Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2020 14:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. Ítrekað hafi verið bent á af hálfu sóttvarnaryfirvalda að huga vel að loftræstingu og mælt með grímunotkun þegar loftgæðum er ábótavant. Björn Birnir sagði í samtali við Vísi í morgun að hann teldi langlíklegast að hópsýking kórónuveiru sem kom upp á barnum Irishman í Reykjavík nú í mánuðinum megi rekja til loftsmits. Niðurstöður rannsóknar sem Björn hefur unnið að benda til þess að sýking eigi sér stað þegar úði úr mönnum sem ber vírusinn valdi sýkingu þegar hann berst um loft innandyra. Þá sagði Björn að hann teldi loftsmit þurfa meira vægi í allri umræðu um smitvarnir á Íslandi. Þórólfur var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort þyrfti ekki að benda frekar á hættuna á loftsmiti í ljósi þessa ummæla Björns. Þórólfur kvaðst þá ósammála Birni. „Við höfum verið að benda á það mjög ítrekað undanfarið. Við höfum verið að benda á loftræstingu í öllum lokuðum rýmum. Við erum búin að vera í sambandi við heilbrigðiseftirilitið út af þessum stöðum. Við erum búin að mæla með grímunotkun á stöðum þar sem loftræsting eða loftgæði eru ekki nógu góð. Þannig að ég get á engan hátt tekið undir það með honum að við höfum ekki gefið þessu máli vægi,“ sagði Þórólfur. Tímabundinni lokun skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu verður aflétt í dag, samkvæmt tillögum sóttvarnalæknis. Í tilmælum sínum tekur sóttvarnalæknir fram að tryggja skuli góð loftgæði og stilla hávaða í hóf því ef fólk þarf að tala hátt geti það leitt til aukinnar munnvatnsúða mengunar. Þá er mælt með því að fólk beri grímur við ákveðnar aðstæður, einkum þar sem loftgæði eru slæm. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nálægðartakmörk hafi minna að segja ef loftgæðin eru lítil Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna. 16. september 2020 08:57 „Allt of, allt of, allt of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið veikir á ferðinni“ Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum, virtist mikið niðri fyrir þegar hann brýndi fyrir fólki, í hádegisfréttum Bylgjunnar, að halda sig heima fái það einkenni Covid -19. Í raun ætti það að líta á það sem svo að það sé í einangrun. 28. september 2020 12:49 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. Ítrekað hafi verið bent á af hálfu sóttvarnaryfirvalda að huga vel að loftræstingu og mælt með grímunotkun þegar loftgæðum er ábótavant. Björn Birnir sagði í samtali við Vísi í morgun að hann teldi langlíklegast að hópsýking kórónuveiru sem kom upp á barnum Irishman í Reykjavík nú í mánuðinum megi rekja til loftsmits. Niðurstöður rannsóknar sem Björn hefur unnið að benda til þess að sýking eigi sér stað þegar úði úr mönnum sem ber vírusinn valdi sýkingu þegar hann berst um loft innandyra. Þá sagði Björn að hann teldi loftsmit þurfa meira vægi í allri umræðu um smitvarnir á Íslandi. Þórólfur var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort þyrfti ekki að benda frekar á hættuna á loftsmiti í ljósi þessa ummæla Björns. Þórólfur kvaðst þá ósammála Birni. „Við höfum verið að benda á það mjög ítrekað undanfarið. Við höfum verið að benda á loftræstingu í öllum lokuðum rýmum. Við erum búin að vera í sambandi við heilbrigðiseftirilitið út af þessum stöðum. Við erum búin að mæla með grímunotkun á stöðum þar sem loftræsting eða loftgæði eru ekki nógu góð. Þannig að ég get á engan hátt tekið undir það með honum að við höfum ekki gefið þessu máli vægi,“ sagði Þórólfur. Tímabundinni lokun skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu verður aflétt í dag, samkvæmt tillögum sóttvarnalæknis. Í tilmælum sínum tekur sóttvarnalæknir fram að tryggja skuli góð loftgæði og stilla hávaða í hóf því ef fólk þarf að tala hátt geti það leitt til aukinnar munnvatnsúða mengunar. Þá er mælt með því að fólk beri grímur við ákveðnar aðstæður, einkum þar sem loftgæði eru slæm.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nálægðartakmörk hafi minna að segja ef loftgæðin eru lítil Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna. 16. september 2020 08:57 „Allt of, allt of, allt of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið veikir á ferðinni“ Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum, virtist mikið niðri fyrir þegar hann brýndi fyrir fólki, í hádegisfréttum Bylgjunnar, að halda sig heima fái það einkenni Covid -19. Í raun ætti það að líta á það sem svo að það sé í einangrun. 28. september 2020 12:49 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Nálægðartakmörk hafi minna að segja ef loftgæðin eru lítil Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna. 16. september 2020 08:57
„Allt of, allt of, allt of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið veikir á ferðinni“ Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum, virtist mikið niðri fyrir þegar hann brýndi fyrir fólki, í hádegisfréttum Bylgjunnar, að halda sig heima fái það einkenni Covid -19. Í raun ætti það að líta á það sem svo að það sé í einangrun. 28. september 2020 12:49