Hlynur Bærings: Bara „glorified“ æfingaleikur Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 27. september 2020 22:32 Hlynur Bæringsson vísir/vilhelm Hlynur Bæringsson, landsliðsfyrirliði og fyrirliði Stjörnunnar, var sáttur með sigur í Meistarakeppni KKÍ í kvöld gegn Grindavík, 106-86. Leikurinn er yfirleitt kallaður Meistari meistaranna og þrátt fyrir góðan fyrri hálfleik var niðurstaðan ljós áður en lokafjórðungurinn var byrjaður. “Það var á einhverjum tímapunkti í leiknum sem ég hugsaði ‘Þarna snerist þetta,’” sagði Hlynur þegar hann var spurður hvenær honum hefði fundist þetta vera komið. „Við mölluðum þetta aðeins yfir, allan leikinn. Hægt og rólega,“ sagði hann um hvernig honum hefði þótt liðið taka yfir í leiknum. Þó að lokastaðan hafi verið 20 stiga munur á liðunum þá var staðan nokkuð jöfn í fyrri hálfleik, 56-50. Hlynur sagði að liðið hefði rætt saman í hálfleik hvað þyrfti að batna og farið eftir því. „Þeir tóku of mikið af sóknarfráköstum og við vorum að gefa helling af keyrslum inn í teig. Svo tókum við okkur bara saman í andlitinu,“ sagði hann um frammistöðu sinna manna í leiknum. Í gegnum tíðina hafa menn rætt hvort að þessi leikur sé yfirleitt spennandi og hvort þessi titill, Meistari meistaranna, sé yfir höfuð einhvers virði. Skiptir þessi bikar Hlyn einhverju máli? „Nei, get ekki sagt það, eiginlega bara skemmtilegra að vinna,“ sagði Hlynur og bætti við: „Þetta er eiginlega bara vegsamaður æfingaleikur, ég myndi segja það. Ekki alveg æfingaleikur, en lítið skárri en það.“ Margir ungir leikmenn Stjörnunnar fengu nóg að gera í leiknum, fyrst að leikurinn var ekki spennandi í fjórða leikhluta. „Já, nokkrir sem komu vel inn hjá okkur,“ sagði Hlynur um næstu kynslóð leikmanna, sem sumir gætu verið synir hans. Mirza Sarajlija, nýr erlendur leikmaður Stjörnunnar, er alls ekkert unglamb og sýndi reynsluna í kvöld með því að setja sjö þrista í ellefu tilraunum (63% þriggja stiga nýting). Það getur varla verið leiðinlegt að deila vellinum með mönnum sem eru góðir að skjóta þristum. „Já, hann er mjög góður í því, menn eiga að nýta það sem þeir eru góðir í,“ sagði Hlynur og hafði engar áhyggjur af því að þurfa ekki að skjóta jafn marga þrista og áður. „Hann má skjóta eins mikið og hann vill. Ég þarf ekkert fleiri skot,“ sagði Hlynur léttur áður en hann hélt inn í klefa. Dominos-deild karla Stjarnan UMF Grindavík Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Hlynur Bæringsson, landsliðsfyrirliði og fyrirliði Stjörnunnar, var sáttur með sigur í Meistarakeppni KKÍ í kvöld gegn Grindavík, 106-86. Leikurinn er yfirleitt kallaður Meistari meistaranna og þrátt fyrir góðan fyrri hálfleik var niðurstaðan ljós áður en lokafjórðungurinn var byrjaður. “Það var á einhverjum tímapunkti í leiknum sem ég hugsaði ‘Þarna snerist þetta,’” sagði Hlynur þegar hann var spurður hvenær honum hefði fundist þetta vera komið. „Við mölluðum þetta aðeins yfir, allan leikinn. Hægt og rólega,“ sagði hann um hvernig honum hefði þótt liðið taka yfir í leiknum. Þó að lokastaðan hafi verið 20 stiga munur á liðunum þá var staðan nokkuð jöfn í fyrri hálfleik, 56-50. Hlynur sagði að liðið hefði rætt saman í hálfleik hvað þyrfti að batna og farið eftir því. „Þeir tóku of mikið af sóknarfráköstum og við vorum að gefa helling af keyrslum inn í teig. Svo tókum við okkur bara saman í andlitinu,“ sagði hann um frammistöðu sinna manna í leiknum. Í gegnum tíðina hafa menn rætt hvort að þessi leikur sé yfirleitt spennandi og hvort þessi titill, Meistari meistaranna, sé yfir höfuð einhvers virði. Skiptir þessi bikar Hlyn einhverju máli? „Nei, get ekki sagt það, eiginlega bara skemmtilegra að vinna,“ sagði Hlynur og bætti við: „Þetta er eiginlega bara vegsamaður æfingaleikur, ég myndi segja það. Ekki alveg æfingaleikur, en lítið skárri en það.“ Margir ungir leikmenn Stjörnunnar fengu nóg að gera í leiknum, fyrst að leikurinn var ekki spennandi í fjórða leikhluta. „Já, nokkrir sem komu vel inn hjá okkur,“ sagði Hlynur um næstu kynslóð leikmanna, sem sumir gætu verið synir hans. Mirza Sarajlija, nýr erlendur leikmaður Stjörnunnar, er alls ekkert unglamb og sýndi reynsluna í kvöld með því að setja sjö þrista í ellefu tilraunum (63% þriggja stiga nýting). Það getur varla verið leiðinlegt að deila vellinum með mönnum sem eru góðir að skjóta þristum. „Já, hann er mjög góður í því, menn eiga að nýta það sem þeir eru góðir í,“ sagði Hlynur og hafði engar áhyggjur af því að þurfa ekki að skjóta jafn marga þrista og áður. „Hann má skjóta eins mikið og hann vill. Ég þarf ekkert fleiri skot,“ sagði Hlynur léttur áður en hann hélt inn í klefa.
Dominos-deild karla Stjarnan UMF Grindavík Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira