Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2020 08:42 Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að illa farin stafnhurðin hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. EPA Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat á síðu skrokks ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. Heimildarþættirnir Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir, eru frumsýndir á Dplay í dag þar sem harmleikurinn er til umfjöllunar. Þáttagerðarmennirnir hafa notast við köfunarvélmenni sem myndaði skrokk skipsins á hafsbotni. Á myndunum, sem hafa verið birtar á vef Aftonbladet, má sjá gatið á síðunni sem hefur áður snúið niður og ekki verið sýnilegt. Skrokkurinn hefur hins vegar með árunum verið á hreyfingu og því hefur stjórnborðssíða skrokksins nú orðið sýnilegri. Í frétt blaðsins segir að gatið, sem er fjórir metrar á hæð og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, sé að finna á stjórnborðssíðu skipsins og hafi verið bæði yfir og undir sjávarhæð á síðu ferjunnar. Utanaðkomandi kraftur Þeir sérfræðingar sem þáttagerðarmennirnir ræða við útiloka að sprenging hafi valdið umræddu gati, og segja að þess í stað bendi flest til að það sé utanaðkomandi kraftur sem hafi valdið gatinu. Þáttagerðarmennirnir segja uppgötvunina styðja við bakið á þeirri kenningu að skýringuna á því að skipið hafi sokkið sé ekki einungis að finna í að stafnhurð ferjunnar hafi losnað líkt og niðurstaða rannsóknarnefndar sænskra, finnskra og eistneskra yfirvalda sagði til um. Umrætt gat kunni einnig að skýra að ferjan hafi sokkið svo fljótt og raun bar vitni. Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust.GEtty Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust. Hafa ekki sætt sig við niðurstöðu nefndarinnar Í frétt Aftonbladet segir að einhverjir þeirra sem komust lífs af úr slysinu hafi aldrei getað sætt sig við niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar – það er að illa farin stafnhurðin hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Segja þeir skýringuna ekki koma heim og saman við upplifun eftirlifenda. Eistnesk stjórnvöld hafa nú krafist að ráðist verði í nýja rannsókn. Heimildargerðarmennirnir hafa verið ákærðir fyrir röskun á grafhelgi vegna upptaka sinna. Svíþjóð Finnland Eistland Estonia-slysið Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat á síðu skrokks ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. Heimildarþættirnir Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir, eru frumsýndir á Dplay í dag þar sem harmleikurinn er til umfjöllunar. Þáttagerðarmennirnir hafa notast við köfunarvélmenni sem myndaði skrokk skipsins á hafsbotni. Á myndunum, sem hafa verið birtar á vef Aftonbladet, má sjá gatið á síðunni sem hefur áður snúið niður og ekki verið sýnilegt. Skrokkurinn hefur hins vegar með árunum verið á hreyfingu og því hefur stjórnborðssíða skrokksins nú orðið sýnilegri. Í frétt blaðsins segir að gatið, sem er fjórir metrar á hæð og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, sé að finna á stjórnborðssíðu skipsins og hafi verið bæði yfir og undir sjávarhæð á síðu ferjunnar. Utanaðkomandi kraftur Þeir sérfræðingar sem þáttagerðarmennirnir ræða við útiloka að sprenging hafi valdið umræddu gati, og segja að þess í stað bendi flest til að það sé utanaðkomandi kraftur sem hafi valdið gatinu. Þáttagerðarmennirnir segja uppgötvunina styðja við bakið á þeirri kenningu að skýringuna á því að skipið hafi sokkið sé ekki einungis að finna í að stafnhurð ferjunnar hafi losnað líkt og niðurstaða rannsóknarnefndar sænskra, finnskra og eistneskra yfirvalda sagði til um. Umrætt gat kunni einnig að skýra að ferjan hafi sokkið svo fljótt og raun bar vitni. Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust.GEtty Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust. Hafa ekki sætt sig við niðurstöðu nefndarinnar Í frétt Aftonbladet segir að einhverjir þeirra sem komust lífs af úr slysinu hafi aldrei getað sætt sig við niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar – það er að illa farin stafnhurðin hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Segja þeir skýringuna ekki koma heim og saman við upplifun eftirlifenda. Eistnesk stjórnvöld hafa nú krafist að ráðist verði í nýja rannsókn. Heimildargerðarmennirnir hafa verið ákærðir fyrir röskun á grafhelgi vegna upptaka sinna.
Svíþjóð Finnland Eistland Estonia-slysið Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira