Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem átti að fara fram í nóvember hefur verið frestað fram á næsta ár. Miðstjórn flokksins ákvað þetta á fundi sínum síðastliðinn mánudag.
Fundinn átti að halda í Laugardalshöll dagana 13.-15. nóvember.
„Honum er frestað í ljósi COVID-19 faraldursins enda eru landsfundir talsvert stærri en núverandi fjöldatakmarkanir upp á 200 manns bjóða upp á.
Nánari dagsetning verður ákveðin og auglýst síðar en stefnt er að því að fundurinn verði haldinn á bilinu febrúar – apríl 2021,“ segir á Facebook-síðu flokksins.
Síðasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í mars 2018.