Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2020 16:30 Talið er að skíðafólk hafi smitast af kórónuveirunni í austurríska bænum Ischgl þegar í febrúar og borið hana með sér víða um lönd. Vísir/EPA Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. Lögmaður samtakanna vísar meðal annars til upplýsinga sem íslensk stjórnvöld sendu þeim austurrísku í mars. Talið er að skíðafólk sem heimsótti bæinn Ischgl í Týról í vetur hafi borið veiruna með sér til 45 landa, þar á meðal Íslands. Samtökin sem standa að málsókninni segja að 6.000 manns frá nokkrum löndum hafi skráð sig fyrir mögulega hópmálsókn á næsta ári. Flestir þeirra eru frá Þjóðverjar en Austurríkismenn, Bretar og Bandaríkjamenn eru einnig í hópnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld eru sökuð um að hafa vitað af hættinni á hópsýkingu í skíðabænum en að hafa brugðist of seint við. Ríkisstjórnin fullyrðir að hún hafi brugðist við faraldrinum út frá þeim upplýsingum sem lágu fyrir á þeim tíma. Greint var frá fyrsta smitaða einstaklingnum í Ischgl 7. mars en heilbrigðisyfirvöld telja að þeir fyrstu hafi smitast þegar í fyrstu vikunni í febrúar. Alexander Klauser, lögmaður nokkurra þeirra sem stefna stjórnvöldum, bendir á að þegar starfsmaður hótels í Innsbruck greindist smitaður 25. febrúar hafi yfirvöld látið loka því. Upplýsingar um smit í Ischgl hafi þó ekki kallað á sambærileg viðbrögð yfirvalda. „Hópur ferðamanna frá Íslandi greindist smitaður og íslenska ríkisstjórnin greindi þeirri austurrísku frá smitunum þegar 5. mars,“ segir Klauser. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Tengdar fréttir Krefjast bóta eftir að hafa þurft að glíma við afleiðingar Covid í hálft ár Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. 6. september 2020 20:15 Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira
Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. Lögmaður samtakanna vísar meðal annars til upplýsinga sem íslensk stjórnvöld sendu þeim austurrísku í mars. Talið er að skíðafólk sem heimsótti bæinn Ischgl í Týról í vetur hafi borið veiruna með sér til 45 landa, þar á meðal Íslands. Samtökin sem standa að málsókninni segja að 6.000 manns frá nokkrum löndum hafi skráð sig fyrir mögulega hópmálsókn á næsta ári. Flestir þeirra eru frá Þjóðverjar en Austurríkismenn, Bretar og Bandaríkjamenn eru einnig í hópnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld eru sökuð um að hafa vitað af hættinni á hópsýkingu í skíðabænum en að hafa brugðist of seint við. Ríkisstjórnin fullyrðir að hún hafi brugðist við faraldrinum út frá þeim upplýsingum sem lágu fyrir á þeim tíma. Greint var frá fyrsta smitaða einstaklingnum í Ischgl 7. mars en heilbrigðisyfirvöld telja að þeir fyrstu hafi smitast þegar í fyrstu vikunni í febrúar. Alexander Klauser, lögmaður nokkurra þeirra sem stefna stjórnvöldum, bendir á að þegar starfsmaður hótels í Innsbruck greindist smitaður 25. febrúar hafi yfirvöld látið loka því. Upplýsingar um smit í Ischgl hafi þó ekki kallað á sambærileg viðbrögð yfirvalda. „Hópur ferðamanna frá Íslandi greindist smitaður og íslenska ríkisstjórnin greindi þeirri austurrísku frá smitunum þegar 5. mars,“ segir Klauser.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austurríki Tengdar fréttir Krefjast bóta eftir að hafa þurft að glíma við afleiðingar Covid í hálft ár Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. 6. september 2020 20:15 Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira
Krefjast bóta eftir að hafa þurft að glíma við afleiðingar Covid í hálft ár Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl. 6. september 2020 20:15
Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33
Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar 9. maí 2020 08:03