Telur að dómurinn geti ekki horft fram hjá vitnisburði um galla byssunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2020 22:01 Haglabyssan sem Gunnar Jóhann mætti með heim til Gísla hálfbróður síns. Vopnasérfræðingar hafa sýnt fram á galla í byssunni. Norska lögreglan Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, telur að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður Gunnars, að bana í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra, verði til þess að Gunnar verði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu. Saksóknarar í Noregi hafa farið fram á að Gunnar Jóhann Gunnarsson verði dæmdur til þrettán ára fangelsisvistar fyrir að hafa orðið hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana í bænum Mehamn í apríl á síðasta ári. Málflutningi lauk í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í dag og sagði saksóknarinn, Torstein Lindquister, í morgun að Gunnar hafi bæði hótað að drepa, undirbúið að drepa og að lokum drepið bróður sinn. Gunnar hefur viðurkennt að hafa orðið Gísla að bana en að um slysaskot hafi verið að ræða og hefur verjandi hans haldið því fram að dæma ætti Gunnar fyrir manndráp af gáleysi, sem fylgi fjögurra og hálfs árs til fimm ára fangelsisdómur. Í viðtali við staðarmiðilinn iFinnmark segir Guldstad að allt í málinu hverfist um vopnið sjálft. Vísar hann þar til þess að rannsókn vopnasérfræðinga leiddi í ljós að galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór. Vopnasérfræðingar segjast ekki geta útilokað að skot hafi hlaupið úr byssunni án þess að togað var í gikkinn. „Fyrir ákæruvaldið stendur málið og fellur með því að það telur Gunnar hafi framið morðið af ásetningi. En okkar bestu menn segja að þeir geti ekki útilokað að skot hafi hlaupið úr byssunni án þess að sakborningurinn hafi þrýst á gikkinn. Rétturinn getur ekki horft framhjá þessari staðreynd líkt og ákæruvaldið hefur gert. Ég skil af hverju ákæruvaldið gerir það því að það er þar sem allt heila málið endar,“ hefur iFinnmark eftir Guldstad. Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Krefst þess að Gunnar verði dæmdur í þrettán ára fangelsi Málflutningi lauk í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun 29. september 2020 11:24 Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. 26. september 2020 16:00 Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00 Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira
Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, telur að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður Gunnars, að bana í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra, verði til þess að Gunnar verði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu. Saksóknarar í Noregi hafa farið fram á að Gunnar Jóhann Gunnarsson verði dæmdur til þrettán ára fangelsisvistar fyrir að hafa orðið hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana í bænum Mehamn í apríl á síðasta ári. Málflutningi lauk í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í dag og sagði saksóknarinn, Torstein Lindquister, í morgun að Gunnar hafi bæði hótað að drepa, undirbúið að drepa og að lokum drepið bróður sinn. Gunnar hefur viðurkennt að hafa orðið Gísla að bana en að um slysaskot hafi verið að ræða og hefur verjandi hans haldið því fram að dæma ætti Gunnar fyrir manndráp af gáleysi, sem fylgi fjögurra og hálfs árs til fimm ára fangelsisdómur. Í viðtali við staðarmiðilinn iFinnmark segir Guldstad að allt í málinu hverfist um vopnið sjálft. Vísar hann þar til þess að rannsókn vopnasérfræðinga leiddi í ljós að galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór. Vopnasérfræðingar segjast ekki geta útilokað að skot hafi hlaupið úr byssunni án þess að togað var í gikkinn. „Fyrir ákæruvaldið stendur málið og fellur með því að það telur Gunnar hafi framið morðið af ásetningi. En okkar bestu menn segja að þeir geti ekki útilokað að skot hafi hlaupið úr byssunni án þess að sakborningurinn hafi þrýst á gikkinn. Rétturinn getur ekki horft framhjá þessari staðreynd líkt og ákæruvaldið hefur gert. Ég skil af hverju ákæruvaldið gerir það því að það er þar sem allt heila málið endar,“ hefur iFinnmark eftir Guldstad.
Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Krefst þess að Gunnar verði dæmdur í þrettán ára fangelsi Málflutningi lauk í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun 29. september 2020 11:24 Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. 26. september 2020 16:00 Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00 Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira
Krefst þess að Gunnar verði dæmdur í þrettán ára fangelsi Málflutningi lauk í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun 29. september 2020 11:24
Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. 26. september 2020 16:00
Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00
Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27