Héraðsforsetinn settur af og Spánverjar sakaðir um mannréttindabrot Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. september 2020 18:30 Quim Torra sést hér prýddur gulum borða, einkennistákni sjálfstæðissinna. vísir/epa Hæstiréttur svipti Quim Torra embætti forseta héraðsstjórnar Katalóníu vegna þess að hann hefði brotið gegn kosningalögum ríkisins. Málið snýst um að Torra neitaði að fjarlægja borða. þar sem kallað var eftir því að fangelsaðir leiðtogar katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar yrðu leystir úr haldi, af opinberu húsi í aðdraganda þingkosninganna 2019. Torra sagði í gærkvöldi skjóta skökku við að dómarar, ekki héraðsbúar, væru nú að ákveða að hann fengi ekki lengur að vera forseti héraðsstjórnarinnar. „Ég vil segja ykkur að það er ekki hægt að vinna bug á lýðræðinu með því að beita óréttlátum lögum í hefndarskyni gegn þeim sem standa vörð um mannréttindi,“ sagði Torra. Enginn verðir skipaður í embætti héraðsforseta fyrr en eftir héraðsþingkosningar á næsta ári. Þangað til mun Pere Aragonés varaforseti fara með skyldur Torra. Ákvörðun hæstaréttar var harðlega mótmælt á götum Barcelona í nótt. Bernat Solé, utanríkismálastjóri héraðsstjórnarinnar, segir miður að ágreiningsmál sem varða katalónsku sjálfstæðishreyfinguna sé enn á ný leyst fyrir dómstólum, en slíkt hið sama var gert þegar níu leiðtogar hreyfingarinnar voru dæmdir í fangelsi á síðasta ári. „Þetta bann sýnir okkur að mannréttindabrot eiga sér stað á Spáni. Í þessu tilfelli brot á tjáningarfrelsinu. Þetta sýnir einnig fram á illvilja í garð sjálfstæðishreyfingarinnar,“ segir Solé. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tjáningarfrelsi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Hæstiréttur svipti Quim Torra embætti forseta héraðsstjórnar Katalóníu vegna þess að hann hefði brotið gegn kosningalögum ríkisins. Málið snýst um að Torra neitaði að fjarlægja borða. þar sem kallað var eftir því að fangelsaðir leiðtogar katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar yrðu leystir úr haldi, af opinberu húsi í aðdraganda þingkosninganna 2019. Torra sagði í gærkvöldi skjóta skökku við að dómarar, ekki héraðsbúar, væru nú að ákveða að hann fengi ekki lengur að vera forseti héraðsstjórnarinnar. „Ég vil segja ykkur að það er ekki hægt að vinna bug á lýðræðinu með því að beita óréttlátum lögum í hefndarskyni gegn þeim sem standa vörð um mannréttindi,“ sagði Torra. Enginn verðir skipaður í embætti héraðsforseta fyrr en eftir héraðsþingkosningar á næsta ári. Þangað til mun Pere Aragonés varaforseti fara með skyldur Torra. Ákvörðun hæstaréttar var harðlega mótmælt á götum Barcelona í nótt. Bernat Solé, utanríkismálastjóri héraðsstjórnarinnar, segir miður að ágreiningsmál sem varða katalónsku sjálfstæðishreyfinguna sé enn á ný leyst fyrir dómstólum, en slíkt hið sama var gert þegar níu leiðtogar hreyfingarinnar voru dæmdir í fangelsi á síðasta ári. „Þetta bann sýnir okkur að mannréttindabrot eiga sér stað á Spáni. Í þessu tilfelli brot á tjáningarfrelsinu. Þetta sýnir einnig fram á illvilja í garð sjálfstæðishreyfingarinnar,“ segir Solé.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tjáningarfrelsi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira