Fyrirsögn aldarinnar: „Samtök atvinnulífsins telja gott svigrúm til launahækkana almenns starfsfólks“ Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 24. september 2020 15:32 Nei þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum. Þetta munt þú líklega aldrei lesa í fréttum. Aldrei nokkurntímann hafa atvinnurekendur sagt að það sé gott svigrúm til þess að hækka laun. Á góðæristímum þá eru blikur á lofti. Á þenslutímum er ætíð óvissa framundan og líkur á að eitthvað slæmt gerist ef laun verða hækkuð. Á krepputímum þá er ekki svigrúm til launahækkana. Á „venjulegum“ tímum er ekki svigrúm til launahækkana að mati fyrirtækjanna því það sé ekki nægt súrefni í atvinnulífinu (vantar þensluna). Við þekkjum þessar fyrirsagnir fulltrúa atvinnurekenda. Nýjasti frasinn hjá Samtökum atvinnulífsins, jafnvel með góðum stuðningi fyrrverandi starfsfólks samtakanna, er að nú séu ekki forsendur fyrir launahækkunum, það sé forsendubrestur. Hvaða forsendubrestur er það sem verið er að vísa í? Kjarasamningar voru gerðir fyrrihluta árs 2019 sem gilda til loka árs 2022. Samningarnir innihalda forsenduákvæði sem snúa að því að tryggja að kaupmáttur launa aukist, stýrivextir lækki verulega og að efndum stjórnvalda í tengslum við kjarasamningana. Þar er ekkert talað um svigrúm til launahækkana. Því er ekki forsendubrestur á þeim forsendum sem atvinnurekendur eru að blása út í tómið þessa dagana. Aldrei nokkurn tímann hefur SA krafist þess að banna ætti verðtrygginguna. Eru samtök atvinnulífsins núna að komast á þann stað að þau telji ástæðu til að banna verðtrygginguna? Ætli Samtök atvinnulífsins séu að komast á þann stað í skoðunum að það þurfi að fara að tryggja að verðmætunum verði skipt með réttlátum hætti í samfélaginu? Ég hlakka til að sjá fyrirsögnina sem hlýtur að blasa við fljótlega og gæti hljómað svo „Gott svigrúm er til launahækkana almenns launafólks að mati Samtaka atvinnulífsins“. Nei ég mun ekki halda niðri í mér andanum og bíða eftir því. Við þurfum að standa vörð um hagsmuni launafólks. Hagur fyrirtækjanna veltur alfarið á því hver fjárhagsleg staða launafólks er á þessum samdráttartímum. Með innlendri verslun og innlendri neyslu höldum við hjólunum gangandi. Höfundur er formaður RSÍ og 1. varaforseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kristján Þórður Snæbjarnarson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Nei þetta hefur þú aldrei lesið í fréttum. Þetta munt þú líklega aldrei lesa í fréttum. Aldrei nokkurntímann hafa atvinnurekendur sagt að það sé gott svigrúm til þess að hækka laun. Á góðæristímum þá eru blikur á lofti. Á þenslutímum er ætíð óvissa framundan og líkur á að eitthvað slæmt gerist ef laun verða hækkuð. Á krepputímum þá er ekki svigrúm til launahækkana. Á „venjulegum“ tímum er ekki svigrúm til launahækkana að mati fyrirtækjanna því það sé ekki nægt súrefni í atvinnulífinu (vantar þensluna). Við þekkjum þessar fyrirsagnir fulltrúa atvinnurekenda. Nýjasti frasinn hjá Samtökum atvinnulífsins, jafnvel með góðum stuðningi fyrrverandi starfsfólks samtakanna, er að nú séu ekki forsendur fyrir launahækkunum, það sé forsendubrestur. Hvaða forsendubrestur er það sem verið er að vísa í? Kjarasamningar voru gerðir fyrrihluta árs 2019 sem gilda til loka árs 2022. Samningarnir innihalda forsenduákvæði sem snúa að því að tryggja að kaupmáttur launa aukist, stýrivextir lækki verulega og að efndum stjórnvalda í tengslum við kjarasamningana. Þar er ekkert talað um svigrúm til launahækkana. Því er ekki forsendubrestur á þeim forsendum sem atvinnurekendur eru að blása út í tómið þessa dagana. Aldrei nokkurn tímann hefur SA krafist þess að banna ætti verðtrygginguna. Eru samtök atvinnulífsins núna að komast á þann stað að þau telji ástæðu til að banna verðtrygginguna? Ætli Samtök atvinnulífsins séu að komast á þann stað í skoðunum að það þurfi að fara að tryggja að verðmætunum verði skipt með réttlátum hætti í samfélaginu? Ég hlakka til að sjá fyrirsögnina sem hlýtur að blasa við fljótlega og gæti hljómað svo „Gott svigrúm er til launahækkana almenns launafólks að mati Samtaka atvinnulífsins“. Nei ég mun ekki halda niðri í mér andanum og bíða eftir því. Við þurfum að standa vörð um hagsmuni launafólks. Hagur fyrirtækjanna veltur alfarið á því hver fjárhagsleg staða launafólks er á þessum samdráttartímum. Með innlendri verslun og innlendri neyslu höldum við hjólunum gangandi. Höfundur er formaður RSÍ og 1. varaforseti ASÍ.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar