Kannar grundvöll fyrir nýjum stjórnmálaflokki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. september 2020 12:01 Andrés Ingi Jónsson hefur starfað sem óháður þingmaður frá því í nóvember í fyrra. Hann segist ekki finna sig í neinum flokki og kannar nú grundvöll fyrir nýjum stjórnmálaflokki, með áherslu á umhverfis- og jafnréttismál. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, og fleiri fyrrverandi félagsmenn flokksins hyggja á nýtt framboð í komandi kosningum. Hann kallar eftir róttækum breytingum í umhverfis- og jafnréttismálum. „Þetta er flókin staða. Ég er utan þingflokka en finn að mig langar að halda áfram í stjórnmálum. Og þá þarf ég bara að taka næsta árið fram að kosningum til að finna því farveg,“ segir Andrés Ingi í samtali við fréttastofu. Andrés starfar sem óháður þingmaður eftir að hafa sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna. Hann segist ekki hafa fundið sig í þeim flokkum sem nú eru til staðar og sé þar af leiðandi að kanna grundvöll fyrir nýju framboði. „Ég hef fundið út undan mér að það er meðbyr með nýjum áherslum í stjórnmálum, hvort sem það komi fram sem nýr flokkur eða bara breytingar á landslaginu sem fyrir er. Ég hef bara reynt að vera með eyrun opin og tala við fólk sem upplifir sig álíka landlaust í stjórnmálum og ég þessa dagana til að sjá hvert straumurinn gæti verið að liggja." Aðspurður hvaða fólk það sé segir hann að það sé meðal annars fólk sem hafi tekið þátt í starfi fyrir Vinstri græn. „Að hluta til er þetta fólk sem hefur lengi staðið nálægt mér í stjórnmálum og kannski verið viðloðandi Vinstri græn á sama tíma og ég en svo er þetta líka yngri hópur sem hefur kannski ekki fundið sig í flokkapólitíkinni og mér hefur þótt það dálítið áhugavert og jafnvel áhyggjuefni fyrir flokkapólitíkina að hafa ekki náð að höfða jafn mikið til yngri kynslóðarinnar.“ Andrés Ingi og Rósa Björk hafa bæði sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði sig úr flokknum fyrr í þessum mánuði en Andrés segist ekki hafa rætt við hana um að taka þátt í stofnun nýs flokks. Fréttastofa náði ekki af henni tali til þess að kanna afstöðu hennar gagnvart nýju framboði. „Við höfum náttúrulega alltaf verið á mjög svipuðum stað varðandi málefnaáherslur en Rósa Björk er náttúrulega bara nýhætt í Vinstri grænum þannig að ég hef ekkert verið að toga hana inn í þetta samtal meðan hún var þar." Andrés vill ekki kalla þetta klofningsframboð. „Mér finnst skipta máli að skilgreina nýja hluti í stjórnmálum ekki endilega út frá þeim eldri. Ég held að fólk þurfi bara að vera á eigin forsendum í stjórnmálum,” segir Andrés Ingi. Næstu skref séu að halda áfram að eiga samtöl við fólk um hugsanlegt framboð, en Andrés undirstrikar að enginn flokkur hafi verið stofnaður, enda þurfi fleiri en einn til þess að það geti orðið að veruleika. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, og fleiri fyrrverandi félagsmenn flokksins hyggja á nýtt framboð í komandi kosningum. Hann kallar eftir róttækum breytingum í umhverfis- og jafnréttismálum. „Þetta er flókin staða. Ég er utan þingflokka en finn að mig langar að halda áfram í stjórnmálum. Og þá þarf ég bara að taka næsta árið fram að kosningum til að finna því farveg,“ segir Andrés Ingi í samtali við fréttastofu. Andrés starfar sem óháður þingmaður eftir að hafa sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna. Hann segist ekki hafa fundið sig í þeim flokkum sem nú eru til staðar og sé þar af leiðandi að kanna grundvöll fyrir nýju framboði. „Ég hef fundið út undan mér að það er meðbyr með nýjum áherslum í stjórnmálum, hvort sem það komi fram sem nýr flokkur eða bara breytingar á landslaginu sem fyrir er. Ég hef bara reynt að vera með eyrun opin og tala við fólk sem upplifir sig álíka landlaust í stjórnmálum og ég þessa dagana til að sjá hvert straumurinn gæti verið að liggja." Aðspurður hvaða fólk það sé segir hann að það sé meðal annars fólk sem hafi tekið þátt í starfi fyrir Vinstri græn. „Að hluta til er þetta fólk sem hefur lengi staðið nálægt mér í stjórnmálum og kannski verið viðloðandi Vinstri græn á sama tíma og ég en svo er þetta líka yngri hópur sem hefur kannski ekki fundið sig í flokkapólitíkinni og mér hefur þótt það dálítið áhugavert og jafnvel áhyggjuefni fyrir flokkapólitíkina að hafa ekki náð að höfða jafn mikið til yngri kynslóðarinnar.“ Andrés Ingi og Rósa Björk hafa bæði sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði sig úr flokknum fyrr í þessum mánuði en Andrés segist ekki hafa rætt við hana um að taka þátt í stofnun nýs flokks. Fréttastofa náði ekki af henni tali til þess að kanna afstöðu hennar gagnvart nýju framboði. „Við höfum náttúrulega alltaf verið á mjög svipuðum stað varðandi málefnaáherslur en Rósa Björk er náttúrulega bara nýhætt í Vinstri grænum þannig að ég hef ekkert verið að toga hana inn í þetta samtal meðan hún var þar." Andrés vill ekki kalla þetta klofningsframboð. „Mér finnst skipta máli að skilgreina nýja hluti í stjórnmálum ekki endilega út frá þeim eldri. Ég held að fólk þurfi bara að vera á eigin forsendum í stjórnmálum,” segir Andrés Ingi. Næstu skref séu að halda áfram að eiga samtöl við fólk um hugsanlegt framboð, en Andrés undirstrikar að enginn flokkur hafi verið stofnaður, enda þurfi fleiri en einn til þess að það geti orðið að veruleika.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira