Segir Englendingum að gyrða sig í brók Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2020 22:25 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/Jessica Taylor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að Englendingar taki sig á, sýni aga og fylgi nýjum sóttvarnarreglum. Í sjónvarpsávarpi í kvöld sagði forsætisráðherrann að of margir brytu gegn sóttvarnarreglum, þó flestir fylgi þeim, og haldi það áfram verði gripið til umfangsmikilla ferða- og samkomutakmarkana. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi undanfarna daga og jafnvel vikur í Bretlandi. Í gær var viðbúnaðarstig á Bretlandseyjum hækkað og í dag voru hertar reglur opinberaðar í Englandi. Ríkisstjórn Johnson setur ekki sóttvarnarreglur fyrir aðra hluta Bretlands. Meðal þess sem nýju reglurnar fela í sér er að börum og veitingahúsum verður lokað fyrr, fólki er gert að vinna heima ef það hefur töku á. Allir verða að vera með andlitsgrímur í leigubílum og starfsmenn verslana þurfa að bera grímur. Þar að auki verður hætt við að hleypa áhorfendum á stóra íþróttaviðburði og ráðstefnu í næsta mánuði, eins og til stóð. In his address to the nation, Prime Minister Boris Johnson said the country "will get through this winter together", adding that he has "no doubt there are great days ahead".Get more on PM's address to the nation: https://t.co/iFW6JfZ3C0 pic.twitter.com/mmcukOvVvu— SkyNews (@SkyNews) September 22, 2020 Í ávarpi sínu lýsti Johnson heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, sem stærstu krísu heimsins á ævi hans og sagðist sannfærður um að enska þjóðin gæti snúið bökum saman og sigrast á faraldrinum. Varaði hann við mörgum dauðsföllum ef það yrði ekki gert. Johnson sagði að fólk gæti ekki komist upp með að taka eigin áhættu með veiruna. „Hinn sorglegi raunveruleiki þess að vera smitaður af Covid er að vægur hósti eins getur orðið dauði annars.“ Sömuleiðis væri ekki hægt að einangra eldri borgara og láta veiruna smita aðra sem eru í minni hættu, eins og lagt hafi verið til. Hún myndi án efa ná einnig til eldri borgara og valda þeim miklum skaða. Johnson sagðist einnig persónulega mótfallinn takmörkunum eins og þeim sem hann hefur sett á. Því fyrr sem hægt væri að fella þær úr gildi, því betra. Því þær ógni ekki bara störfum og afkomu fólks heldur einnig þeirri nánd sem maðurinn reiði sig á. Hann sagði alla Englendinga þurfa að snúa bökum saman og ef það gengi ekki eftir gæti hann gengið lengra og sett á frekari takmarkanir. Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. 21. september 2020 22:35 Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. 21. september 2020 12:16 Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Hátt í tveggja milljóna sekt fyrir ítrekuð brot Íbúar í Bretlandi sem ítrekað hlíta ekki sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við smitaðan einstakling geta átt von á sektum sem nema allt að tíu þúsund pundum 19. september 2020 22:57 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að Englendingar taki sig á, sýni aga og fylgi nýjum sóttvarnarreglum. Í sjónvarpsávarpi í kvöld sagði forsætisráðherrann að of margir brytu gegn sóttvarnarreglum, þó flestir fylgi þeim, og haldi það áfram verði gripið til umfangsmikilla ferða- og samkomutakmarkana. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi undanfarna daga og jafnvel vikur í Bretlandi. Í gær var viðbúnaðarstig á Bretlandseyjum hækkað og í dag voru hertar reglur opinberaðar í Englandi. Ríkisstjórn Johnson setur ekki sóttvarnarreglur fyrir aðra hluta Bretlands. Meðal þess sem nýju reglurnar fela í sér er að börum og veitingahúsum verður lokað fyrr, fólki er gert að vinna heima ef það hefur töku á. Allir verða að vera með andlitsgrímur í leigubílum og starfsmenn verslana þurfa að bera grímur. Þar að auki verður hætt við að hleypa áhorfendum á stóra íþróttaviðburði og ráðstefnu í næsta mánuði, eins og til stóð. In his address to the nation, Prime Minister Boris Johnson said the country "will get through this winter together", adding that he has "no doubt there are great days ahead".Get more on PM's address to the nation: https://t.co/iFW6JfZ3C0 pic.twitter.com/mmcukOvVvu— SkyNews (@SkyNews) September 22, 2020 Í ávarpi sínu lýsti Johnson heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, sem stærstu krísu heimsins á ævi hans og sagðist sannfærður um að enska þjóðin gæti snúið bökum saman og sigrast á faraldrinum. Varaði hann við mörgum dauðsföllum ef það yrði ekki gert. Johnson sagði að fólk gæti ekki komist upp með að taka eigin áhættu með veiruna. „Hinn sorglegi raunveruleiki þess að vera smitaður af Covid er að vægur hósti eins getur orðið dauði annars.“ Sömuleiðis væri ekki hægt að einangra eldri borgara og láta veiruna smita aðra sem eru í minni hættu, eins og lagt hafi verið til. Hún myndi án efa ná einnig til eldri borgara og valda þeim miklum skaða. Johnson sagðist einnig persónulega mótfallinn takmörkunum eins og þeim sem hann hefur sett á. Því fyrr sem hægt væri að fella þær úr gildi, því betra. Því þær ógni ekki bara störfum og afkomu fólks heldur einnig þeirri nánd sem maðurinn reiði sig á. Hann sagði alla Englendinga þurfa að snúa bökum saman og ef það gengi ekki eftir gæti hann gengið lengra og sett á frekari takmarkanir.
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. 21. september 2020 22:35 Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. 21. september 2020 12:16 Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Hátt í tveggja milljóna sekt fyrir ítrekuð brot Íbúar í Bretlandi sem ítrekað hlíta ekki sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við smitaðan einstakling geta átt von á sektum sem nema allt að tíu þúsund pundum 19. september 2020 22:57 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. 21. september 2020 22:35
Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. 21. september 2020 12:16
Hátt í tveggja milljóna sekt fyrir ítrekuð brot Íbúar í Bretlandi sem ítrekað hlíta ekki sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við smitaðan einstakling geta átt von á sektum sem nema allt að tíu þúsund pundum 19. september 2020 22:57