Fyrrverandi ráðherra hafnar kafbátskenningu Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2020 08:01 Ástæða þess að Estonia-slysið er aftur komið í kastljós fjölmiðla eru nýir heimildamyndarþættir þar sem segir frá áður óuppgötvuðu gati, fjögurra metra löngu og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, á stjórnborðssíðu skrokks ferjunnar. Getty/Epa Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát. Anders Björck gegndi embætti varnarmálaráðherra Svíþjóðar á þeim tíma er slysið varð. „Hafi þetta verið raunin, hefðum við tafarlaust fengið skýrslu um slíkt. Eftir þessu hefði verið tekið,“ segir Björck í samtali við SVT. Björk bregst þar við orðum Magnusar Kurm sem leiddi rannsókn eistneskra yfirvalda á slysinu sem varð í september 1994. Alls fórust 852 manns þegar ferjan sökk í Eystrasalti, en 137 komust lífs af. Árið 2004 sagði frá því í Uppdrag Granskning, fréttaskýringaþætti sænska ríkissjónvarpsins, að leynilegir flutningar hergagna hafi stundum átt sér stað í ferðum Estonia í Eystrasalti. Magnus Kurm hefur fullyrt að sænski herinn hafi verið við æfingar á svæðinu á þessum tíma, og þá fylgt ferjunni. „Það kann vel að vera að kafbáturinn hafi ekki rekist á Estonia, heldur að Estonia hafi farið of nálægt kafbátnum,“ segir Kurm í samtali við eistneska fjölmiðla. Skjáskot úr þætti DPlay þar sem sjá má gatið á skrokki ferjunnar.EPA Gat á stjórnborðssíðu skrokksins Ástæða þess að Estonia-slysið er aftur komið í kastljós fjölmiðla eru nýir heimildamyndarþættir þar sem segir frá áður óuppgötvuðu gati, fjögurra metra löngu og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, á stjórnborðssíðu skrokks ferjunnar. Sú hlið hefur snúið að hafsbotni en eftir því sem skipið hefur verið á hreyfingu á hafsbotninum hefur hún orðið sýnilegri. Eistnesk stjórnvöld hafa farið fram á að ráðist verði í nýja og óháða rannsókn á slysinu. Björck segir að ef um árekstur kafbáts og Estonia hefði verið að ræða hefði séð á kafbátnum. Svíar voru einungis með tólf kafbáta í notkun á þessum tímapunkti. „Þörf hefði verið á gríðarmikilli yfirhylmingaraðgerð ef eitthvað svona hafi átt sér stað og reynt hafi verið að fela það.“ Hafi frekar myndast þegar ferjan sökk SVT ræðir einnig við Olle Rutgersson, prófessor emeritus í skipatækni, og segir vel mögulegt að gatið hafi myndast þegar það sökk niður á hafsbotninn – sér í lagi þar sem gatið hafi verið á þeirri hlið sem sneri niður. „Mér fannst ekki eins og gatið hafi litið út eins og að nef kafbáts hafi farið þar inn. Ég tel frekar að eitthvað hafi gerst þegar skipið sökk.“ Rutgersson segir þó ekki hægt að útiloka að ferjan hafi rekist á annað skip. Hafi lás stafnhurðarinnar verið skaddað þá kunni hún að hafa losnað í árekstri. Illa farin stafnhurð Rannsóknarnefnd sænskra, eistneskra og finnskra yfirvalda komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að ástæða slyssins hafi verið að illa farin stafnhurð skipsins hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Sumir þeirra sem komust lífs af hafa sagt að sú skýring hafi hins vegar ekki komið heim og saman við upplifun þeirra. Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát. Anders Björck gegndi embætti varnarmálaráðherra Svíþjóðar á þeim tíma er slysið varð. „Hafi þetta verið raunin, hefðum við tafarlaust fengið skýrslu um slíkt. Eftir þessu hefði verið tekið,“ segir Björck í samtali við SVT. Björk bregst þar við orðum Magnusar Kurm sem leiddi rannsókn eistneskra yfirvalda á slysinu sem varð í september 1994. Alls fórust 852 manns þegar ferjan sökk í Eystrasalti, en 137 komust lífs af. Árið 2004 sagði frá því í Uppdrag Granskning, fréttaskýringaþætti sænska ríkissjónvarpsins, að leynilegir flutningar hergagna hafi stundum átt sér stað í ferðum Estonia í Eystrasalti. Magnus Kurm hefur fullyrt að sænski herinn hafi verið við æfingar á svæðinu á þessum tíma, og þá fylgt ferjunni. „Það kann vel að vera að kafbáturinn hafi ekki rekist á Estonia, heldur að Estonia hafi farið of nálægt kafbátnum,“ segir Kurm í samtali við eistneska fjölmiðla. Skjáskot úr þætti DPlay þar sem sjá má gatið á skrokki ferjunnar.EPA Gat á stjórnborðssíðu skrokksins Ástæða þess að Estonia-slysið er aftur komið í kastljós fjölmiðla eru nýir heimildamyndarþættir þar sem segir frá áður óuppgötvuðu gati, fjögurra metra löngu og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, á stjórnborðssíðu skrokks ferjunnar. Sú hlið hefur snúið að hafsbotni en eftir því sem skipið hefur verið á hreyfingu á hafsbotninum hefur hún orðið sýnilegri. Eistnesk stjórnvöld hafa farið fram á að ráðist verði í nýja og óháða rannsókn á slysinu. Björck segir að ef um árekstur kafbáts og Estonia hefði verið að ræða hefði séð á kafbátnum. Svíar voru einungis með tólf kafbáta í notkun á þessum tímapunkti. „Þörf hefði verið á gríðarmikilli yfirhylmingaraðgerð ef eitthvað svona hafi átt sér stað og reynt hafi verið að fela það.“ Hafi frekar myndast þegar ferjan sökk SVT ræðir einnig við Olle Rutgersson, prófessor emeritus í skipatækni, og segir vel mögulegt að gatið hafi myndast þegar það sökk niður á hafsbotninn – sér í lagi þar sem gatið hafi verið á þeirri hlið sem sneri niður. „Mér fannst ekki eins og gatið hafi litið út eins og að nef kafbáts hafi farið þar inn. Ég tel frekar að eitthvað hafi gerst þegar skipið sökk.“ Rutgersson segir þó ekki hægt að útiloka að ferjan hafi rekist á annað skip. Hafi lás stafnhurðarinnar verið skaddað þá kunni hún að hafa losnað í árekstri. Illa farin stafnhurð Rannsóknarnefnd sænskra, eistneskra og finnskra yfirvalda komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að ástæða slyssins hafi verið að illa farin stafnhurð skipsins hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Sumir þeirra sem komust lífs af hafa sagt að sú skýring hafi hins vegar ekki komið heim og saman við upplifun þeirra.
Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01
Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42