Fótbolti

Borga helminginn af launum Suarez hjá At­letico til þess að losa sig við hann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Suarez í stúkunni í æfingaleik gegn Elche á dögunum.
Suarez í stúkunni í æfingaleik gegn Elche á dögunum. vísir/getty

Luis Suarez virðist vera yfirgefa herbúðir Barcelona en það er talið næsta víst að hann muni spila með Atletico Madrid á komandi leiktíð.

Ronald Koeman sem tók við liði Barcelona í sumar ku ekki hafa áhuga á að nota Suarez en Úrúgvæinn skoraði sextán mörk í spænsku deildinni á síðustu leiktíð.

Næsti áfangastaður Suarez er sagt vera Atletico Madrid en Diego Simeone vill ólmur fá þennan mikla sigurvegara til liðs við sig.

Samningur Suarez við Barcelona rennur ekki út fyrr en næsta sumar og hann er ekki á neinum grín samning. Talið er að vikulaun framherjans hljóði upp á 450 þúsund evrur á viku.

Börsungar eru taldir vera reiðubúnir að borga helminginn af launum Suarez hjá Atletico Madrid, með því skilyrði að þeir taki við honum. Koeman hafi ekki áhuga á að nota hann og vilja nota aðra leikmenn í framherjastöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×