Allt að 90 með beinar tengingar við Irishman og Brewdog Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2020 12:13 The Irishman pub við Klapparstíg Vísir/Vilhelm 172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. „Það er komnir allt í kringum 90 einstaklingar sem hafa greinst síðustu daga þar sem einu sameiginlegu tengipunktarnir virðast vera í kringum þessa staði,“ segir Víðir. Hann segir að enn sé unnið með eigendum þessara staða að smitrakningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Ég legg áherslu á að þessir staðir voru með allt sitt á hreinu og gerðu allt rétt. Það er líka áhyggjuefni í sjálfu sér að þó staðir séu algjörlega til fyrirmyndar þá komi svona mörg smit upp. En það er ekki við staðina að sakast sýnist okkur.“ Víðir Reynisson sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að yfirvöld teldu sig ekki hafa leyfi til að upplýsa um nöfn staða í miðborginni þar sem smit höfðu komið upp. Yfirvöld hefðu þó ýtt á staðina um að stíga fram til að auðvelda við smitrakningu og koma böndum á hópsýkinguna. Greint hafði verið frá nafni barsins Irishman og veitingastaðarins BrewDog. Eigendur þeirra staða kusu að gera það. Þrír staðir til viðbótar voru þó undir. Voru þeir sem sóttu Irishman frá 16 til 23 föstudaginn 11. september hvattir til að fara í sýnatöku. Þeir sem sóttu Brewdog dagana 11. og 12. september voru einnig hvattir til að fara í sýnatöku. Var starfsmaður Brewdog talinn hafa smitast af viðskiptavini. BrewDog er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu.Vísir/Birgir Forstjóri Persónuverndar sagði í gær að ekki persónuverndarlöggjöfin kæmi ekki í veg fyrir að yfirvöld myndu greina frá nafni staðanna. Almannahagsmunir og heilsa trompuðu ávallt viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Víðir sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að lögfræðingar almannavarnadeildar væru að fara yfir stöðuna. Sú yfirferð leiddi í ljós að yfirvöld mættu greina frá nafni þessara staða. Í tilkynningu frá almannavörnum í gær kom fram að ekki þætti tilefni til að greina frá nöfnum þessara þriggja staða því þeir hefðu mjög óljósa tengingu við smitaða. „Smitrakningateymið er búið að útiloka þessa staði sem einhverjar tengingar. Það er ein af ástæðunum fyrir tregðunni við að nefna einhverja staði. Þetta tekur alltaf nokkra daga í smitrakningunni að verða alveg vissir um tengingarnar. Við viljum ekki kasta einhverju fram sem síðan kemur í ljós að er ekki rétt,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51 Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. „Það er komnir allt í kringum 90 einstaklingar sem hafa greinst síðustu daga þar sem einu sameiginlegu tengipunktarnir virðast vera í kringum þessa staði,“ segir Víðir. Hann segir að enn sé unnið með eigendum þessara staða að smitrakningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Ég legg áherslu á að þessir staðir voru með allt sitt á hreinu og gerðu allt rétt. Það er líka áhyggjuefni í sjálfu sér að þó staðir séu algjörlega til fyrirmyndar þá komi svona mörg smit upp. En það er ekki við staðina að sakast sýnist okkur.“ Víðir Reynisson sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að yfirvöld teldu sig ekki hafa leyfi til að upplýsa um nöfn staða í miðborginni þar sem smit höfðu komið upp. Yfirvöld hefðu þó ýtt á staðina um að stíga fram til að auðvelda við smitrakningu og koma böndum á hópsýkinguna. Greint hafði verið frá nafni barsins Irishman og veitingastaðarins BrewDog. Eigendur þeirra staða kusu að gera það. Þrír staðir til viðbótar voru þó undir. Voru þeir sem sóttu Irishman frá 16 til 23 föstudaginn 11. september hvattir til að fara í sýnatöku. Þeir sem sóttu Brewdog dagana 11. og 12. september voru einnig hvattir til að fara í sýnatöku. Var starfsmaður Brewdog talinn hafa smitast af viðskiptavini. BrewDog er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu.Vísir/Birgir Forstjóri Persónuverndar sagði í gær að ekki persónuverndarlöggjöfin kæmi ekki í veg fyrir að yfirvöld myndu greina frá nafni staðanna. Almannahagsmunir og heilsa trompuðu ávallt viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Víðir sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að lögfræðingar almannavarnadeildar væru að fara yfir stöðuna. Sú yfirferð leiddi í ljós að yfirvöld mættu greina frá nafni þessara staða. Í tilkynningu frá almannavörnum í gær kom fram að ekki þætti tilefni til að greina frá nöfnum þessara þriggja staða því þeir hefðu mjög óljósa tengingu við smitaða. „Smitrakningateymið er búið að útiloka þessa staði sem einhverjar tengingar. Það er ein af ástæðunum fyrir tregðunni við að nefna einhverja staði. Þetta tekur alltaf nokkra daga í smitrakningunni að verða alveg vissir um tengingarnar. Við viljum ekki kasta einhverju fram sem síðan kemur í ljós að er ekki rétt,“ segir Víðir í samtali við Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51 Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51
Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19
Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16