Ekki útlit fyrir að nýsmituðum fjölgi milli daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. september 2020 08:59 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vonast til þess að ekki hafi greinst fleiri með kórónuveiruna í gær heldur en daginn áður. Í gærkvöldi hafi í það minnsta ekki stefnt í að nýsmituðum fjölgaði milli daga. Víðir er í sóttkví um þessar mundir eftir að hafa verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti í viðtali á Rás 2 í síðustu viku. Hann sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að heilsan væri mjög góð en hann hefur komið sér upp sóttkvíaraðstöðu heima hjá sér. Hann gerir ráð fyrir að geta mætt aftur til vinnu á fimmtudaginn. Inntur eftir því hvernig staðan á faraldrinum væri í dag sagði Víðir að það hefði verið jákvætt að færri greindust með veiruna í gær en daginn á undan. 38 greindust með veiruna í gær en 75 daginn áður. „Það var mikið skimað í gær og það verður áhugavert að sjá tölurnar á eftir, hvað kemur út úr því. Við vonumst allavega til þess að við séum ekki að fara að fá fleiri en við höfðum í gær, kannski svona svipaðan dag. Það var allavega tilfinningin í gærkvöldi,“ sagði Víðir. Þá hafi talsvert verið skimað í gær. „Í gær voru töluvert margir í skimun sem tengist sóttkvínni. Svo skimaði Landspítalinn mikið af sínu starfsfólki í tengslum við sóttkví og smit sem hafa komið upp þar. Þetta voru um sex, sjö hundruð sem voru teknir í svona skimanir í gær, fyrir utan alla sem fóru í sýnatöku vegna einkenna sem hafa verið ansi margir síðustu dagana,“ sagði Víðir. Búast mætti við fleiri bylgjum í faraldrinum næstu mánuði. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að á meðan þessi faraldur er í svona mikilli uppsveiflu í heiminum þá muni það gerast að hér komi upp svona bylgjur alltaf öðru hverju. Við erum að læra og það var mikið ákall á okkur yfir helgina að grípa til mjög harðra aðgerða. Ég held að margir hafi átt von á því að í dag væri búið að setja mjög stífar reglur, fara jafnvel niður í tuttugu manns eða eitthvað slíkt,“ sagði Víðir. Hann benti á að ekki væri aðeins horft á fjölda smitaðra við ákvarðanatöku um aðgerðir heldur einnig hversu margir séu alvarlega veikir. Enn eigi þó líklega eftir að koma almennilega fram hversu margir eigi eftir að veikjast alvarlega í þessari þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Viðtalið við Víði í Bítinu má hlusta á í heild hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mun fleiri Covid-flutningar en undanfarnar nætur Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti níu Covid-tengdum sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, þar af sjö á næturvaktinni 21. september 2020 07:40 Starfsmaður Veðurstofunnar með veiruna Starfsmaður Veðurstofu Íslands greindist með Covid-19 seint síðastliðið föstudagskvöld. 20. september 2020 16:43 Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vonast til þess að ekki hafi greinst fleiri með kórónuveiruna í gær heldur en daginn áður. Í gærkvöldi hafi í það minnsta ekki stefnt í að nýsmituðum fjölgaði milli daga. Víðir er í sóttkví um þessar mundir eftir að hafa verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti í viðtali á Rás 2 í síðustu viku. Hann sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að heilsan væri mjög góð en hann hefur komið sér upp sóttkvíaraðstöðu heima hjá sér. Hann gerir ráð fyrir að geta mætt aftur til vinnu á fimmtudaginn. Inntur eftir því hvernig staðan á faraldrinum væri í dag sagði Víðir að það hefði verið jákvætt að færri greindust með veiruna í gær en daginn á undan. 38 greindust með veiruna í gær en 75 daginn áður. „Það var mikið skimað í gær og það verður áhugavert að sjá tölurnar á eftir, hvað kemur út úr því. Við vonumst allavega til þess að við séum ekki að fara að fá fleiri en við höfðum í gær, kannski svona svipaðan dag. Það var allavega tilfinningin í gærkvöldi,“ sagði Víðir. Þá hafi talsvert verið skimað í gær. „Í gær voru töluvert margir í skimun sem tengist sóttkvínni. Svo skimaði Landspítalinn mikið af sínu starfsfólki í tengslum við sóttkví og smit sem hafa komið upp þar. Þetta voru um sex, sjö hundruð sem voru teknir í svona skimanir í gær, fyrir utan alla sem fóru í sýnatöku vegna einkenna sem hafa verið ansi margir síðustu dagana,“ sagði Víðir. Búast mætti við fleiri bylgjum í faraldrinum næstu mánuði. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að á meðan þessi faraldur er í svona mikilli uppsveiflu í heiminum þá muni það gerast að hér komi upp svona bylgjur alltaf öðru hverju. Við erum að læra og það var mikið ákall á okkur yfir helgina að grípa til mjög harðra aðgerða. Ég held að margir hafi átt von á því að í dag væri búið að setja mjög stífar reglur, fara jafnvel niður í tuttugu manns eða eitthvað slíkt,“ sagði Víðir. Hann benti á að ekki væri aðeins horft á fjölda smitaðra við ákvarðanatöku um aðgerðir heldur einnig hversu margir séu alvarlega veikir. Enn eigi þó líklega eftir að koma almennilega fram hversu margir eigi eftir að veikjast alvarlega í þessari þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Viðtalið við Víði í Bítinu má hlusta á í heild hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mun fleiri Covid-flutningar en undanfarnar nætur Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti níu Covid-tengdum sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, þar af sjö á næturvaktinni 21. september 2020 07:40 Starfsmaður Veðurstofunnar með veiruna Starfsmaður Veðurstofu Íslands greindist með Covid-19 seint síðastliðið föstudagskvöld. 20. september 2020 16:43 Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Mun fleiri Covid-flutningar en undanfarnar nætur Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti níu Covid-tengdum sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, þar af sjö á næturvaktinni 21. september 2020 07:40
Starfsmaður Veðurstofunnar með veiruna Starfsmaður Veðurstofu Íslands greindist með Covid-19 seint síðastliðið föstudagskvöld. 20. september 2020 16:43
Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48