Segir fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. september 2020 20:01 Yfirlæknir á Vogi segist sjá fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu en fyrir Covid-19 faraldurinn. Sala á léttvíni og bjór hefur aukist um rúm fjórtán prósent á milli ára. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR hefur sala á léttvíni aukist um 24,39 prósent í lítrum talið á þessu ári, miðað við sama tímabil í fyrra. Þá hefur sala á bjór aukist um 12,27 prósent. Þess ber að geta að sala í Fríhöfninni hefur að mestu legið niðri frá því í mars og einnig voru barir og veitingahús lokuð hluta af tímabilinu. Yfirlæknir á Vogi segir að breytingar í samfélaginu hafi klárlega haft áhrif á áfengisdrykkju landsmanna. „Það sem við sjáum á þessum tíma er áframhald á þróun sem við höfum séð undanfarin 15 ár. Það er að fækka í þessum yngsta hópi sem leitar til okkar og það er auðvitað mjög jákvætt og það er ennþá meira áberandi þetta árið,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi og bætir við að það gæti skýrst af því að skemmtanalíf hafi legið niðri að hluta. Nú séu þó fleiri á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu. „Fólk á miðjum aldri sem lýsir því að það hefur minni hömlur þegar þessar umhverfisbremsur okkar verða minni sem gerir það að verkum að margir hafa misst tökin enn frekar og kannski farið í daglega áfengisdrykkju sem var ekki áður dagleg,“ segir Valgerður. Bæði sé um að ræða fólk sem hafi áður leitað sér aðstoðar en misst tökin vegna breyttra aðstæðna og svo fólk sem átti sig á því í fyrsta skipti að áfengisneyslan sé vandamál, nú þegar bremsurnar eru ekki til staðar og fólk mæti til dæmis ekki til vinnu. „Fólk sem er með áfengissýki og er kannski hætt að vinna eða hefur misst vinnuna eða er að vinna heima. Þá hefur bataprógrammið riðlast mikið,“ segir Valgerður. Þessi tími hafi verið erfiður fyrir marga. „Ég er viss um að það séu margir í þessum sporum sem ekki eru að leita sér aðstoðar og ég vil hvetja þá til að gera það,“ segir Valgerður. Biðlistinn á Vogi hafi ekki lengst þrátt fyrir að færri fái pláss á Vogi. „Ég hef líka áhyggjur af því að fólk sé að veigra sér við að leita sér aðstoðar. Það er heima og er hrætt við veikina og er ekki að biðja um þá aðstoð sem það þarf og það er áhyggjuefni,“ segir Valgerður. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Yfirlæknir á Vogi segist sjá fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu en fyrir Covid-19 faraldurinn. Sala á léttvíni og bjór hefur aukist um rúm fjórtán prósent á milli ára. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR hefur sala á léttvíni aukist um 24,39 prósent í lítrum talið á þessu ári, miðað við sama tímabil í fyrra. Þá hefur sala á bjór aukist um 12,27 prósent. Þess ber að geta að sala í Fríhöfninni hefur að mestu legið niðri frá því í mars og einnig voru barir og veitingahús lokuð hluta af tímabilinu. Yfirlæknir á Vogi segir að breytingar í samfélaginu hafi klárlega haft áhrif á áfengisdrykkju landsmanna. „Það sem við sjáum á þessum tíma er áframhald á þróun sem við höfum séð undanfarin 15 ár. Það er að fækka í þessum yngsta hópi sem leitar til okkar og það er auðvitað mjög jákvætt og það er ennþá meira áberandi þetta árið,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi og bætir við að það gæti skýrst af því að skemmtanalíf hafi legið niðri að hluta. Nú séu þó fleiri á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu. „Fólk á miðjum aldri sem lýsir því að það hefur minni hömlur þegar þessar umhverfisbremsur okkar verða minni sem gerir það að verkum að margir hafa misst tökin enn frekar og kannski farið í daglega áfengisdrykkju sem var ekki áður dagleg,“ segir Valgerður. Bæði sé um að ræða fólk sem hafi áður leitað sér aðstoðar en misst tökin vegna breyttra aðstæðna og svo fólk sem átti sig á því í fyrsta skipti að áfengisneyslan sé vandamál, nú þegar bremsurnar eru ekki til staðar og fólk mæti til dæmis ekki til vinnu. „Fólk sem er með áfengissýki og er kannski hætt að vinna eða hefur misst vinnuna eða er að vinna heima. Þá hefur bataprógrammið riðlast mikið,“ segir Valgerður. Þessi tími hafi verið erfiður fyrir marga. „Ég er viss um að það séu margir í þessum sporum sem ekki eru að leita sér aðstoðar og ég vil hvetja þá til að gera það,“ segir Valgerður. Biðlistinn á Vogi hafi ekki lengst þrátt fyrir að færri fái pláss á Vogi. „Ég hef líka áhyggjur af því að fólk sé að veigra sér við að leita sér aðstoðar. Það er heima og er hrætt við veikina og er ekki að biðja um þá aðstoð sem það þarf og það er áhyggjuefni,“ segir Valgerður.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira