Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2020 16:30 Talið er að skíðafólk hafi smitast af kórónuveirunni í austurríska bænum Ischgl þegar í febrúar og borið hana með sér víða um lönd. Vísir/EPA Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. Lögmaður samtakanna vísar meðal annars til upplýsinga sem íslensk stjórnvöld sendu þeim austurrísku í mars. Talið er að skíðafólk sem heimsótti bæinn Ischgl í Týról í vetur hafi borið veiruna með sér til 45 landa, þar á meðal Íslands. Samtökin sem standa að málsókninni segja að 6.000 manns frá nokkrum löndum hafi skráð sig fyrir mögulega hópmálsókn á næsta ári. Flestir þeirra eru frá Þjóðverjar en Austurríkismenn, Bretar og Bandaríkjamenn eru einnig í hópnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld eru sökuð um að hafa vitað af hættinni á hópsýkingu í skíðabænum en að hafa brugðist of seint við. Ríkisstjórnin fullyrðir að hún hafi brugðist við faraldrinum út frá þeim upplýsingum sem lágu fyrir á þeim tíma. Greint var frá fyrsta smitaða einstaklingnum í Ischgl 7. mars en heilbrigðisyfirvöld telja að þeir fyrstu hafi smitast þegar í fyrstu vikunni í febrúar. Alexander Klauser, lögmaður nokkurra þeirra sem stefna stjórnvöldum, bendir á að þegar starfsmaður hótels í Innsbruck greindist smitaður 25. febrúar hafi yfirvöld látið loka því. Upplýsingar um smit í Ischgl hafi þó ekki kallað á sambærileg viðbrögð yfirvalda. „Hópur ferðamanna frá Íslandi greindist smitaður og íslenska ríkisstjórnin greindi þeirri austurrísku frá smitunum þegar 5. mars,“ segir Klauser. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Tengdar fréttir Krefjast bóta eftir að hafa þurft að glíma við afleiðingar Covid í hálft ár Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. 6. september 2020 20:15 Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. Lögmaður samtakanna vísar meðal annars til upplýsinga sem íslensk stjórnvöld sendu þeim austurrísku í mars. Talið er að skíðafólk sem heimsótti bæinn Ischgl í Týról í vetur hafi borið veiruna með sér til 45 landa, þar á meðal Íslands. Samtökin sem standa að málsókninni segja að 6.000 manns frá nokkrum löndum hafi skráð sig fyrir mögulega hópmálsókn á næsta ári. Flestir þeirra eru frá Þjóðverjar en Austurríkismenn, Bretar og Bandaríkjamenn eru einnig í hópnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld eru sökuð um að hafa vitað af hættinni á hópsýkingu í skíðabænum en að hafa brugðist of seint við. Ríkisstjórnin fullyrðir að hún hafi brugðist við faraldrinum út frá þeim upplýsingum sem lágu fyrir á þeim tíma. Greint var frá fyrsta smitaða einstaklingnum í Ischgl 7. mars en heilbrigðisyfirvöld telja að þeir fyrstu hafi smitast þegar í fyrstu vikunni í febrúar. Alexander Klauser, lögmaður nokkurra þeirra sem stefna stjórnvöldum, bendir á að þegar starfsmaður hótels í Innsbruck greindist smitaður 25. febrúar hafi yfirvöld látið loka því. Upplýsingar um smit í Ischgl hafi þó ekki kallað á sambærileg viðbrögð yfirvalda. „Hópur ferðamanna frá Íslandi greindist smitaður og íslenska ríkisstjórnin greindi þeirri austurrísku frá smitunum þegar 5. mars,“ segir Klauser.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Tengdar fréttir Krefjast bóta eftir að hafa þurft að glíma við afleiðingar Covid í hálft ár Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. 6. september 2020 20:15 Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Krefjast bóta eftir að hafa þurft að glíma við afleiðingar Covid í hálft ár Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. 6. september 2020 20:15
Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33
Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03