Hertar aðgerðir ekki í kortunum eins og staðan er núna Kristín Ólafsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 1. október 2020 11:38 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki standi til að grípa til harðari kórónuveiruaðgerða eins og staðan er núna. Hann bendir á að ávinningur slíkra aðgerða myndi ekki skila sér fyrr en eftir um tvær vikur. Meðalaldur þeirra sem þurft hafa að leggjast inn á sjúkrahús vegna veirunnar fer hækkandi. 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Alls eru ellefu nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu. Inntur eftir því hvað skýri það að spítalainnlögnum vegna veirunnar fjölgi nú nokkuð ört bendir Þórólfur á að toppur alvarlegra veikinda komi iðulega fram um viku eftir topp nýrra tilfella. Það taki þá sem sýkjast af veirunni um viku að fá alvarleg einkenni, ef þeir fá þau á annað borð. „Svo kann líka vel að vera að einstaklingar með undirliggjandi vandamál séu að veikjast núna. Ég get þó ekki sagt alveg fyrir um það, ég hef ekki kannað það sérstaklega, en þetta eru svona tvær helstu skýringarnar,“ segir Þórólfur. Fram hefur komið að þeir sem liggja inni á sjúkrahúsi nú vegna veirunnar séu frá þrítugsaldri til sjötugsaldurs. Þórólfur segir aðspurður að aldursdreifing sjúklinganna sé nú heldur að hækka. Þá stendur ekki til að skila inn minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til heilbrigðisráðherra fyrir ríkisstjórnarfund á morgun, að sögn Þórólfs. Hann segist ekki munu leggja til harðari aðgerðir eins og staðan er núna. Slíkt sé þó alltaf í endurskoðun. „Eins og staðan er núna höfum við séð að kúrvan er hægt og bítandi að sigla niður á við. Það er líka verið að skoða þetta út frá getu heilbrigðiskerfisins og aðstöðunni á Landspítalanum til að taka á móti veikum einstaklingum. Þetta eru allt þættir sem spila inn í hvort grípa þurfi til harðari aðgerða. En ég minni á að harðari aðgerðir núna skila sér ekki fyrr en eftir kannski tvær vikur.“ Upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar verður haldinn klukkan þrjú í dag en ekki klukkan tvö eins og venjan er. Ástæða seinkunarinnar er setning Alþingis sem hefst klukkan 13:30. Upplýsingafundurinn verður að vanda í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 36 greindust innanlands og ellefu nú á sjúkrahúsi 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Fjögur virk smit greindust á landamærum. 1. október 2020 11:01 Telja að gen frá neanderdalsmanninum auki líkurnar á að veikjast alvarlega af Covid-19 Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. 1. október 2020 08:04 Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki standi til að grípa til harðari kórónuveiruaðgerða eins og staðan er núna. Hann bendir á að ávinningur slíkra aðgerða myndi ekki skila sér fyrr en eftir um tvær vikur. Meðalaldur þeirra sem þurft hafa að leggjast inn á sjúkrahús vegna veirunnar fer hækkandi. 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Alls eru ellefu nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu. Inntur eftir því hvað skýri það að spítalainnlögnum vegna veirunnar fjölgi nú nokkuð ört bendir Þórólfur á að toppur alvarlegra veikinda komi iðulega fram um viku eftir topp nýrra tilfella. Það taki þá sem sýkjast af veirunni um viku að fá alvarleg einkenni, ef þeir fá þau á annað borð. „Svo kann líka vel að vera að einstaklingar með undirliggjandi vandamál séu að veikjast núna. Ég get þó ekki sagt alveg fyrir um það, ég hef ekki kannað það sérstaklega, en þetta eru svona tvær helstu skýringarnar,“ segir Þórólfur. Fram hefur komið að þeir sem liggja inni á sjúkrahúsi nú vegna veirunnar séu frá þrítugsaldri til sjötugsaldurs. Þórólfur segir aðspurður að aldursdreifing sjúklinganna sé nú heldur að hækka. Þá stendur ekki til að skila inn minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til heilbrigðisráðherra fyrir ríkisstjórnarfund á morgun, að sögn Þórólfs. Hann segist ekki munu leggja til harðari aðgerðir eins og staðan er núna. Slíkt sé þó alltaf í endurskoðun. „Eins og staðan er núna höfum við séð að kúrvan er hægt og bítandi að sigla niður á við. Það er líka verið að skoða þetta út frá getu heilbrigðiskerfisins og aðstöðunni á Landspítalanum til að taka á móti veikum einstaklingum. Þetta eru allt þættir sem spila inn í hvort grípa þurfi til harðari aðgerða. En ég minni á að harðari aðgerðir núna skila sér ekki fyrr en eftir kannski tvær vikur.“ Upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar verður haldinn klukkan þrjú í dag en ekki klukkan tvö eins og venjan er. Ástæða seinkunarinnar er setning Alþingis sem hefst klukkan 13:30. Upplýsingafundurinn verður að vanda í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 36 greindust innanlands og ellefu nú á sjúkrahúsi 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Fjögur virk smit greindust á landamærum. 1. október 2020 11:01 Telja að gen frá neanderdalsmanninum auki líkurnar á að veikjast alvarlega af Covid-19 Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. 1. október 2020 08:04 Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
36 greindust innanlands og ellefu nú á sjúkrahúsi 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Fjögur virk smit greindust á landamærum. 1. október 2020 11:01
Telja að gen frá neanderdalsmanninum auki líkurnar á að veikjast alvarlega af Covid-19 Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. 1. október 2020 08:04
Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53