Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2020 14:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. Ítrekað hafi verið bent á af hálfu sóttvarnaryfirvalda að huga vel að loftræstingu og mælt með grímunotkun þegar loftgæðum er ábótavant. Björn Birnir sagði í samtali við Vísi í morgun að hann teldi langlíklegast að hópsýking kórónuveiru sem kom upp á barnum Irishman í Reykjavík nú í mánuðinum megi rekja til loftsmits. Niðurstöður rannsóknar sem Björn hefur unnið að benda til þess að sýking eigi sér stað þegar úði úr mönnum sem ber vírusinn valdi sýkingu þegar hann berst um loft innandyra. Þá sagði Björn að hann teldi loftsmit þurfa meira vægi í allri umræðu um smitvarnir á Íslandi. Þórólfur var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort þyrfti ekki að benda frekar á hættuna á loftsmiti í ljósi þessa ummæla Björns. Þórólfur kvaðst þá ósammála Birni. „Við höfum verið að benda á það mjög ítrekað undanfarið. Við höfum verið að benda á loftræstingu í öllum lokuðum rýmum. Við erum búin að vera í sambandi við heilbrigðiseftirilitið út af þessum stöðum. Við erum búin að mæla með grímunotkun á stöðum þar sem loftræsting eða loftgæði eru ekki nógu góð. Þannig að ég get á engan hátt tekið undir það með honum að við höfum ekki gefið þessu máli vægi,“ sagði Þórólfur. Tímabundinni lokun skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu verður aflétt í dag, samkvæmt tillögum sóttvarnalæknis. Í tilmælum sínum tekur sóttvarnalæknir fram að tryggja skuli góð loftgæði og stilla hávaða í hóf því ef fólk þarf að tala hátt geti það leitt til aukinnar munnvatnsúða mengunar. Þá er mælt með því að fólk beri grímur við ákveðnar aðstæður, einkum þar sem loftgæði eru slæm. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nálægðartakmörk hafi minna að segja ef loftgæðin eru lítil Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna. 16. september 2020 08:57 „Allt of, allt of, allt of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið veikir á ferðinni“ Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum, virtist mikið niðri fyrir þegar hann brýndi fyrir fólki, í hádegisfréttum Bylgjunnar, að halda sig heima fái það einkenni Covid -19. Í raun ætti það að líta á það sem svo að það sé í einangrun. 28. september 2020 12:49 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. Ítrekað hafi verið bent á af hálfu sóttvarnaryfirvalda að huga vel að loftræstingu og mælt með grímunotkun þegar loftgæðum er ábótavant. Björn Birnir sagði í samtali við Vísi í morgun að hann teldi langlíklegast að hópsýking kórónuveiru sem kom upp á barnum Irishman í Reykjavík nú í mánuðinum megi rekja til loftsmits. Niðurstöður rannsóknar sem Björn hefur unnið að benda til þess að sýking eigi sér stað þegar úði úr mönnum sem ber vírusinn valdi sýkingu þegar hann berst um loft innandyra. Þá sagði Björn að hann teldi loftsmit þurfa meira vægi í allri umræðu um smitvarnir á Íslandi. Þórólfur var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort þyrfti ekki að benda frekar á hættuna á loftsmiti í ljósi þessa ummæla Björns. Þórólfur kvaðst þá ósammála Birni. „Við höfum verið að benda á það mjög ítrekað undanfarið. Við höfum verið að benda á loftræstingu í öllum lokuðum rýmum. Við erum búin að vera í sambandi við heilbrigðiseftirilitið út af þessum stöðum. Við erum búin að mæla með grímunotkun á stöðum þar sem loftræsting eða loftgæði eru ekki nógu góð. Þannig að ég get á engan hátt tekið undir það með honum að við höfum ekki gefið þessu máli vægi,“ sagði Þórólfur. Tímabundinni lokun skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu verður aflétt í dag, samkvæmt tillögum sóttvarnalæknis. Í tilmælum sínum tekur sóttvarnalæknir fram að tryggja skuli góð loftgæði og stilla hávaða í hóf því ef fólk þarf að tala hátt geti það leitt til aukinnar munnvatnsúða mengunar. Þá er mælt með því að fólk beri grímur við ákveðnar aðstæður, einkum þar sem loftgæði eru slæm.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nálægðartakmörk hafi minna að segja ef loftgæðin eru lítil Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna. 16. september 2020 08:57 „Allt of, allt of, allt of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið veikir á ferðinni“ Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum, virtist mikið niðri fyrir þegar hann brýndi fyrir fólki, í hádegisfréttum Bylgjunnar, að halda sig heima fái það einkenni Covid -19. Í raun ætti það að líta á það sem svo að það sé í einangrun. 28. september 2020 12:49 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Nálægðartakmörk hafi minna að segja ef loftgæðin eru lítil Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna. 16. september 2020 08:57
„Allt of, allt of, allt of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið veikir á ferðinni“ Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum, virtist mikið niðri fyrir þegar hann brýndi fyrir fólki, í hádegisfréttum Bylgjunnar, að halda sig heima fái það einkenni Covid -19. Í raun ætti það að líta á það sem svo að það sé í einangrun. 28. september 2020 12:49