Dómsdagsspár vegna Afríku og Covid-19 rættust ekki Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2020 09:59 Lang flest staðfest smit hafa greinst í Suður-Afríku. Þar hafa líka flestir dáið. AP/Themba Vísindamenn velta nú vöngum yfir því af hverju Afríka virðist hafa sloppið svo vel frá heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Sérfræðingar höfðu sérstakar áhyggjur af heimsálfunni í upphafi faraldursins og vöruðu yfirvöld Afríkuríkja við og sögðu þau að búa sig undir það versta. Óttast var að heilbrigðiskerfi jafnvel ríkustu Afríkuríkja hefðu ekki burði til að takast á við umfangsmikinn faraldur, skima fyrir veirunni og í heimsálfunni er mikið um þéttbýl fátækrahverfi. Til marks um áhyggjurnar spáði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því í apríl að 300 þúsund Afríkubúar gætu dáið á árinu. Áður hafði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, lýst Afríku sem púðurtunnu og sagði að yfirvöld heimsálfunnar þyrftu að búa sig undir það versta. Dómsdagsspár þessar rættust ekki og vísindamenn skilja ekki af hverju. Samkvæmt Reuters þykir víst að bæði smitaðir og dánir séu mun fleiri en opinberar tölur segja til um. Skimun er til að mynda mun minni en víðast hvar annarsstaðar. BBC sagði frá því um helgina að faraldurinn í Afríku virtist þegar hafa náð hámarki. Fjöldi nýsmitaðra á degi hverjum hefur verið að lækka í tvo mánuði, þó þeim hafi haldið áfram að fjölga í einhverjum ríkjum. Samkvæmt tölum WHO hafa alls 1,4 milljónir smitast í Afríku og 35 þúsund dáið. Langflestir, eða 671 þúsund, hafa greinst smitaðir í Suður-Afríku. Over 1.4 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 1.1 million recoveries & 35,000 deaths cumulatively.View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/V0fkK8dYTg pic.twitter.com/ccftxIGdZZ— WHO African Region (@WHOAFRO) September 28, 2020 Í Suður-Afríku dóu um 17 þúsund fleiri frá maí til júlí en gerðu á undanförnum árum að meðaltali. Aukningin er um 59 prósent og þykir það til marks um að mun fleiri eldri borgarar hafi dáið úr Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Þrátt fyrir það virðist heimsálfan hafa sloppið vel og er verið að skoða ýmsar ástæður, samkvæmt frétt Reuters. Heilt yfir eru íbúar Afríku ungir og þykir líklegt að það hafi hjálpað til. Þá teygði veiran anga sína til Afríku seinna en víðast hvar annarsstaðar og yfirvöld þar fengu tíma til að undirbúa sig. Vísindamenn eru einnig að kanna hvort að bóluefni við berklum, sem hafi verið gefið ungum íbúum Afríku hafi hjálpað til við að draga úr dánartíðni í Afríku. Önnur kenning snýr að því að aðrir faraldrar kórónuveira í Afríku hafi byggt upp varnir meðal íbúa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35 Hvenær kemur bóluefni við veirunni, hvað mun það kosta og hverjir verða bólusettir fyrst? Miklar vonir eru bundnar við bóluefni gegn Covid-19 og að þegar það komi á markað verði líf okkar líkara því sem það var fyrir faraldurinn. Þúsundir taka þátt í rannsóknum og prófunum á bóluefnum og ferli sem vanalega tekur allt að tíu ár eða meira á aðeins að taka mánuði nú. 24. september 2020 06:31 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Sjá meira
Vísindamenn velta nú vöngum yfir því af hverju Afríka virðist hafa sloppið svo vel frá heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Sérfræðingar höfðu sérstakar áhyggjur af heimsálfunni í upphafi faraldursins og vöruðu yfirvöld Afríkuríkja við og sögðu þau að búa sig undir það versta. Óttast var að heilbrigðiskerfi jafnvel ríkustu Afríkuríkja hefðu ekki burði til að takast á við umfangsmikinn faraldur, skima fyrir veirunni og í heimsálfunni er mikið um þéttbýl fátækrahverfi. Til marks um áhyggjurnar spáði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því í apríl að 300 þúsund Afríkubúar gætu dáið á árinu. Áður hafði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, lýst Afríku sem púðurtunnu og sagði að yfirvöld heimsálfunnar þyrftu að búa sig undir það versta. Dómsdagsspár þessar rættust ekki og vísindamenn skilja ekki af hverju. Samkvæmt Reuters þykir víst að bæði smitaðir og dánir séu mun fleiri en opinberar tölur segja til um. Skimun er til að mynda mun minni en víðast hvar annarsstaðar. BBC sagði frá því um helgina að faraldurinn í Afríku virtist þegar hafa náð hámarki. Fjöldi nýsmitaðra á degi hverjum hefur verið að lækka í tvo mánuði, þó þeim hafi haldið áfram að fjölga í einhverjum ríkjum. Samkvæmt tölum WHO hafa alls 1,4 milljónir smitast í Afríku og 35 þúsund dáið. Langflestir, eða 671 þúsund, hafa greinst smitaðir í Suður-Afríku. Over 1.4 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 1.1 million recoveries & 35,000 deaths cumulatively.View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/V0fkK8dYTg pic.twitter.com/ccftxIGdZZ— WHO African Region (@WHOAFRO) September 28, 2020 Í Suður-Afríku dóu um 17 þúsund fleiri frá maí til júlí en gerðu á undanförnum árum að meðaltali. Aukningin er um 59 prósent og þykir það til marks um að mun fleiri eldri borgarar hafi dáið úr Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Þrátt fyrir það virðist heimsálfan hafa sloppið vel og er verið að skoða ýmsar ástæður, samkvæmt frétt Reuters. Heilt yfir eru íbúar Afríku ungir og þykir líklegt að það hafi hjálpað til. Þá teygði veiran anga sína til Afríku seinna en víðast hvar annarsstaðar og yfirvöld þar fengu tíma til að undirbúa sig. Vísindamenn eru einnig að kanna hvort að bóluefni við berklum, sem hafi verið gefið ungum íbúum Afríku hafi hjálpað til við að draga úr dánartíðni í Afríku. Önnur kenning snýr að því að aðrir faraldrar kórónuveira í Afríku hafi byggt upp varnir meðal íbúa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35 Hvenær kemur bóluefni við veirunni, hvað mun það kosta og hverjir verða bólusettir fyrst? Miklar vonir eru bundnar við bóluefni gegn Covid-19 og að þegar það komi á markað verði líf okkar líkara því sem það var fyrir faraldurinn. Þúsundir taka þátt í rannsóknum og prófunum á bóluefnum og ferli sem vanalega tekur allt að tíu ár eða meira á aðeins að taka mánuði nú. 24. september 2020 06:31 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Sjá meira
Skráð dauðsföll vegna Covid-19 komin yfir eina milljón Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu mánuði er nú komin yfir eina milljón. 29. september 2020 06:37
Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52
Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35
Hvenær kemur bóluefni við veirunni, hvað mun það kosta og hverjir verða bólusettir fyrst? Miklar vonir eru bundnar við bóluefni gegn Covid-19 og að þegar það komi á markað verði líf okkar líkara því sem það var fyrir faraldurinn. Þúsundir taka þátt í rannsóknum og prófunum á bóluefnum og ferli sem vanalega tekur allt að tíu ár eða meira á aðeins að taka mánuði nú. 24. september 2020 06:31