Fjárhundinum Tímoni bjargað eftir tíu daga í djúpri gjótu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2020 19:11 Hér má sjá hvar og hvert Tímon féll niður. Mynd/Úlfhildur Ída Fjárhundurinn Tímon komst sannarlega í hann krappann fyrr í þessum mánuði. Þann 16. september hvarf hann sporlaust við göngur þegar hann ferðaðist ásamt eigendum sínum yfir afar sprungið svæði í Blikalónsdal á Norðausturlandi. Tíu dögum síðar var honum bjargað upp úr um sex metra djúpri gjá. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Ágústu Ágústsdóttur, eiganda Tímons. Í færslunni segir hún frá hvarfi hundsins og leitinni sem fylgdi. „Á miðvikudegi 16. september á öðrum degi fyrstu gangna hvarf fjárhundurinn okkar hann Tímon sporlaust þegar verið var að fara yfir mjög sprungið svæði syðst í Blikalónsdalnum. Kiddi leitaði þá að honum í um tvo tíma og aftur morguninn eftir en hvorki tangur né tetur fannst af honum. Við töldum engar líkur á að finna hundinn aftur og vonuðum þá bara að hann hefði fengið skjótan dauða. Okkur fannst ömurlegt til þess að hugsa að hann lægi lifandi ofan í djúpri kaldri gjá og jafnvel særður,“ skrifar Ágústa. Tíu dögum síðar, í gær, á fyrri degi seinni gangna hafi verið ákveðið að fara úr leið og gera lokatilraun til að finna þann fjórfætta. Riðið hafi verið um svæðið, flautað og kallað öðru hverju, en sökum mikils vindgnauðs hafi verið erfitt að heyra nokkuð. „En viti menn, rottur og mýs! Greindi ég þá eitthvað smá hljóð í vindbelgingnum sem ég var þó ekki viss um, kallaði á Kidda [innsk. blm: vinur Ágústu] og bað hann að stoppa og koma. Færðum við okkur nær stóru sprungusvæði og hlustuðum og kölluðum aftur. Dásamlegt hundsgelt barst okkur til eyrna djúpt undir fótum okkar. Hundsgelt frá dýri sem sjálfsagt aldrei hefur verið eins fegið að heyra raddir eigenda sinna.“ Björgun fjárhundsins Tímons. Á miðvikudegi 16. september á öðrum degi fyrstu gangna hvarf fjárhundurinn okkar hann...Posted by Ágústa Ágústsdóttir on Sunday, 27 September 2020 Sums staðar svo djúpt að ekki sást til botns Ágústa segir að töluverðan tíma hafi tekið að finna út nákvæmlega hvar Tímon, sem er af tegundinni border collie, var staðsettur þar sem sumar sprungur hafi verið svo djúpar að ekki sást til botns. Hún hafi hins vegar komið auga á lítið op, hálfgróið lyngi og gróðri. Þegar gróðrinum var ýtt frá kom í ljós op ofan í fimm til sex metra djúpa gjá. Fyrst um sinn sá Ágústa lítið sem ekkert ofan í gjána. Þegar hún hafi kallað vinalega ofan í hafi hins vegar vinalegur og kunnuglegur kollur Tímons birst undan stórri steinhellu sem hann hafi legið undir. Mikið lifandis ósköp hlýnaði okkur um hjartað að sjá hann heilan á húfi Í kapphlaupi við sólsetrið Þegar þarna var komið við sögu voru góð ráð dýr og erfitt að sjá hvernig komast ætti að hvutta. „Niðurstaðan var sú að við urðum að skilja við hann þarna og koma aftur síðar með tól, tæki og plön. Við hentum öllu gangnanestinu okkar niður til hans ásamt vatnsflösku og safafernu, reyndum að merkja staðinn og leggja landslagið á minnið og héldum síðan áfram. Ömurlegt að þurfa skilja greyið eftir en þó glöð í hjarta með mikinn feginleik í farteskinu yfir því að hafa fundið hann.“ Eftir að komið var til byggða til að undirbúa björgunaraðgerðir var brunað aftur af stað, því ná þurfti til Tímons fyrir myrkur. Við tók kapphlaup við sólsetrið. „Hálftíma gangur var frá bílnum að gjánni. Hreinsað var frá holunni og löngum stiga rennt niður á botninn. Raggi fór niður og voru miklir gleði- endurfundir. Ótrúlegt en satt þá var hann óslasaður en svangur var hann og horaður eftir harða dvöl. Hann tók glaður við slátrinu sem Kiddi tók með sér,“ skrifar Ágústa og bætir við að héðan í frá verði Tímon aldrei kallaður annað en Tímon Dal. Tímon frelsinu feginn eftir björgunaraðgerðir gærdagsins.Mynd/Úlfhildur Ída Tímon hvergi banginn Í samtali við Vísi segir Ágústa að Tímon hafi verið þreyttur og svangur þegar björgunaraðgerðum lauk. Hann hafi tekið vel til matar síns og gætt sér á slátri sem beið hans við komuna upp úr gjánni. Tímon er þó í bílveikari kantinum, og ekki fór betur en svo að hann ældi upp slátrinu á heimleiðinni. Ágústa segir það þó ekki hafa komið að sök. „Hann er bara brattur og glaður,“ segir Ágústa. Raunar hafi Tímon verið svo brattur í morgun að hann sótti í morgun hrossin og hugðist fara með í göngur. Ágústa segir þó að hann hafi fengið frí í dag og orðið eftir heima. Dýr Norðurþing Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Fjárhundurinn Tímon komst sannarlega í hann krappann fyrr í þessum mánuði. Þann 16. september hvarf hann sporlaust við göngur þegar hann ferðaðist ásamt eigendum sínum yfir afar sprungið svæði í Blikalónsdal á Norðausturlandi. Tíu dögum síðar var honum bjargað upp úr um sex metra djúpri gjá. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Ágústu Ágústsdóttur, eiganda Tímons. Í færslunni segir hún frá hvarfi hundsins og leitinni sem fylgdi. „Á miðvikudegi 16. september á öðrum degi fyrstu gangna hvarf fjárhundurinn okkar hann Tímon sporlaust þegar verið var að fara yfir mjög sprungið svæði syðst í Blikalónsdalnum. Kiddi leitaði þá að honum í um tvo tíma og aftur morguninn eftir en hvorki tangur né tetur fannst af honum. Við töldum engar líkur á að finna hundinn aftur og vonuðum þá bara að hann hefði fengið skjótan dauða. Okkur fannst ömurlegt til þess að hugsa að hann lægi lifandi ofan í djúpri kaldri gjá og jafnvel særður,“ skrifar Ágústa. Tíu dögum síðar, í gær, á fyrri degi seinni gangna hafi verið ákveðið að fara úr leið og gera lokatilraun til að finna þann fjórfætta. Riðið hafi verið um svæðið, flautað og kallað öðru hverju, en sökum mikils vindgnauðs hafi verið erfitt að heyra nokkuð. „En viti menn, rottur og mýs! Greindi ég þá eitthvað smá hljóð í vindbelgingnum sem ég var þó ekki viss um, kallaði á Kidda [innsk. blm: vinur Ágústu] og bað hann að stoppa og koma. Færðum við okkur nær stóru sprungusvæði og hlustuðum og kölluðum aftur. Dásamlegt hundsgelt barst okkur til eyrna djúpt undir fótum okkar. Hundsgelt frá dýri sem sjálfsagt aldrei hefur verið eins fegið að heyra raddir eigenda sinna.“ Björgun fjárhundsins Tímons. Á miðvikudegi 16. september á öðrum degi fyrstu gangna hvarf fjárhundurinn okkar hann...Posted by Ágústa Ágústsdóttir on Sunday, 27 September 2020 Sums staðar svo djúpt að ekki sást til botns Ágústa segir að töluverðan tíma hafi tekið að finna út nákvæmlega hvar Tímon, sem er af tegundinni border collie, var staðsettur þar sem sumar sprungur hafi verið svo djúpar að ekki sást til botns. Hún hafi hins vegar komið auga á lítið op, hálfgróið lyngi og gróðri. Þegar gróðrinum var ýtt frá kom í ljós op ofan í fimm til sex metra djúpa gjá. Fyrst um sinn sá Ágústa lítið sem ekkert ofan í gjána. Þegar hún hafi kallað vinalega ofan í hafi hins vegar vinalegur og kunnuglegur kollur Tímons birst undan stórri steinhellu sem hann hafi legið undir. Mikið lifandis ósköp hlýnaði okkur um hjartað að sjá hann heilan á húfi Í kapphlaupi við sólsetrið Þegar þarna var komið við sögu voru góð ráð dýr og erfitt að sjá hvernig komast ætti að hvutta. „Niðurstaðan var sú að við urðum að skilja við hann þarna og koma aftur síðar með tól, tæki og plön. Við hentum öllu gangnanestinu okkar niður til hans ásamt vatnsflösku og safafernu, reyndum að merkja staðinn og leggja landslagið á minnið og héldum síðan áfram. Ömurlegt að þurfa skilja greyið eftir en þó glöð í hjarta með mikinn feginleik í farteskinu yfir því að hafa fundið hann.“ Eftir að komið var til byggða til að undirbúa björgunaraðgerðir var brunað aftur af stað, því ná þurfti til Tímons fyrir myrkur. Við tók kapphlaup við sólsetrið. „Hálftíma gangur var frá bílnum að gjánni. Hreinsað var frá holunni og löngum stiga rennt niður á botninn. Raggi fór niður og voru miklir gleði- endurfundir. Ótrúlegt en satt þá var hann óslasaður en svangur var hann og horaður eftir harða dvöl. Hann tók glaður við slátrinu sem Kiddi tók með sér,“ skrifar Ágústa og bætir við að héðan í frá verði Tímon aldrei kallaður annað en Tímon Dal. Tímon frelsinu feginn eftir björgunaraðgerðir gærdagsins.Mynd/Úlfhildur Ída Tímon hvergi banginn Í samtali við Vísi segir Ágústa að Tímon hafi verið þreyttur og svangur þegar björgunaraðgerðum lauk. Hann hafi tekið vel til matar síns og gætt sér á slátri sem beið hans við komuna upp úr gjánni. Tímon er þó í bílveikari kantinum, og ekki fór betur en svo að hann ældi upp slátrinu á heimleiðinni. Ágústa segir það þó ekki hafa komið að sök. „Hann er bara brattur og glaður,“ segir Ágústa. Raunar hafi Tímon verið svo brattur í morgun að hann sótti í morgun hrossin og hugðist fara með í göngur. Ágústa segir þó að hann hafi fengið frí í dag og orðið eftir heima.
Dýr Norðurþing Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira