Jóhannes Karl: Það er bara ólíðandi að það sé ekki flaggað á þetta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2020 19:15 Jóhannes Karl Sigursteinsson var ekki sáttur í lok leiks. VÍSIR/VILHELM KR tapaði enn einum leiknum í Pepsi Max deild kvenna er liðið tapaði 2-1 gegn Selfyssingum á útivelli. KR komst yfir en tókst ekki að halda út og liðið er á botni deildarinnar sem stendur. Þó svo að liðið eigi tvo leiki til góða er útlitið orðið nokkuð svart hjá KR-ingum sem þurfa að fara hala inn stig ef þær ætli sér ekki að falla. Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, var ekki par sáttur við mörkin sem KR fékk á sig í dag. „Þetta eru bara ákveðin vonbrigði, við erum í þeirri stöðu að við verðum að fara að taka stig í þessari deild og við ætluðum að leggja allt í þennan leik,“ sagði Jóhannes Karl eftir leik í dag. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn fínn af okkar hálfu og heilt yfir nokkuð jafn leikur en fínn fyrri hálfleikur, við förum með 1:0 forystu í hálfleikinn en mér fannst við kannski ekki ná að byggja ofan á það í seinni hálfleik. Við hleypum Selfyssingum mikið inn í leikinn þegar líður á sem endar náttúrulega með jöfnunarmarki og þá þurfum við að þrýsta ofar aftur en heilt yfir líklega ekkert ósanngjörn úrslit en ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik.“ Jóhannes Karl var svo allt annað en sáttur við mörkin sem sitt lið fékk á sig, þá sérstaklega það fyrra. „Mér fannst við spila varnarleikinn ágætlega, ég er verulega ósáttur við þetta fyrra mark því mér finnst hún kolrangstæð og það er bara ólíðandi að það sé ekki flaggað á þetta. Mér fannst hafsentinn gera vel, stígur út og vinnur varnarvinnuna vel, en það er eitthvað og við fáum mark í andlitið.“ KR eru á botni deildarinnar með tvo leiki til góða á flest lið, og Jóhannes veit vel að það er mikið verkefni fram undan. „Að sjálfsögðu er staðan þannig að við þurfum að horfa á það, en við erum með allt í okkar höndum og það er það sem við þurfum að vinna með. Það er mikið af innbyrðis leikjum eftir í botnbaráttunni þannig að við þurfum bara að taka næsta skref áfram og horfa í Þróttaraleikinn næsta sunnudag.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna KR Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - KR 2-1 | Selfoss vaknaði í seinni hálfleik og vann KR Selfoss er komið upp í 3. sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir að endurkomu gegn KR á heimavelli í dag. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil. 30. september 2020 17:55 Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
KR tapaði enn einum leiknum í Pepsi Max deild kvenna er liðið tapaði 2-1 gegn Selfyssingum á útivelli. KR komst yfir en tókst ekki að halda út og liðið er á botni deildarinnar sem stendur. Þó svo að liðið eigi tvo leiki til góða er útlitið orðið nokkuð svart hjá KR-ingum sem þurfa að fara hala inn stig ef þær ætli sér ekki að falla. Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, var ekki par sáttur við mörkin sem KR fékk á sig í dag. „Þetta eru bara ákveðin vonbrigði, við erum í þeirri stöðu að við verðum að fara að taka stig í þessari deild og við ætluðum að leggja allt í þennan leik,“ sagði Jóhannes Karl eftir leik í dag. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn fínn af okkar hálfu og heilt yfir nokkuð jafn leikur en fínn fyrri hálfleikur, við förum með 1:0 forystu í hálfleikinn en mér fannst við kannski ekki ná að byggja ofan á það í seinni hálfleik. Við hleypum Selfyssingum mikið inn í leikinn þegar líður á sem endar náttúrulega með jöfnunarmarki og þá þurfum við að þrýsta ofar aftur en heilt yfir líklega ekkert ósanngjörn úrslit en ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik.“ Jóhannes Karl var svo allt annað en sáttur við mörkin sem sitt lið fékk á sig, þá sérstaklega það fyrra. „Mér fannst við spila varnarleikinn ágætlega, ég er verulega ósáttur við þetta fyrra mark því mér finnst hún kolrangstæð og það er bara ólíðandi að það sé ekki flaggað á þetta. Mér fannst hafsentinn gera vel, stígur út og vinnur varnarvinnuna vel, en það er eitthvað og við fáum mark í andlitið.“ KR eru á botni deildarinnar með tvo leiki til góða á flest lið, og Jóhannes veit vel að það er mikið verkefni fram undan. „Að sjálfsögðu er staðan þannig að við þurfum að horfa á það, en við erum með allt í okkar höndum og það er það sem við þurfum að vinna með. Það er mikið af innbyrðis leikjum eftir í botnbaráttunni þannig að við þurfum bara að taka næsta skref áfram og horfa í Þróttaraleikinn næsta sunnudag.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna KR Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - KR 2-1 | Selfoss vaknaði í seinni hálfleik og vann KR Selfoss er komið upp í 3. sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir að endurkomu gegn KR á heimavelli í dag. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil. 30. september 2020 17:55 Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - KR 2-1 | Selfoss vaknaði í seinni hálfleik og vann KR Selfoss er komið upp í 3. sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir að endurkomu gegn KR á heimavelli í dag. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil. 30. september 2020 17:55
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti