Hetjuframmistaða hjá nýliðanum og Miami einum sigri frá úrslitunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2020 07:41 Tyler Herro átti stórleik gegn Boston Celtics í nótt. getty/Kevin C. Cox Tyler Herro var hetja Miami Heat þegar liðið sigraði Boston Celtics, 112-109, í úrslitum Austudeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Miami er 3-1 yfir í einvíginu og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að komast í úrslit NBA í fyrsta sinn í sex ár. Herro skoraði 37 stig sem er met hjá nýliða Miami í úrslitakeppni. Hann er aðeins annar tvítugi leikmaðurinn í sögu úrslitakeppni NBA sem skorar 37 stig eða meira í leik. Hinn er sjálfur Magic Johnson sem skoraði 42 stig þegar Los Angeles Lakers tryggði sér NBA-meistaratitilinn með sigri á Philadelphia 76ers í sjötta leik liðanna í úrslitaeinvíginu 1980. Tyler Herro's 37 points tonight were the second-most a player Age 20 or younger has ever scored in an #NBAPlayoffs game.Magic Johnson scored 42 on May 16, 1980. pic.twitter.com/ft9z7E5kJr— NBA.com/Stats (@nbastats) September 24, 2020 Herro hitti úr fjórtán af 21 skoti sínu utan af velli og skoraði fimm þriggja stiga körfur. Sautján af 37 stigum Herros komu í 4. leikhluta. Most playoff PTS ever by a Heat rookie. @raf_tyler scores 37.. a win Fri. (8:30pm/et on ESPN) can put the @MiamiHEAT in the NBA Finals! pic.twitter.com/gB9dPk6U8H— NBA (@NBA) September 24, 2020 Jimmy Butler skoraði 24 stig fyrir Miami og tók níu fráköst, Goran Dragic skilaði 22 stigum og Bam Adebayo var með 20 stig og tólf fráköst. Jaylen Brown minnkaði muninn í þrjú stig, 107-104, fyrir Boston þegar hann setti niður þriggja stiga körfu þegar sextán sekúndur voru eftir. En Herro kláraði svo leikinn á vítalínunni. Game 4. Quarter 4. Time for Herro ball.@raf_tyler scores 1 7 in the 4th.. Game 5 is Friday at 8:30 PM ET on ESPN! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/JgNjz8PAkJ— NBA (@NBA) September 24, 2020 Eftir að hafa mistekist að skora í fyrri hálfleik reif Jayson Tatum sig upp í þeim seinni og skoraði þá 28 stig fyrir Boston. Hann tók einnig níu fráköst. Brown skoraði 21 stig og Kemba Walker 20. Boston verður að vinna fimmta leikinn gegn Miami á föstudaginn til að eygja von um að komast í úrslitin. NBA Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
Tyler Herro var hetja Miami Heat þegar liðið sigraði Boston Celtics, 112-109, í úrslitum Austudeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Miami er 3-1 yfir í einvíginu og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að komast í úrslit NBA í fyrsta sinn í sex ár. Herro skoraði 37 stig sem er met hjá nýliða Miami í úrslitakeppni. Hann er aðeins annar tvítugi leikmaðurinn í sögu úrslitakeppni NBA sem skorar 37 stig eða meira í leik. Hinn er sjálfur Magic Johnson sem skoraði 42 stig þegar Los Angeles Lakers tryggði sér NBA-meistaratitilinn með sigri á Philadelphia 76ers í sjötta leik liðanna í úrslitaeinvíginu 1980. Tyler Herro's 37 points tonight were the second-most a player Age 20 or younger has ever scored in an #NBAPlayoffs game.Magic Johnson scored 42 on May 16, 1980. pic.twitter.com/ft9z7E5kJr— NBA.com/Stats (@nbastats) September 24, 2020 Herro hitti úr fjórtán af 21 skoti sínu utan af velli og skoraði fimm þriggja stiga körfur. Sautján af 37 stigum Herros komu í 4. leikhluta. Most playoff PTS ever by a Heat rookie. @raf_tyler scores 37.. a win Fri. (8:30pm/et on ESPN) can put the @MiamiHEAT in the NBA Finals! pic.twitter.com/gB9dPk6U8H— NBA (@NBA) September 24, 2020 Jimmy Butler skoraði 24 stig fyrir Miami og tók níu fráköst, Goran Dragic skilaði 22 stigum og Bam Adebayo var með 20 stig og tólf fráköst. Jaylen Brown minnkaði muninn í þrjú stig, 107-104, fyrir Boston þegar hann setti niður þriggja stiga körfu þegar sextán sekúndur voru eftir. En Herro kláraði svo leikinn á vítalínunni. Game 4. Quarter 4. Time for Herro ball.@raf_tyler scores 1 7 in the 4th.. Game 5 is Friday at 8:30 PM ET on ESPN! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/JgNjz8PAkJ— NBA (@NBA) September 24, 2020 Eftir að hafa mistekist að skora í fyrri hálfleik reif Jayson Tatum sig upp í þeim seinni og skoraði þá 28 stig fyrir Boston. Hann tók einnig níu fráköst. Brown skoraði 21 stig og Kemba Walker 20. Boston verður að vinna fimmta leikinn gegn Miami á föstudaginn til að eygja von um að komast í úrslitin.
NBA Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira