Biðlar til fólks að takmarka eins og mögulegt er hverja það hittir Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 23. september 2020 11:54 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það komi enn dálítið á óvart hversu margir þurfi að fara í sóttkví í kringum hvern einstakling sem greinist með kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir fjölda kórónuveirusmita innanlands í gær á pari við það sem hann bjóst við. Hann bendir á að metfjöldi sýna hafi verið tekinn en segir að það komi enn pínulítið á óvart hversu margir geta farið í sóttkví í kringum hvern einstakling sem greinist. Hann biður fólk um að takmarka eins og mögulegt er þá hópa sem það er að hitta. Alls greindust 57 manns með kórónuveiruna innanlands í gær en á sama tíma hafa aldrei verið tekin fleiri sýni. Alls voru tekin 2.798 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu, 1.291 sýni var tekið í annarri skimun hjá ÍE og 436 sýni voru tekin við sóttkvíar- og handahófsskimun. Þetta gera rúmlega 4.500 sýni og með þeim 640 sýnum sem tekin voru á landamærunum fer fjöldinn yfir 5.000. Víðir segir búið að lækka þröskuldinn varðandi sýnatöku og einkenni og að mikil hvatning hafi verið til fólks sem er með einkenni að fara í sýnatöku. Mikið af pestum sé í gangi og það takist að ná til fleiri einstaklinga. „Það eru jákvæðar fréttir að því leytinu til að við erum búin að ná þessum einstaklingum og koma þeim í einangrun, á sama tíma eru alveg gríðarlega margir sem þurfa að fara í sóttkví tengt þessum einstaklingum og það kemur manni ennþá pínulítið á óvart hversu margir geta farið í sóttkví í kringum einn einstakling þegar við erum núna í þriðju bylgju og komin á aðra viku í það að hvetja fólk til að fara mjög varlega,“ segir Víðir og bætir við: „Skilaboð okkar inn í daginn eru að fólk takmarki eins og það geti þá hópa sem það er að hitta og skoði hvort það sem fólk er að gera þurfi raunverulega að fara fram með því að hittast eða hvort fólk getur gert það með öðrum leiðum, eins og við höfum verið að tala um með vinnustaði, að þeir fari í heimavinnu eins og hægt er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir fjölda kórónuveirusmita innanlands í gær á pari við það sem hann bjóst við. Hann bendir á að metfjöldi sýna hafi verið tekinn en segir að það komi enn pínulítið á óvart hversu margir geta farið í sóttkví í kringum hvern einstakling sem greinist. Hann biður fólk um að takmarka eins og mögulegt er þá hópa sem það er að hitta. Alls greindust 57 manns með kórónuveiruna innanlands í gær en á sama tíma hafa aldrei verið tekin fleiri sýni. Alls voru tekin 2.798 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu, 1.291 sýni var tekið í annarri skimun hjá ÍE og 436 sýni voru tekin við sóttkvíar- og handahófsskimun. Þetta gera rúmlega 4.500 sýni og með þeim 640 sýnum sem tekin voru á landamærunum fer fjöldinn yfir 5.000. Víðir segir búið að lækka þröskuldinn varðandi sýnatöku og einkenni og að mikil hvatning hafi verið til fólks sem er með einkenni að fara í sýnatöku. Mikið af pestum sé í gangi og það takist að ná til fleiri einstaklinga. „Það eru jákvæðar fréttir að því leytinu til að við erum búin að ná þessum einstaklingum og koma þeim í einangrun, á sama tíma eru alveg gríðarlega margir sem þurfa að fara í sóttkví tengt þessum einstaklingum og það kemur manni ennþá pínulítið á óvart hversu margir geta farið í sóttkví í kringum einn einstakling þegar við erum núna í þriðju bylgju og komin á aðra viku í það að hvetja fólk til að fara mjög varlega,“ segir Víðir og bætir við: „Skilaboð okkar inn í daginn eru að fólk takmarki eins og það geti þá hópa sem það er að hitta og skoði hvort það sem fólk er að gera þurfi raunverulega að fara fram með því að hittast eða hvort fólk getur gert það með öðrum leiðum, eins og við höfum verið að tala um með vinnustaði, að þeir fari í heimavinnu eins og hægt er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira