Fæðingarorlof feðra verði 6 mánuðir Sunna Símonardóttir og Þorsteinn V. Einarsson skrifa 28. september 2020 10:30 Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Löggjöfin skilaði sér í mikilli nýtingu feðra á fæðingarorlofi því þegar feður hafa öðlast sjálfstæðan óframseljanlegan rétt þá nýta þeir hann. Engu að síður er það svo að mæður nota oftar allan sinn sjálfstæða rétt og í flestum tilvikum einnig nær allan sameiginlegan rétt þannig að fæðingarorlofstaka þeirra er mun lengri en feðra. Nýleg greining sýnir þannig fram á að Í kringum 90% mæðra fullnýta sameiginlegu mánuðina, en ekki nema 11% feðra nýta eitthvað af honum. Fyrir þessu eru margar ástæður; kynbundinn launamunur, samfélagslegur þrýstingur og ekki síður gamaldags og hamlandi hugmyndir um foreldrahlutverkið. „Valfrelsi” foreldra um nýtingu orlofs mun ekki stuðla að jafnrétti, því er nauðsynlegt að feður öðlist lengri sjálfstæðan rétt til töku fæðingarorlofs. Feður vilja lengra fæðingarorlof Í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um fæðingarorlof kom fram að 70% feðra og mæðra á Norðurlöndunum telja að orlofinu eigi að vera skipt jafnt. Rannsóknir á Íslandi, sem og á hinum Norðurlöndunum, sýna að feður sem nýta fæðingarorlof sitt eru virkari við umönnun barna sinna en þeir sem ekki gera það og fæðingarorlof feðra dregur enn fremur úr tíðni skilnaða og hefur jákvæð áhrif á líðan barna. Sérstakt feðraorlof hefur reynst skilvirkasta leiðin svo karlar verði lengur heima með ungbörnin sín og það hefur svo áhrif á venjur og viðhorf á vinnumarkaði sem og innan fjölskyldunnar. Eyrnamerkt feðraorlof er því lykillinn til að stuðla að jafnri ábyrgð foreldra á umönnun barna, heimilisstörfum og jafnrétti á vinnumarkaði. Dauðafæri til framtíðar Nú liggur fyrir frumvarp um breytingar á lögunum þar sem réttur foreldra til orlofs er jafn. Það er eðlileg krafa í jafnréttisamfélagi að löggjöf um fæðingarorlof geri ráð fyrir því að feður jafnt sem mæður sinni börnum sínum. Við eigum ekki að smíða löggjöf um það hvernig hlutirnir eru eða hafa verið, heldur hvernig er eðlilegt og réttlátt að þeir séu. Verkaskipting foreldra í uppeldi og umönnun hefur áhrif á alla þætti samfélagsins og skapar ólík hlutverk fyrir konur og karla sem hefur síðan áhrif á samfélagsþátttöku, atvinnuþátttöku og byrði innan heimilisins og svo ótalmargt fleira. Þetta er grundvöllur margskonar ójafnréttis og íþyngjandi kynhlutverka. Löggjöfin þarf að hafa svigrúm þegar sannarlega er aðeins um eitt foreldri að ræða en annars á hún að byggja á þeirri einföldu hugmynd að feður og mæður njóti jafnréttis en sé ekki kerfisbundið mismunað. Það er best fyrir börnin og okkur öll, til skemmri og lengri tíma litið. Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Börn og uppeldi Jafnréttismál Sunna Símonardóttir Þorsteinn V. Einarsson Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Löggjöfin skilaði sér í mikilli nýtingu feðra á fæðingarorlofi því þegar feður hafa öðlast sjálfstæðan óframseljanlegan rétt þá nýta þeir hann. Engu að síður er það svo að mæður nota oftar allan sinn sjálfstæða rétt og í flestum tilvikum einnig nær allan sameiginlegan rétt þannig að fæðingarorlofstaka þeirra er mun lengri en feðra. Nýleg greining sýnir þannig fram á að Í kringum 90% mæðra fullnýta sameiginlegu mánuðina, en ekki nema 11% feðra nýta eitthvað af honum. Fyrir þessu eru margar ástæður; kynbundinn launamunur, samfélagslegur þrýstingur og ekki síður gamaldags og hamlandi hugmyndir um foreldrahlutverkið. „Valfrelsi” foreldra um nýtingu orlofs mun ekki stuðla að jafnrétti, því er nauðsynlegt að feður öðlist lengri sjálfstæðan rétt til töku fæðingarorlofs. Feður vilja lengra fæðingarorlof Í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um fæðingarorlof kom fram að 70% feðra og mæðra á Norðurlöndunum telja að orlofinu eigi að vera skipt jafnt. Rannsóknir á Íslandi, sem og á hinum Norðurlöndunum, sýna að feður sem nýta fæðingarorlof sitt eru virkari við umönnun barna sinna en þeir sem ekki gera það og fæðingarorlof feðra dregur enn fremur úr tíðni skilnaða og hefur jákvæð áhrif á líðan barna. Sérstakt feðraorlof hefur reynst skilvirkasta leiðin svo karlar verði lengur heima með ungbörnin sín og það hefur svo áhrif á venjur og viðhorf á vinnumarkaði sem og innan fjölskyldunnar. Eyrnamerkt feðraorlof er því lykillinn til að stuðla að jafnri ábyrgð foreldra á umönnun barna, heimilisstörfum og jafnrétti á vinnumarkaði. Dauðafæri til framtíðar Nú liggur fyrir frumvarp um breytingar á lögunum þar sem réttur foreldra til orlofs er jafn. Það er eðlileg krafa í jafnréttisamfélagi að löggjöf um fæðingarorlof geri ráð fyrir því að feður jafnt sem mæður sinni börnum sínum. Við eigum ekki að smíða löggjöf um það hvernig hlutirnir eru eða hafa verið, heldur hvernig er eðlilegt og réttlátt að þeir séu. Verkaskipting foreldra í uppeldi og umönnun hefur áhrif á alla þætti samfélagsins og skapar ólík hlutverk fyrir konur og karla sem hefur síðan áhrif á samfélagsþátttöku, atvinnuþátttöku og byrði innan heimilisins og svo ótalmargt fleira. Þetta er grundvöllur margskonar ójafnréttis og íþyngjandi kynhlutverka. Löggjöfin þarf að hafa svigrúm þegar sannarlega er aðeins um eitt foreldri að ræða en annars á hún að byggja á þeirri einföldu hugmynd að feður og mæður njóti jafnréttis en sé ekki kerfisbundið mismunað. Það er best fyrir börnin og okkur öll, til skemmri og lengri tíma litið. Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun