hall skrifar 19. september 2020 22:30 Michelle Ballarin var með fjólubláan varalit þegar hún kom til landsins á sínum tíma í þeim tilgangi að endurvekja WOW air. Vísir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem hefur aðstoðað bandaríska fjárfestinn Michelle Ballarin hér á landi, segir hana hafa áhuga á að vera í viðskiptum hér á landi á komandi árum. Það hafi verið mikil vonbrigði fyrir hana að „drífa ekki alla leið með Icelandair-verkefnið“. Greint var frá því fyrr í vikunni að Ballarin hefði gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair og hermdu heimildir fréttastofu að tilboðið hljóðaði upp á sjö milljarða króna. Þá var greint frá því í gær að stjórn Icelandair hafi hafnað tilboði sem nam sömu upphæð. Hefur fréttastofa heimildir fyrir því að það hafi einmitt verið tilboð Ballarin sem stjórn félagsins hafnaði. „Michelle hefur af ýmsum ástæðum og í langan tíma haft áhuga á Íslandi. Hún kynntist Íslandi vel í aðdraganda þess að hún keypti vörumerki WOW. Hana langar að vera hérna einhvers staðar í viðskiptum á komandi árum,“ segir Gunnar Steinn í samtali við Vísi. Hann geti þó ekki tjáð sig um hvort hún hafi áhuga á einhverju öðru en flugrekstri. Þrátt fyrir að gengið sé út frá því að tilboðið sem stjórn Icelandair hafnaði sé komið frá Ballarin hefur það ekki verið tilkynnt formlega að sögn Páls Ágústs Ólafssonar, lögmanns Ballarin. „Við höfum ekkert heyrt, hvorki frá félaginu né bönkunum.“ Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist á fimmtudag.Vísir/Vilhelm Forgangsmál að koma WOW air aftur í loftið Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi. Hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Páll Ágúst segir allt kapp lagt á það að koma WOW air aftur í loftið, en ár er liðið frá því að Michelle hélt blaðamannafund á Hótel Sögu þar sem hún kynnti áform sín um endurreisn félagsins. Að sögn Páls er markmiðið enn að bjóða upp á farþega- og fraktflug en hann útilokar ekki að Ballarin ráðist í frekari fjárfestingar hér á landi. „Við erum að sjálfsögðu opin fyrir því ef það koma upp spennandi tækifæri, þá að sjálfsögðu skoðum við það. Fyrst og fremst erum við að vinna að því statt og stöðugt að koma WOW aftur í loftið, þó að tímar séu krefjandi,“ segir Páll. Faraldur kórónuveirunnar hefur sett strik í reikninginn hjá flugfélögum víða um heim, enda fáir á faraldsfæti þegar faraldurinn er í vexti nær allsstaðar í heiminum. Þrátt fyrir það megi landsmenn búast við því að sjá fjólubláa vörumerkið á ný í framtíðinni. „Það eru ekki kjöraðstæður, en það breytir því ekki að við ætlum með WOW aftur í loftið.“ Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21 Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut væntanlega sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45 „Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem hefur aðstoðað bandaríska fjárfestinn Michelle Ballarin hér á landi, segir hana hafa áhuga á að vera í viðskiptum hér á landi á komandi árum. Það hafi verið mikil vonbrigði fyrir hana að „drífa ekki alla leið með Icelandair-verkefnið“. Greint var frá því fyrr í vikunni að Ballarin hefði gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair og hermdu heimildir fréttastofu að tilboðið hljóðaði upp á sjö milljarða króna. Þá var greint frá því í gær að stjórn Icelandair hafi hafnað tilboði sem nam sömu upphæð. Hefur fréttastofa heimildir fyrir því að það hafi einmitt verið tilboð Ballarin sem stjórn félagsins hafnaði. „Michelle hefur af ýmsum ástæðum og í langan tíma haft áhuga á Íslandi. Hún kynntist Íslandi vel í aðdraganda þess að hún keypti vörumerki WOW. Hana langar að vera hérna einhvers staðar í viðskiptum á komandi árum,“ segir Gunnar Steinn í samtali við Vísi. Hann geti þó ekki tjáð sig um hvort hún hafi áhuga á einhverju öðru en flugrekstri. Þrátt fyrir að gengið sé út frá því að tilboðið sem stjórn Icelandair hafnaði sé komið frá Ballarin hefur það ekki verið tilkynnt formlega að sögn Páls Ágústs Ólafssonar, lögmanns Ballarin. „Við höfum ekkert heyrt, hvorki frá félaginu né bönkunum.“ Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist á fimmtudag.Vísir/Vilhelm Forgangsmál að koma WOW air aftur í loftið Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi. Hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Páll Ágúst segir allt kapp lagt á það að koma WOW air aftur í loftið, en ár er liðið frá því að Michelle hélt blaðamannafund á Hótel Sögu þar sem hún kynnti áform sín um endurreisn félagsins. Að sögn Páls er markmiðið enn að bjóða upp á farþega- og fraktflug en hann útilokar ekki að Ballarin ráðist í frekari fjárfestingar hér á landi. „Við erum að sjálfsögðu opin fyrir því ef það koma upp spennandi tækifæri, þá að sjálfsögðu skoðum við það. Fyrst og fremst erum við að vinna að því statt og stöðugt að koma WOW aftur í loftið, þó að tímar séu krefjandi,“ segir Páll. Faraldur kórónuveirunnar hefur sett strik í reikninginn hjá flugfélögum víða um heim, enda fáir á faraldsfæti þegar faraldurinn er í vexti nær allsstaðar í heiminum. Þrátt fyrir það megi landsmenn búast við því að sjá fjólubláa vörumerkið á ný í framtíðinni. „Það eru ekki kjöraðstæður, en það breytir því ekki að við ætlum með WOW aftur í loftið.“
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21 Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut væntanlega sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45 „Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21
Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut væntanlega sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45
„Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51