Menntun, þroski og COVID Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 1. október 2020 11:31 Líf okkar allra og aðgengi að námi og menntun hefur tekið stakkaskiptum vegna heimsfaraldurs COVID-19. Menntakerfi um allan heim hafa þurft að laga sig að breyttum aðstæðum í skóla- og frístundastarfi vegna þeirrar takmarkana sem baráttan við kórónaveiruna hefur valdið. Vitað er að skólaganga mörg hundruð milljóna barna og ungmenna um heim allan hefur raskast verulega á árinu 2020. Börnin og unglingar hafa jafnframt orðið af dýrmætum tækifærum til að umgangast jafnaldra og vini og taka þátt í skipulögðu frístundastarfi. Á sama tíma má segja að það hafi orðið bylting í starfsháttum allra skólastiga á örskotstundu þegar fyrsta bylgja kófsins skall á síðastliðið vor. Mikil aðlögunarhæfni, samvinna ólíkra fagstétta og notkun á stafrænni tækni og miðlun kom því til leiðar að hægt var að halda skólastarfi gangandi hér á landi. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér heldur lögðumst við öll á árarnar. Markmiðið var að tryggja velferð allra einstaklinga og halda takti í samfélaginu gangandi. Þetta verður áfram erindi okkar næstu mánuði og ár. Föstudagurinn 2. október er alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa sem er haldinn hátíðlegur víða um heim. Þroskaþjálfafræði er ein af mörgum námsbrautum og fræðigreinum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Störf þroskaþjálfa grundvallast á virðingu fyrir mannlegri reisn og sjálfræði sérhvers einstaklings. Þroskaþjálfar styðja einstaklinga til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins, meðal annars í menntakerfinu og í skólum. Því miður benda fyrstu niðurstöður á áhrifum samkomubanns og COVID-19 til þess að börn sem standa höllum fæti, svo sem vegna fötlunar, þjóðernis eða félagslegrar stöðu, hafi orðið fyrir neikvæðari áhrifum heimsfaraldursins en önnur börn. Rannsóknir á sviði þroskaþjálfafræða beinast ekki hvað síst að því að þróa aðferðir til að gera öllum kleift á að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Á þeim umbrotatímum sem við nú lifum er þýðingarmikið að taka ákvarðanir sem byggjast á þekkingu og innsæi í félagslegan veruleika. Við höfum fylgst með fremstu vísindamönnum heims rannsaka og ræða gerð kórónuveirunnar, rýna í smitleiðir og legga mat á áhrif veirunnar á fólk. Mannleg hegðun og breytileiki milli einstaklinga er einn mesti óvissuþátturinn. Menntarannsóknir gegna því hlutverki að varpa ljósi á þau margþættu öfl sem móta þroska og nám hvers einstaklings. Ég hef þá trú að einlæg þekkingarleit og hógvær en staðföst barátta fyrir því að skilja heiminn betur sé lykillinn að farsælla samfélagi. Með því að gera öllum kleift að þroska hæfni sína og færni, óháð aldri, kyni, þjóðerni og/eða fötlun, rennum við styrkari stoðum undir samfélagið. Kórónuveirufaraldurinn er á vissan hátt áminning um að við erum hluti af náttúrunni og verðum að vernda hana og virða. Stóru spurningarnar sem við stöndum frammi fyrir eru þessar: Munum við taka lífshætti okkar til raunverulegrar endurskoðunar eða falla aftur í fyrra far? Munum við nýta þann lærdóm sem kófið hefur fært okkur til að efla menntakerfið okkar? Menntakvika, árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, leiðir saman á hverju ári fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntun og menntavísindi varða. Ráðstefnan er lifandi vettvangur miðlunar, upplýsinga og samráðs á sviði menntunar. Þekking og þróun á því sviði er lykillinn að því að skapa farsælt og sjálfbært samfélag, samfélag jöfnuðar og samfélag þar sem draumar rætast. Innan menntakerfisins sem utan eru öfl sem geta ýmist stutt við nám og þroska eða skapað hindranir á lífsleið einstaklinga. Við verðum að skilja þessu öfl betur og draga þau fram í dagsljósið. Framtíðin er núna – tökum þátt í að skapa hana! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs HÍ. Grein þessi byggist á ávarpi höfundar á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem haldin verður rafrænt dagana 1. og 2. október næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Líf okkar allra og aðgengi að námi og menntun hefur tekið stakkaskiptum vegna heimsfaraldurs COVID-19. Menntakerfi um allan heim hafa þurft að laga sig að breyttum aðstæðum í skóla- og frístundastarfi vegna þeirrar takmarkana sem baráttan við kórónaveiruna hefur valdið. Vitað er að skólaganga mörg hundruð milljóna barna og ungmenna um heim allan hefur raskast verulega á árinu 2020. Börnin og unglingar hafa jafnframt orðið af dýrmætum tækifærum til að umgangast jafnaldra og vini og taka þátt í skipulögðu frístundastarfi. Á sama tíma má segja að það hafi orðið bylting í starfsháttum allra skólastiga á örskotstundu þegar fyrsta bylgja kófsins skall á síðastliðið vor. Mikil aðlögunarhæfni, samvinna ólíkra fagstétta og notkun á stafrænni tækni og miðlun kom því til leiðar að hægt var að halda skólastarfi gangandi hér á landi. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér heldur lögðumst við öll á árarnar. Markmiðið var að tryggja velferð allra einstaklinga og halda takti í samfélaginu gangandi. Þetta verður áfram erindi okkar næstu mánuði og ár. Föstudagurinn 2. október er alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa sem er haldinn hátíðlegur víða um heim. Þroskaþjálfafræði er ein af mörgum námsbrautum og fræðigreinum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Störf þroskaþjálfa grundvallast á virðingu fyrir mannlegri reisn og sjálfræði sérhvers einstaklings. Þroskaþjálfar styðja einstaklinga til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins, meðal annars í menntakerfinu og í skólum. Því miður benda fyrstu niðurstöður á áhrifum samkomubanns og COVID-19 til þess að börn sem standa höllum fæti, svo sem vegna fötlunar, þjóðernis eða félagslegrar stöðu, hafi orðið fyrir neikvæðari áhrifum heimsfaraldursins en önnur börn. Rannsóknir á sviði þroskaþjálfafræða beinast ekki hvað síst að því að þróa aðferðir til að gera öllum kleift á að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Á þeim umbrotatímum sem við nú lifum er þýðingarmikið að taka ákvarðanir sem byggjast á þekkingu og innsæi í félagslegan veruleika. Við höfum fylgst með fremstu vísindamönnum heims rannsaka og ræða gerð kórónuveirunnar, rýna í smitleiðir og legga mat á áhrif veirunnar á fólk. Mannleg hegðun og breytileiki milli einstaklinga er einn mesti óvissuþátturinn. Menntarannsóknir gegna því hlutverki að varpa ljósi á þau margþættu öfl sem móta þroska og nám hvers einstaklings. Ég hef þá trú að einlæg þekkingarleit og hógvær en staðföst barátta fyrir því að skilja heiminn betur sé lykillinn að farsælla samfélagi. Með því að gera öllum kleift að þroska hæfni sína og færni, óháð aldri, kyni, þjóðerni og/eða fötlun, rennum við styrkari stoðum undir samfélagið. Kórónuveirufaraldurinn er á vissan hátt áminning um að við erum hluti af náttúrunni og verðum að vernda hana og virða. Stóru spurningarnar sem við stöndum frammi fyrir eru þessar: Munum við taka lífshætti okkar til raunverulegrar endurskoðunar eða falla aftur í fyrra far? Munum við nýta þann lærdóm sem kófið hefur fært okkur til að efla menntakerfið okkar? Menntakvika, árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, leiðir saman á hverju ári fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntun og menntavísindi varða. Ráðstefnan er lifandi vettvangur miðlunar, upplýsinga og samráðs á sviði menntunar. Þekking og þróun á því sviði er lykillinn að því að skapa farsælt og sjálfbært samfélag, samfélag jöfnuðar og samfélag þar sem draumar rætast. Innan menntakerfisins sem utan eru öfl sem geta ýmist stutt við nám og þroska eða skapað hindranir á lífsleið einstaklinga. Við verðum að skilja þessu öfl betur og draga þau fram í dagsljósið. Framtíðin er núna – tökum þátt í að skapa hana! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs HÍ. Grein þessi byggist á ávarpi höfundar á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem haldin verður rafrænt dagana 1. og 2. október næstkomandi.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar