Liverpool frumsýnir „hápressuskrímslið“ Diogo Jota í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2020 14:30 Diogo Jota var kynntur sem nýr leikmaður Liverpool á Anfield um síðustu helgi. Getty/Andrew Powell Þrír leikir fara fram í 32 liða úrslit enska deildabikarsins í kvöld og verða bæði Manchester City og Liverpool í eldlínunni á móti neðri deildarliðum. City mætir b-deildarliðinu Bournemouth en Liverpool bíður leikur á móti C-deildarliði Lincoln City. Stöð 2 Sport 2 mun sýna leik Lincoln City og Liverpool beint í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.40. Stuðningsmenn Liverpool eru spenntir fyrir leik kvöldsins enda ættu þeir þar að fá að sjá nýju leikmennina sína sýna sig fyrir stjóranum Jürgen Klopp. Liverpool kom mörgum á óvart á dögunum með því að kaupa portúgalska framherjann fyrir 41 milljón punda frá Wolves. Fyrst fréttist af mögulegum kaupum sama dag og Thiago Alcantara var staðfestur og Liverpool var síðan búið að tikynna Jota daginn eftir. Stuðningsmenn Liverpool fengu að sjá Thiago Alcantara í seinni hálfleiknum á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og í kvöld gæti verið komið að frumsýningu á Diogo Jota. Thiago Alcantara þykir jafnframt líklegur til að fá fyrsta byrjunarliðsleikinn í kvöld en gríski bakvörðurinn Kostas Tsimikas gæti líka fengið fyrsta keppnisleik sinn. Það lítur líka allt út fyrir að þeir Sadio Mane, Roberto Firmino og Mohamed Salah fái frí í kvöld. Það ætti því að vera pláss fyrir Diogo Jota í þriggja manna framlínu Liverpool á móti Lincoln City. watch on YouTube Pep Lijnders, aðstoðarmaður Jürgen Klopp, gaf ekkert upp um byrjunarliðið á blaðamannafundi fyrir leikinn en talaði mjög vel um Diogo Jota og kallaði hann meðal annars „hápressuskrímsli“ sem er örugglega ein af stóru ástæðunum fyrir því að hann er nú orðinn leikmaður Liverpool. „Hvað get ég sagt? Hann er tæknilega á sama stað og okkar þrír fremstu menn. Hann á svo mikla framtíð fyrir sér í leiknum og fær gott tækifæri til að sanna sig hjá okkur félagi. Hann er eins og hápressuskrímsli svo hann ætti að passa vel inn í þetta um leið,“ sagði Pep Lijnders um Diogo Jota á blaðamannafundinum. Hlaupageta framherja Liverpool liðsins skiptir miklu máli fyrir leikstíl Liverpool og Diogo Jota er bæði fljótur og áræðinn í pressunni. Ef marka má orð Pep Lijnders þá mun Diogo Jota fá fullt af leikjum með Liverpool á leiktíðinni. Diogo Jota er líka enn bara 23 ára gamall en hann var með 16 mörk í 44 leikjum með Úlfunum í öllum keppnum á síðasta tímabili þar af 9 mörk í 14 leikjjum í Evrópudeilinni og 7 mörk í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Það má annars búast við því að Liverpool noti mikið af ungu leikmönnunum sínum í leiknum á móti Lincoln City og því gætu menn eins og Neco Williams, Curtis Jones og Harvey Elliott líka verið í byrjunarliði Jürgen Klopp. watch on YouTube Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Þrír leikir fara fram í 32 liða úrslit enska deildabikarsins í kvöld og verða bæði Manchester City og Liverpool í eldlínunni á móti neðri deildarliðum. City mætir b-deildarliðinu Bournemouth en Liverpool bíður leikur á móti C-deildarliði Lincoln City. Stöð 2 Sport 2 mun sýna leik Lincoln City og Liverpool beint í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.40. Stuðningsmenn Liverpool eru spenntir fyrir leik kvöldsins enda ættu þeir þar að fá að sjá nýju leikmennina sína sýna sig fyrir stjóranum Jürgen Klopp. Liverpool kom mörgum á óvart á dögunum með því að kaupa portúgalska framherjann fyrir 41 milljón punda frá Wolves. Fyrst fréttist af mögulegum kaupum sama dag og Thiago Alcantara var staðfestur og Liverpool var síðan búið að tikynna Jota daginn eftir. Stuðningsmenn Liverpool fengu að sjá Thiago Alcantara í seinni hálfleiknum á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og í kvöld gæti verið komið að frumsýningu á Diogo Jota. Thiago Alcantara þykir jafnframt líklegur til að fá fyrsta byrjunarliðsleikinn í kvöld en gríski bakvörðurinn Kostas Tsimikas gæti líka fengið fyrsta keppnisleik sinn. Það lítur líka allt út fyrir að þeir Sadio Mane, Roberto Firmino og Mohamed Salah fái frí í kvöld. Það ætti því að vera pláss fyrir Diogo Jota í þriggja manna framlínu Liverpool á móti Lincoln City. watch on YouTube Pep Lijnders, aðstoðarmaður Jürgen Klopp, gaf ekkert upp um byrjunarliðið á blaðamannafundi fyrir leikinn en talaði mjög vel um Diogo Jota og kallaði hann meðal annars „hápressuskrímsli“ sem er örugglega ein af stóru ástæðunum fyrir því að hann er nú orðinn leikmaður Liverpool. „Hvað get ég sagt? Hann er tæknilega á sama stað og okkar þrír fremstu menn. Hann á svo mikla framtíð fyrir sér í leiknum og fær gott tækifæri til að sanna sig hjá okkur félagi. Hann er eins og hápressuskrímsli svo hann ætti að passa vel inn í þetta um leið,“ sagði Pep Lijnders um Diogo Jota á blaðamannafundinum. Hlaupageta framherja Liverpool liðsins skiptir miklu máli fyrir leikstíl Liverpool og Diogo Jota er bæði fljótur og áræðinn í pressunni. Ef marka má orð Pep Lijnders þá mun Diogo Jota fá fullt af leikjum með Liverpool á leiktíðinni. Diogo Jota er líka enn bara 23 ára gamall en hann var með 16 mörk í 44 leikjum með Úlfunum í öllum keppnum á síðasta tímabili þar af 9 mörk í 14 leikjjum í Evrópudeilinni og 7 mörk í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Það má annars búast við því að Liverpool noti mikið af ungu leikmönnunum sínum í leiknum á móti Lincoln City og því gætu menn eins og Neco Williams, Curtis Jones og Harvey Elliott líka verið í byrjunarliði Jürgen Klopp. watch on YouTube
Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira