Lækka bensínverð um 37 krónur á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2020 12:34 Akureyringar geta fengið bensín á rúmlega 185 krónur lítrann á einum stað í bænum, útjaðri hans norðanverðum. Fróðlegt verður að sjá hvort samkeppnisaðilar stökkvi til og bjóði upp á sambærilegt verð á einstaka stöð norðan heiða. Vísir/Vilhelm Atlantsolía hefur lækkað verð á eldsneytislítranum á bensínstöðinni við Baldursnes á Akureyri til samræmis við verðstefnu sína í Kaplakrika og á Sprengisandi. Fyrirtækið fullyrðir að nú bjóði það upp á langódýrasta eldsneytislítrann á Norðurlandi. Bensínlítrinn á Baldursnesi kostar nú 185,5 krónur og dísillítrinn 181,5 krónu, sem er sama verð og á Sprengisandi og í Kaplakrika. Almennt listaverð félagsins er í dag 222,7 krónur á lítrann af bensíni og 210,8 krónur á dísillítrann. Allir viðskiptavinir fá sama lága eldsneytisverðið á Baldursnesi óháð fríðindakerfum, meðlimagjöldum eða öðrum afsláttarkjörum. Orkan býður upp á bensín á 185,4 krónur lítrann á Dalvegi og Reykjavíkurvegi á höfuðborgarsvæðinu. ÓB er með bensín á 185,5 krónur í Arnarsmára, Bæjarlind og Fjarðarkaupum. Bensín Costco er ódýrast á 182,9 krónur lítrann en félagsaðild þarf til kaupanna. Samanburð á bensínverði má finna til dæmis á Aurbjörg.is. „Bensínsprengjan okkar í Kaplakrika og á Sprengisandi hefur fengið frábærar viðtökur og breytti landslaginu á eldsneytismarkaðinum svo um munar neytendum til hagsbóta. Þó Atlantsolía sé eitt minnsta olíufélag landsins hefur fyrirtækið alltaf verið leiðandi í að sprengja upp eldsneytismarkaðinn og veita stóru olíurisunum aðhald í samkeppninni. Nú er komið að því að bjóða Akureyringum og nærsveitarmönnum þennan valkost, þ.e ódýrasta eldsneytisverðið og engin afsláttarkjör,“ segir Rakel Björg Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Atlantsolíu, í tilkynningu. „Í kjölfar verðlækkunarinnar í Kaplakrika og á Sprengisandi hefur komið ákall um sambærileg verð frá viðskiptavinum okkar norðan heiða og við erum að bregðast við því með þessum hætti. Nú er hægt að ferðast á ódýrasta eldsneytinu okkar landshluta á milli.“ Bensín og olía Akureyri Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Atlantsolía hefur lækkað verð á eldsneytislítranum á bensínstöðinni við Baldursnes á Akureyri til samræmis við verðstefnu sína í Kaplakrika og á Sprengisandi. Fyrirtækið fullyrðir að nú bjóði það upp á langódýrasta eldsneytislítrann á Norðurlandi. Bensínlítrinn á Baldursnesi kostar nú 185,5 krónur og dísillítrinn 181,5 krónu, sem er sama verð og á Sprengisandi og í Kaplakrika. Almennt listaverð félagsins er í dag 222,7 krónur á lítrann af bensíni og 210,8 krónur á dísillítrann. Allir viðskiptavinir fá sama lága eldsneytisverðið á Baldursnesi óháð fríðindakerfum, meðlimagjöldum eða öðrum afsláttarkjörum. Orkan býður upp á bensín á 185,4 krónur lítrann á Dalvegi og Reykjavíkurvegi á höfuðborgarsvæðinu. ÓB er með bensín á 185,5 krónur í Arnarsmára, Bæjarlind og Fjarðarkaupum. Bensín Costco er ódýrast á 182,9 krónur lítrann en félagsaðild þarf til kaupanna. Samanburð á bensínverði má finna til dæmis á Aurbjörg.is. „Bensínsprengjan okkar í Kaplakrika og á Sprengisandi hefur fengið frábærar viðtökur og breytti landslaginu á eldsneytismarkaðinum svo um munar neytendum til hagsbóta. Þó Atlantsolía sé eitt minnsta olíufélag landsins hefur fyrirtækið alltaf verið leiðandi í að sprengja upp eldsneytismarkaðinn og veita stóru olíurisunum aðhald í samkeppninni. Nú er komið að því að bjóða Akureyringum og nærsveitarmönnum þennan valkost, þ.e ódýrasta eldsneytisverðið og engin afsláttarkjör,“ segir Rakel Björg Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Atlantsolíu, í tilkynningu. „Í kjölfar verðlækkunarinnar í Kaplakrika og á Sprengisandi hefur komið ákall um sambærileg verð frá viðskiptavinum okkar norðan heiða og við erum að bregðast við því með þessum hætti. Nú er hægt að ferðast á ódýrasta eldsneytinu okkar landshluta á milli.“
Bensín og olía Akureyri Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun